Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sjálfstæðisflokkurinn verður í ríkisstjórn nema Píratar svíki loforð sitt

Katrín Jak­obs­dótt­ir þarf að velja Fram­sókn­ar­flokk­inn eða Sjálf­stæð­is­flokk­inn til að halda áfram stjórn­ar­mynd­un, en báð­ir kost­ir eru úti­lok­að­ir mið­að við af­stöðu flokk­anna hver gagn­vart öðr­um. Við­reisn og VG náðu ekki sam­an um skatta­mál.

Sjálfstæðisflokkurinn verður í ríkisstjórn nema Píratar svíki loforð sitt

Eftir að stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokkanna var slitið rétt í þessu er ljóst að einhver flokkanna þarf að breyta um afstöðu til annarra flokka til þess að ný ríkisstjórn geti orðið að veruleika.

Engin ríkisstjórn verður mynduð án Sjálfstæðisflokksins nema Píratar endurskoði ákvörðun sem þeir kynntu fyrir kosningar um að starfa ekki með Framsóknarflokknum.

Vinstri grænir hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum, Píratar hafa útilokað Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk og Viðreisn útilokað Sjálfstæðisflokk með Framsóknarflokki.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki skilað stjórnarmyndunarumboðinu, en hún þarf nú að velja á milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, ef hún ætlar að mynda ríkisstjórn. 

Viðræður Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar slitnuðu eftir að Viðreisn og VG náðu ekki saman um skattamál. Vinstri grænir vilja hækka skatta, en Viðreisn vill lækka skatta og/eða einfalda skattkerfið. Samkvæmt heimildum Stundarinnar gengu stór mál vel í viðræðunum, en Viðreisn gaf ekki eftir í skattamálum og vildi hvorki hækka skatta né koma á nýjum sköttum. Vinstri grænir vildu hins vegar hátekjuskatt og stóreignaskatt.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hafði gefið til kynna daginn eftir kosningar að hann vildi ekki „Píratabandalag“ eða fimm flokka stjórn með Pírötum, VG, Bjartri framtíð og Samfylkingunni.

Framsókn inn fyrir Viðreisn?Píratar hafa útilokað stjórnarsamstarf með Framsóknarflokknum.

Ef Katrín hyggst halda áfram stjórnarmyndun þarf hún annað hvort að taka Framsóknarflokkinn inn í staðinn fyrir Viðreisn, eða semja við Sjálfstæðisflokkinn og þriðja flokk. Vinstri grænir hafa hins vegar útilokað samstarf með Sjálstæðisflokknum og Píratar hafa útilokað samstarf með Framsóknarflokkinn, þannig að báðir möguleikar eru lokaðir án endurskoðunar afstöðu flokkanna til hvers annars.

Sjálfstæðismenn hafa lýst yfir áhuga á að vinna með Vinstri grænum en óljóst er hver þriðji flokkurinn væri, þar sem Viðreisn og VG náðu ekki saman, Píratar og Sjálfstæðisflokkur vilja ekki vinna saman, og þar sem ólíklegt er að Vinstri grænir komi inn til að viðhalda Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Hins vegar gætu Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir myndað ríkisstjórn með Bjartri framtíð með 35 þingmenn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár