Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Mótmælahópur býður börn Bjarna velkomin á „meðmæli“ við heimili hans

Hóp­ur­inn Bein­ar að­gerð­ir bregst við gagn­rýni á mót­mælaröð við heim­ili ráð­herra.

Mótmælahópur býður börn Bjarna velkomin á „meðmæli“ við heimili hans

Eftir mikla gagnrýni á fyrirhuguð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og fleiri ráðherra hefur mótmælahópurinn Beinar aðgerðir ákveðið að breyta forskrift atburðarins í „meðmæli“ með því að hann og ríkisstjórn hans segi af sér. Þá býður hópurinn börn Bjarna velkomin á meðmælin í yfirlýsingu. 

„Ólíkt Bjarna Benediktssyni og ríkisstjórn Sigurðar Inga erum við þó fær um að hlusta á raddir almennings varðandi velferð barna og taka þær til greina. Vegna þessa verður atburðurinn endurnefndur „Meðmæli við heimili Bjarna Benediktsonar.“ og einblínt verður á það að gera hann einstaklega fjölskylduvænan þar sem börn Bjarna, eins og önnur börn, verða boðin sérstaklega velkomin, þeim gefið tækifæri á því að taka þátt og leyfa röddum sínum að heyrast,“ segir í yfirlýsingunni.

Atburðurinn við heimili Bjarna er enn á dagskránni þann 1. maí næstkomandi. Honum hefur verið mótmælt harðlega á Facebook-síðu beinna aðgerða. Í könnun sem gerð var á vegg síðunnar kemur fram að 220 telja að mótmæli sem þessi ættu að vera ólögleg, 66 sögðu að þau ættu ekki að vera ólögleg og 22 sagði þau siðlaus en ekki ólögleg. Þá sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að mótmælin myndu aðeins „einungis styrkja stöðu valdhafa, ofan á að vera siðferðislega röng“ að mótmæla við heimili Bjarna.

Forsvarsmenn Beinna aðgerða hafa svarað gagnrýni á Facebook-síðu sinni með því að birta myndir af börnum í hippaklæðum og með yfirlýsingu þar sem segir meðal annars: „Hörð viðbrögð við eins saklausum mótmælaatburði koma okkur verulega á óvart. Ekki hefur borið á gagnrýnisröddum gegn mótmælum við heimili forsetans við Bessastaði, og rétt ber að minnast á að miðað var við friðsamlega grillveislustemningu fyrir utan lóðarmörk frá blábyrjun.“

Yfirlýsingu Beinna aðgerða hefur verið misjafnlega tekið. Á síðu þeirra segist einn ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn vegna hópsins. Þá bendir Helga Soffía Einarsdóttir á að munur sé á einkaheimilum ráðherra og forseta Íslands. „Bessastaðir er opinber bústaður forseta Íslands og í eigu ríkisins á meðan heimili ráðherra eru það ekki og þar liggur munurinn. Mér finnst þetta alveg afleit umræða, öll börn eiga að njóta friðhelgi sama hverra manna þau eru.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu