Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

12 bestu tístin um hversdagslegt kynjamisrétti

Ný Twitter-bylt­ing í upp­sigl­ingu. Nota myllu­merk­ið #6dags­leik­inn til þess að vekja at­hygli á hvers­dags­legu kynjam­is­rétti.

12 bestu tístin um hversdagslegt kynjamisrétti
Salka Sól Eyfeld Vinkonan er skylduð til að vera í hælaskóm í vinnunni. Mynd: Pressphotos

Útlit er fyrir að ný Twitter-bylting sé í uppsiglingu, en markmið hennar er að vekja athygli á kynjamisrétti. Nú notast tístarar við „hashtagið“ #6dagsleikinn og láta fylgja sögu af hversdaglegu kynjamisrétti sem þeir hafa orðið fyrir. Byltingin varð til á málþingi fyrir kynjafræðinema í framhaldsskólum sem haldið var í MK í gær. 

María Lilja Þrastardóttir
María Lilja Þrastardóttir

„Ég var svo heppin að fá að vera málstofu á málþinginu þar sem ég talaði meðal annars um upphaf Druslugöngunnar. Í kjölfarið fórum við að tala um róttækni og töluðum um #freethenipple og hversu mikilvægt það væri að láta verkin tala. Þannig við tókum ákvörðun um að gera eitthvað á þessari málstofu og þetta varð ofan á,“ segir María Lilja í samtali við Stundina. Eftir töluverðar vangaveltur og frjóa umræðu var ákveðið að búa til „hashtag“ og þá var haldin lýðræðisleg kosning um nafnið á myllumerkinu. „Í kjölfarið ræddum við hvað væri hversdagslegt kynjamisrétti, sem getur bæði snúið að konum og körlum. Svo tókum við okkur saman og „tweet-uðum“ í lok námskeiðsins og settum af stað þessa byltingu.“ 

María Lilja segist vona að framtakið vekji upp umræðu um hversdagslegt kynjamisrétti en það sé umræða sem þurfi að vera uppi á yfirborðinu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og þegar þetta er skrifað hafa fjölmargir lýsa hversdagslegu kynjamisrétti sem þeir hafa orðið fyrir. Meðal þeirra sem hafa tekið þátt eru Salka Sól Eyfeld, Bragi Valdimar Skúlason og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. 

Sjá hér: #6dagsleikinn Tweets

María Hjálmtýsdóttir
María Hjálmtýsdóttir

María Hjálmtýsdóttir, kynjafræðikennari í MK, stóð fyrir málþinginu. „Tilgangurinn var að leyfa krökkum í kynjafræði að hittast og ræða saman,“ segir María í samtali við Stundina. Hún segir að um 250 manns hafi sótt málþingið en haldnar voru alls 16 málstofur. „Þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu. Við höfðum samband við Menntamálaráðuneytið um styrk, en fengum engin svör. Allir fyrirlesararnir eru því í sjálfboðavinnu.“

Hún segir gjörninginn á málstofu Maríu Lilju hafa undirstrikað tilgang málþingsins. „Þetta var akkúrat það sem við vildum sjá, að umræðan myndi ná út fyrir þennan hitting.“ 

Sjá einnig: Brjóstafárið: Valdefling eða undirgefni við feðraveldið?

12 tíst sem sýna vandamálið í hnotskurn:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár