Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra: „Það tókst, loksins“

Ný rík­is­stjórn hægri flokk­anna Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Við­reisn­ar með miðju­flokkn­um Bjartri fram­tíð hef­ur ver­ið kynnt.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra: „Það tókst, loksins“

„Við töluðum um kerfisbreytingar en engar kollsteypur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti hann til leiks á blaðamannafundi rétt í þessu. Á fundinum er ný ríkisstjórn kynnt, sem samanstendur af Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Bjartri framtíð.

„Ég er líka mjög ánægður með það hvað flokkarnir eru samstíga í að vera ánægðir og eigna sér þessa stefnuyfirlýsingu,“ sagði Benedikt.

Hér má lesa stefnuyfirlýsinguna í heild sinni.

Á fundinum sagði Benedikt mikilvægt að „við temjum okkur gagnsæi“ og „opnari stjórnsýslu“.

„Það tókst. Loksins,“ sagði Bjarni Benediktsson, sem verður forsætisráðherra. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, lýstu einnig ánægju sinni með að hafa náð að mynda ríkisstjórn. „Ekki bara vegna þess að við þurfum auðvitað starfhæfa ríkisstjórn í landinu heldur líka vegna þess að hér er, eins og við sjáum í stefnuyfirlýsingunni, búið að vinna mjög vel í haginn fyrir farsæla frjálslynda og framsýna ríkisstjórn,“ sagði Óttarr. 

Meirihluti nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi er aðeins einn þingmaður. „Við þurfum að reyna að vinna mál í meiri sátt,“ sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sem taldi veikan meirihluta „ákveðinn styrkleika“.

Naumur meirihluti

„Fyrir liggur að ríkisstjórnin mun styðjast við nauman meirihluta á Alþingi,“ sagði Bjarni. „Í því í sjálfu sér felst viss áskorun en það er líka ákall um það að menn horfi oftar þvert yfir flokkslínur og leiti samstöðu þar sem það er hægt á Alþingi og það munum við gera. Mig langar sömuleiðis að segja, það má ekki gera lítið úr því hversu mikil áskorun það getur verið fyrir stjórnvöld þess tíma að taka við sterkri stöðu í efnahagsmálum. Það er ekki sjálfgefið að því sé hægt að viðhalda. En okkar áherslur í efnahgsmálum almennt munu miða að því að viðhalda þeim árangri og hugsa til langrar framtíðar eins og stöðugleikasjóðurinn sem fjallað er um í stjórnarsáttmálanum er til vitnis um.“

Benedikt sagði að til stæði að hlusta á ákall þjóðarinnar í heilbrigðismálum, í öldrunarmálum og velferðarmálum og að Ísland ætti að vera samkeppnishæft við nágrannalöndin hvað varðar laun og vaxtastefnu. Þá sagði hann að áhersla hefði verið lögð á á jafnréttismál og eitt fyrsta verk þessarar ríkisstjórnar yrði að koma á jafnlaunavottorði. Fyrir aldraða yrði sveigjanleg starfslok að meginreglu og dregið úr skerðingum vegna vinnu þeirra.  

Í stefnuyfirlýsingunni er hvorki talað um aðildarviðræður að ESB né uppboðsleið í sjávarútvegi, sem var eitt helsta stefnumál Viðreisnar fyrir kosningarnar. Benedikt svaraði fyrir það á fundinum. Við sögðum alltaf þegar við vorum að kynna okkar stefnu fyrirfram, við leggjum mikla áherslu á markaðstengingu, að við værum ekki með einhverja eina ákveðna leið heldur legðum við meiri áherslu á það að ná leið sem næði þessum markmiðum en væri sem víðtækust sátt um, bæði milli stjórnmálaflokkanna og við greinina sjálfa. 

Þá sagði Óttarr að honum væri hugleikið að hér yrði snúið ofan af mengandi stóriðjustefnu og að tekið á móti fleiri flóttamönnum. 

Vilja ástunda önnur vinnubrögð

Að lokum sagði Benedikt mikilvægt að ríkisstjórnin ástundaði ný vinnubrögð. Að við temjum okkur gagnsæi, opnari stjórnsýslu. Við opnum bókhald ríkisins meira heldur en verið hefur og líka að við temjum okkur samstarf við minnihlutann. Að þar sem mögulegt er þá reynum við strax á fyrstu stigum mála að hafa samstarf við minnihlutann þannig að hann geti komið athugasemdum að.

Þá sagði Ótarr Bjarta framtíð hafa talað fyrir breyttu verklagi, opnari vinnubrögðum, auknu gagnsæi, meira samráði og samvinnu. Við höfum sameinast um það í þessari stefnuyfirlýsingu að leggja mikla áherslu á þetta.

Skipting ráðuneyta

Sjálfstæðisflokkurinn fær sex ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Áður hefur fram komið að Sjálfstæðisflokkurinn mun tilnefna mann í embætti forseta Alþingis og fimm formenn af átta í nefndum Alþingis. 

Skipting ráðuneyta er eftirfarandi en ekki hefur verið ákveðið hverjir gegni ráðherrastöðum, fyrir utan að Bjarni verður forsætisráðherra. 

Sjálfstæðisflokkur:

Forsætisráðuneytið

Utanríkisráðuneytið

Innanríkisráðuneytið: Samskipta-, fjarskipta- og sveitarstjórnarmál.

Iðnaðarmál, ferðamál og nýsköpun

Menntamálaráðuneytið

Dómsmálaráðuneytið 

 

Viðreisn:

Fjármálaráðuneytið

Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið

Félagsmálaráðuneytið

 

Björt framtíð:

Heilbrigðismál

Umhverfismál

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár