Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

12 bestu tístin um hversdagslegt kynjamisrétti

Ný Twitter-bylt­ing í upp­sigl­ingu. Nota myllu­merk­ið #6dags­leik­inn til þess að vekja at­hygli á hvers­dags­legu kynjam­is­rétti.

12 bestu tístin um hversdagslegt kynjamisrétti
Salka Sól Eyfeld Vinkonan er skylduð til að vera í hælaskóm í vinnunni. Mynd: Pressphotos

Útlit er fyrir að ný Twitter-bylting sé í uppsiglingu, en markmið hennar er að vekja athygli á kynjamisrétti. Nú notast tístarar við „hashtagið“ #6dagsleikinn og láta fylgja sögu af hversdaglegu kynjamisrétti sem þeir hafa orðið fyrir. Byltingin varð til á málþingi fyrir kynjafræðinema í framhaldsskólum sem haldið var í MK í gær. 

María Lilja Þrastardóttir
María Lilja Þrastardóttir

„Ég var svo heppin að fá að vera málstofu á málþinginu þar sem ég talaði meðal annars um upphaf Druslugöngunnar. Í kjölfarið fórum við að tala um róttækni og töluðum um #freethenipple og hversu mikilvægt það væri að láta verkin tala. Þannig við tókum ákvörðun um að gera eitthvað á þessari málstofu og þetta varð ofan á,“ segir María Lilja í samtali við Stundina. Eftir töluverðar vangaveltur og frjóa umræðu var ákveðið að búa til „hashtag“ og þá var haldin lýðræðisleg kosning um nafnið á myllumerkinu. „Í kjölfarið ræddum við hvað væri hversdagslegt kynjamisrétti, sem getur bæði snúið að konum og körlum. Svo tókum við okkur saman og „tweet-uðum“ í lok námskeiðsins og settum af stað þessa byltingu.“ 

María Lilja segist vona að framtakið vekji upp umræðu um hversdagslegt kynjamisrétti en það sé umræða sem þurfi að vera uppi á yfirborðinu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og þegar þetta er skrifað hafa fjölmargir lýsa hversdagslegu kynjamisrétti sem þeir hafa orðið fyrir. Meðal þeirra sem hafa tekið þátt eru Salka Sól Eyfeld, Bragi Valdimar Skúlason og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. 

Sjá hér: #6dagsleikinn Tweets

María Hjálmtýsdóttir
María Hjálmtýsdóttir

María Hjálmtýsdóttir, kynjafræðikennari í MK, stóð fyrir málþinginu. „Tilgangurinn var að leyfa krökkum í kynjafræði að hittast og ræða saman,“ segir María í samtali við Stundina. Hún segir að um 250 manns hafi sótt málþingið en haldnar voru alls 16 málstofur. „Þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu. Við höfðum samband við Menntamálaráðuneytið um styrk, en fengum engin svör. Allir fyrirlesararnir eru því í sjálfboðavinnu.“

Hún segir gjörninginn á málstofu Maríu Lilju hafa undirstrikað tilgang málþingsins. „Þetta var akkúrat það sem við vildum sjá, að umræðan myndi ná út fyrir þennan hitting.“ 

Sjá einnig: Brjóstafárið: Valdefling eða undirgefni við feðraveldið?

12 tíst sem sýna vandamálið í hnotskurn:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár