Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sjálfstæðisflokkurinn verður í ríkisstjórn nema Píratar svíki loforð sitt

Katrín Jak­obs­dótt­ir þarf að velja Fram­sókn­ar­flokk­inn eða Sjálf­stæð­is­flokk­inn til að halda áfram stjórn­ar­mynd­un, en báð­ir kost­ir eru úti­lok­að­ir mið­að við af­stöðu flokk­anna hver gagn­vart öðr­um. Við­reisn og VG náðu ekki sam­an um skatta­mál.

Sjálfstæðisflokkurinn verður í ríkisstjórn nema Píratar svíki loforð sitt

Eftir að stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokkanna var slitið rétt í þessu er ljóst að einhver flokkanna þarf að breyta um afstöðu til annarra flokka til þess að ný ríkisstjórn geti orðið að veruleika.

Engin ríkisstjórn verður mynduð án Sjálfstæðisflokksins nema Píratar endurskoði ákvörðun sem þeir kynntu fyrir kosningar um að starfa ekki með Framsóknarflokknum.

Vinstri grænir hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum, Píratar hafa útilokað Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk og Viðreisn útilokað Sjálfstæðisflokk með Framsóknarflokki.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki skilað stjórnarmyndunarumboðinu, en hún þarf nú að velja á milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, ef hún ætlar að mynda ríkisstjórn. 

Viðræður Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar slitnuðu eftir að Viðreisn og VG náðu ekki saman um skattamál. Vinstri grænir vilja hækka skatta, en Viðreisn vill lækka skatta og/eða einfalda skattkerfið. Samkvæmt heimildum Stundarinnar gengu stór mál vel í viðræðunum, en Viðreisn gaf ekki eftir í skattamálum og vildi hvorki hækka skatta né koma á nýjum sköttum. Vinstri grænir vildu hins vegar hátekjuskatt og stóreignaskatt.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hafði gefið til kynna daginn eftir kosningar að hann vildi ekki „Píratabandalag“ eða fimm flokka stjórn með Pírötum, VG, Bjartri framtíð og Samfylkingunni.

Framsókn inn fyrir Viðreisn?Píratar hafa útilokað stjórnarsamstarf með Framsóknarflokknum.

Ef Katrín hyggst halda áfram stjórnarmyndun þarf hún annað hvort að taka Framsóknarflokkinn inn í staðinn fyrir Viðreisn, eða semja við Sjálfstæðisflokkinn og þriðja flokk. Vinstri grænir hafa hins vegar útilokað samstarf með Sjálstæðisflokknum og Píratar hafa útilokað samstarf með Framsóknarflokkinn, þannig að báðir möguleikar eru lokaðir án endurskoðunar afstöðu flokkanna til hvers annars.

Sjálfstæðismenn hafa lýst yfir áhuga á að vinna með Vinstri grænum en óljóst er hver þriðji flokkurinn væri, þar sem Viðreisn og VG náðu ekki saman, Píratar og Sjálfstæðisflokkur vilja ekki vinna saman, og þar sem ólíklegt er að Vinstri grænir komi inn til að viðhalda Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Hins vegar gætu Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir myndað ríkisstjórn með Bjartri framtíð með 35 þingmenn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár