Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

12 bestu tístin um hversdagslegt kynjamisrétti

Ný Twitter-bylt­ing í upp­sigl­ingu. Nota myllu­merk­ið #6dags­leik­inn til þess að vekja at­hygli á hvers­dags­legu kynjam­is­rétti.

12 bestu tístin um hversdagslegt kynjamisrétti
Salka Sól Eyfeld Vinkonan er skylduð til að vera í hælaskóm í vinnunni. Mynd: Pressphotos

Útlit er fyrir að ný Twitter-bylting sé í uppsiglingu, en markmið hennar er að vekja athygli á kynjamisrétti. Nú notast tístarar við „hashtagið“ #6dagsleikinn og láta fylgja sögu af hversdaglegu kynjamisrétti sem þeir hafa orðið fyrir. Byltingin varð til á málþingi fyrir kynjafræðinema í framhaldsskólum sem haldið var í MK í gær. 

María Lilja Þrastardóttir
María Lilja Þrastardóttir

„Ég var svo heppin að fá að vera málstofu á málþinginu þar sem ég talaði meðal annars um upphaf Druslugöngunnar. Í kjölfarið fórum við að tala um róttækni og töluðum um #freethenipple og hversu mikilvægt það væri að láta verkin tala. Þannig við tókum ákvörðun um að gera eitthvað á þessari málstofu og þetta varð ofan á,“ segir María Lilja í samtali við Stundina. Eftir töluverðar vangaveltur og frjóa umræðu var ákveðið að búa til „hashtag“ og þá var haldin lýðræðisleg kosning um nafnið á myllumerkinu. „Í kjölfarið ræddum við hvað væri hversdagslegt kynjamisrétti, sem getur bæði snúið að konum og körlum. Svo tókum við okkur saman og „tweet-uðum“ í lok námskeiðsins og settum af stað þessa byltingu.“ 

María Lilja segist vona að framtakið vekji upp umræðu um hversdagslegt kynjamisrétti en það sé umræða sem þurfi að vera uppi á yfirborðinu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og þegar þetta er skrifað hafa fjölmargir lýsa hversdagslegu kynjamisrétti sem þeir hafa orðið fyrir. Meðal þeirra sem hafa tekið þátt eru Salka Sól Eyfeld, Bragi Valdimar Skúlason og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. 

Sjá hér: #6dagsleikinn Tweets

María Hjálmtýsdóttir
María Hjálmtýsdóttir

María Hjálmtýsdóttir, kynjafræðikennari í MK, stóð fyrir málþinginu. „Tilgangurinn var að leyfa krökkum í kynjafræði að hittast og ræða saman,“ segir María í samtali við Stundina. Hún segir að um 250 manns hafi sótt málþingið en haldnar voru alls 16 málstofur. „Þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu. Við höfðum samband við Menntamálaráðuneytið um styrk, en fengum engin svör. Allir fyrirlesararnir eru því í sjálfboðavinnu.“

Hún segir gjörninginn á málstofu Maríu Lilju hafa undirstrikað tilgang málþingsins. „Þetta var akkúrat það sem við vildum sjá, að umræðan myndi ná út fyrir þennan hitting.“ 

Sjá einnig: Brjóstafárið: Valdefling eða undirgefni við feðraveldið?

12 tíst sem sýna vandamálið í hnotskurn:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár