Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Jónína Ben ósátt við umræðu um kukl: „Læknar eru að ráðast gegn heilu starfsstéttunum“

Sel­ur det­ox með­ferð­ir og skil­grein­ir heilsu sem til­finn­ingu og upp­lif­un

Jónína Ben ósátt við umræðu um kukl: „Læknar eru að ráðast gegn heilu starfsstéttunum“

Jónína Ben gagnrýnir lækna harðlega í myndbandi sem hún birti á Facebook-síðu sinni í gær. Hún segir að læknar séu að ráðast gegn starfsstéttum, en þar á hún við svokallaða heilara. Jónína hefur í seinni tíð verið einnar þekktust fyrir detox-meðferð sem hún stendur fyrir í Póllandi.

Meðal þeirra sem hafa sagt ristilskolunarmeðferðir bæði óhjálplegar og skaðlegar eru Svanur Sigurbjörnsson læknir. Jónína hefur hins vegar haldið fram hollustu ristilskolana gegn ýmsum veikindum.

Læknar þekkja ekki

„Ég ákvað að tala nokkur orð í stað þess að skrifa þar sem mér er algjörlega misboðið,“ segir Jónína. „Umræðan um óhefðbundnar lækningar eru komnar út um víðan völl. Af hverju segi ég þetta? Einfaldlega vegna að læknar fordæma hluti sem þeir þekkja ekki. Ef að læknar eru að ráðast gegn heilu starfsstéttunum, eins og undanfarna daga, þá verð ég að segja nokkur orð fyrir hönd okkar sem höfum líka eytt fjármagni og tíma í það að mennta okkur úr virtum háskólum jafnvel. Þegar við tölum um óhefðbundnar lækningar þá þarf stundum að skilgreina okkur sem græðara. Þegar ég hugsa orðið græðari þá sé ég fyrir mér miðil eða Siggu Kling, fólk sem kemur inn í líf okkar og lofar okkur á óvísindalegan hátt einhverju betra,“ segir Jónína í myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan.  

Spyr hvort silíkon í brjóst sé hefðbundin lækning

Jónína heldur áfram og spyr hvort lýtalækningar flokkist sem hefðbundin lækning. „En hvað eru óhefðbundnar lækningar? Eru þær ekki oft á tíðum þær hefðbundnu? Þeim alda, alda gömlu frá tímum Hippókrates. Þurfum við alltaf að einblína nútímalækningar  sem einu lausnina? Mér finnst það ekki. Eru til dæmis lýtalækningar alltaf hefðbundnar, að sprauta silíkoni í varir og setja silíkon í brjóst, er það mjög hefðbundin læknisfræði? Ég bara spyr? Er hreyfing til dæmis óhefðbundin lækning? Ég veit að svo er ekki,“ segir Jónína.

„Er hreyfing til dæmis óhefðbundin lækning?“

Detox gefur góða tilfinningu

Jónína segist hafa orðið fyrir miklum fordómum vegna detox-meðferðarinnar sem hún hefur staðið fyrir um árabil. „Ég er lærður íþróttafræðingur með kennararéttindi og býð fólki ekki upp á kukl, þó vissulega hafi ég þurft að finna fyrir fordómum og mjög neikvæðri umræðu oft á tíðum um detoxið. Sem betur fer þá er það á undanhaldi vegna þess að fleiri og fleiri vita að meðferðin ein og sér gefur ofboðslega góða tilfinningu og heilsa er tilfinning, hún er upplifun,“ segir Jónína. 

Árið 2010 birti embætti Landlæknis greinargerð um hina svokölluðu detox-meðferð. „Megingagnrýni á hina svokölluðu detox-meðferð varðar ristilhreinsanir. Enginn fótur er fyrir gagnsemi þeirrar meðferðar. Líkaminn sér að jafnaði sjálfur um að hreinsa út eiturefni,“ segir meðal annars í þeirri greinargerð.

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár