Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Jónína Ben ósátt við umræðu um kukl: „Læknar eru að ráðast gegn heilu starfsstéttunum“

Sel­ur det­ox með­ferð­ir og skil­grein­ir heilsu sem til­finn­ingu og upp­lif­un

Jónína Ben ósátt við umræðu um kukl: „Læknar eru að ráðast gegn heilu starfsstéttunum“

Jónína Ben gagnrýnir lækna harðlega í myndbandi sem hún birti á Facebook-síðu sinni í gær. Hún segir að læknar séu að ráðast gegn starfsstéttum, en þar á hún við svokallaða heilara. Jónína hefur í seinni tíð verið einnar þekktust fyrir detox-meðferð sem hún stendur fyrir í Póllandi.

Meðal þeirra sem hafa sagt ristilskolunarmeðferðir bæði óhjálplegar og skaðlegar eru Svanur Sigurbjörnsson læknir. Jónína hefur hins vegar haldið fram hollustu ristilskolana gegn ýmsum veikindum.

Læknar þekkja ekki

„Ég ákvað að tala nokkur orð í stað þess að skrifa þar sem mér er algjörlega misboðið,“ segir Jónína. „Umræðan um óhefðbundnar lækningar eru komnar út um víðan völl. Af hverju segi ég þetta? Einfaldlega vegna að læknar fordæma hluti sem þeir þekkja ekki. Ef að læknar eru að ráðast gegn heilu starfsstéttunum, eins og undanfarna daga, þá verð ég að segja nokkur orð fyrir hönd okkar sem höfum líka eytt fjármagni og tíma í það að mennta okkur úr virtum háskólum jafnvel. Þegar við tölum um óhefðbundnar lækningar þá þarf stundum að skilgreina okkur sem græðara. Þegar ég hugsa orðið græðari þá sé ég fyrir mér miðil eða Siggu Kling, fólk sem kemur inn í líf okkar og lofar okkur á óvísindalegan hátt einhverju betra,“ segir Jónína í myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan.  

Spyr hvort silíkon í brjóst sé hefðbundin lækning

Jónína heldur áfram og spyr hvort lýtalækningar flokkist sem hefðbundin lækning. „En hvað eru óhefðbundnar lækningar? Eru þær ekki oft á tíðum þær hefðbundnu? Þeim alda, alda gömlu frá tímum Hippókrates. Þurfum við alltaf að einblína nútímalækningar  sem einu lausnina? Mér finnst það ekki. Eru til dæmis lýtalækningar alltaf hefðbundnar, að sprauta silíkoni í varir og setja silíkon í brjóst, er það mjög hefðbundin læknisfræði? Ég bara spyr? Er hreyfing til dæmis óhefðbundin lækning? Ég veit að svo er ekki,“ segir Jónína.

„Er hreyfing til dæmis óhefðbundin lækning?“

Detox gefur góða tilfinningu

Jónína segist hafa orðið fyrir miklum fordómum vegna detox-meðferðarinnar sem hún hefur staðið fyrir um árabil. „Ég er lærður íþróttafræðingur með kennararéttindi og býð fólki ekki upp á kukl, þó vissulega hafi ég þurft að finna fyrir fordómum og mjög neikvæðri umræðu oft á tíðum um detoxið. Sem betur fer þá er það á undanhaldi vegna þess að fleiri og fleiri vita að meðferðin ein og sér gefur ofboðslega góða tilfinningu og heilsa er tilfinning, hún er upplifun,“ segir Jónína. 

Árið 2010 birti embætti Landlæknis greinargerð um hina svokölluðu detox-meðferð. „Megingagnrýni á hina svokölluðu detox-meðferð varðar ristilhreinsanir. Enginn fótur er fyrir gagnsemi þeirrar meðferðar. Líkaminn sér að jafnaði sjálfur um að hreinsa út eiturefni,“ segir meðal annars í þeirri greinargerð.

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár