Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Mótmæli: Aukinn vopnaburður lögreglu án umræðu og eftirlits

Boð­að hef­ur ver­ið til mót­mæla fyr­ir fram­an hús­næði lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í dag. Eng­in um­ræða hef­ur ver­ið um mál­ið á Al­þingi. Lög­gæslu­yf­ir­völd gagn­rýnd fyr­ir „leyni­makk“ og mis­vís­andi svör.

Mótmæli: Aukinn vopnaburður lögreglu án umræðu og eftirlits

Boðað hefur verið til mótmæla fyrir framan húsnæði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í klukkan fimm í dag vegna frétta af auknum vopnaburði lögreglunnar. Örvar Geir Geirsson, skipuleggjandi mótmælanna, segir vopnvæðingu lögreglu ekki í takti við íslenskan raunveruleika þar sem glæpatíðni hefur bæði lækkað. Þá hafi árásum á lögregluþjóna sömuleiðis fækkað og því haldi rökin um öryggi lögregluþjóna ekki heldur vatni. „Öll glæpatölfræði segir að hlutirnir hafa batnað hérna á Íslandi frekar en versnað, þannig þessi ákvörðun er ekki í takt við neina þróun.“   

Rúmlega átta hundruð manns skrifað undir áskorun á netinu til löggæsluyfirvalda um að endurskoða ákvörðun sína um að hafa byssur í lögreglubílum en Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að stefnt væri að því að skammbyssum yrði komið fyrir í sérstökum vopnakassa í lögreglubílum um miðjan desember. Einnig er skorað á Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að breyta reglugerðum varðandi skotvopn við löggæslu þannig ekki fari á milli mála að lögreglu sé óheimilt að keyra um með slík tól við venjuleg löggæslustörf.  

Til þessa hefur sérsveitin verið eina lögregluliðið á höfuðborgarsvæðinu með vopn á sér og eru sérsveitarmenn sérþjálfaðir til þess að nota vopn í starfi. Tilgangurinn með breytingunum er sagður vera að minnka viðbragðstíma vopnaðra lögreglumanna, en það getur tekið sérsveit ríkislögreglustjóra nokkurn tíma að mæta á vettvang. Lögregluþjónar munu ekki koma til með að hafa aðgang að skammbyssunum nema þar til bær yfirmaður láti þeim í té aðgangskóða að vopnakassanum eftir að hann hefur verið upplýstur um málavexti. Yfirmaður mun þá meta nauðsyn þess í hverju tilviki fyrir sig.  

Engin umræða á Alþingi

Fjölmargir hafa furðað sig á því að engin umræða fór fram á Alþingi um málið. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði Ólöfu Nordal 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu