Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra: „Það tókst, loksins“

Ný rík­is­stjórn hægri flokk­anna Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Við­reisn­ar með miðju­flokkn­um Bjartri fram­tíð hef­ur ver­ið kynnt.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra: „Það tókst, loksins“

„Við töluðum um kerfisbreytingar en engar kollsteypur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti hann til leiks á blaðamannafundi rétt í þessu. Á fundinum er ný ríkisstjórn kynnt, sem samanstendur af Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Bjartri framtíð.

„Ég er líka mjög ánægður með það hvað flokkarnir eru samstíga í að vera ánægðir og eigna sér þessa stefnuyfirlýsingu,“ sagði Benedikt.

Hér má lesa stefnuyfirlýsinguna í heild sinni.

Á fundinum sagði Benedikt mikilvægt að „við temjum okkur gagnsæi“ og „opnari stjórnsýslu“.

„Það tókst. Loksins,“ sagði Bjarni Benediktsson, sem verður forsætisráðherra. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, lýstu einnig ánægju sinni með að hafa náð að mynda ríkisstjórn. „Ekki bara vegna þess að við þurfum auðvitað starfhæfa ríkisstjórn í landinu heldur líka vegna þess að hér er, eins og við sjáum í stefnuyfirlýsingunni, búið að vinna mjög vel í haginn fyrir farsæla frjálslynda og framsýna ríkisstjórn,“ sagði Óttarr. 

Meirihluti nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi er aðeins einn þingmaður. „Við þurfum að reyna að vinna mál í meiri sátt,“ sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sem taldi veikan meirihluta „ákveðinn styrkleika“.

Naumur meirihluti

„Fyrir liggur að ríkisstjórnin mun styðjast við nauman meirihluta á Alþingi,“ sagði Bjarni. „Í því í sjálfu sér felst viss áskorun en það er líka ákall um það að menn horfi oftar þvert yfir flokkslínur og leiti samstöðu þar sem það er hægt á Alþingi og það munum við gera. Mig langar sömuleiðis að segja, það má ekki gera lítið úr því hversu mikil áskorun það getur verið fyrir stjórnvöld þess tíma að taka við sterkri stöðu í efnahagsmálum. Það er ekki sjálfgefið að því sé hægt að viðhalda. En okkar áherslur í efnahgsmálum almennt munu miða að því að viðhalda þeim árangri og hugsa til langrar framtíðar eins og stöðugleikasjóðurinn sem fjallað er um í stjórnarsáttmálanum er til vitnis um.“

Benedikt sagði að til stæði að hlusta á ákall þjóðarinnar í heilbrigðismálum, í öldrunarmálum og velferðarmálum og að Ísland ætti að vera samkeppnishæft við nágrannalöndin hvað varðar laun og vaxtastefnu. Þá sagði hann að áhersla hefði verið lögð á á jafnréttismál og eitt fyrsta verk þessarar ríkisstjórnar yrði að koma á jafnlaunavottorði. Fyrir aldraða yrði sveigjanleg starfslok að meginreglu og dregið úr skerðingum vegna vinnu þeirra.  

Í stefnuyfirlýsingunni er hvorki talað um aðildarviðræður að ESB né uppboðsleið í sjávarútvegi, sem var eitt helsta stefnumál Viðreisnar fyrir kosningarnar. Benedikt svaraði fyrir það á fundinum. Við sögðum alltaf þegar við vorum að kynna okkar stefnu fyrirfram, við leggjum mikla áherslu á markaðstengingu, að við værum ekki með einhverja eina ákveðna leið heldur legðum við meiri áherslu á það að ná leið sem næði þessum markmiðum en væri sem víðtækust sátt um, bæði milli stjórnmálaflokkanna og við greinina sjálfa. 

Þá sagði Óttarr að honum væri hugleikið að hér yrði snúið ofan af mengandi stóriðjustefnu og að tekið á móti fleiri flóttamönnum. 

Vilja ástunda önnur vinnubrögð

Að lokum sagði Benedikt mikilvægt að ríkisstjórnin ástundaði ný vinnubrögð. Að við temjum okkur gagnsæi, opnari stjórnsýslu. Við opnum bókhald ríkisins meira heldur en verið hefur og líka að við temjum okkur samstarf við minnihlutann. Að þar sem mögulegt er þá reynum við strax á fyrstu stigum mála að hafa samstarf við minnihlutann þannig að hann geti komið athugasemdum að.

Þá sagði Ótarr Bjarta framtíð hafa talað fyrir breyttu verklagi, opnari vinnubrögðum, auknu gagnsæi, meira samráði og samvinnu. Við höfum sameinast um það í þessari stefnuyfirlýsingu að leggja mikla áherslu á þetta.

Skipting ráðuneyta

Sjálfstæðisflokkurinn fær sex ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Áður hefur fram komið að Sjálfstæðisflokkurinn mun tilnefna mann í embætti forseta Alþingis og fimm formenn af átta í nefndum Alþingis. 

Skipting ráðuneyta er eftirfarandi en ekki hefur verið ákveðið hverjir gegni ráðherrastöðum, fyrir utan að Bjarni verður forsætisráðherra. 

Sjálfstæðisflokkur:

Forsætisráðuneytið

Utanríkisráðuneytið

Innanríkisráðuneytið: Samskipta-, fjarskipta- og sveitarstjórnarmál.

Iðnaðarmál, ferðamál og nýsköpun

Menntamálaráðuneytið

Dómsmálaráðuneytið 

 

Viðreisn:

Fjármálaráðuneytið

Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið

Félagsmálaráðuneytið

 

Björt framtíð:

Heilbrigðismál

Umhverfismál

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár