Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Mótmæla brottflutningi tveggja manna frá landinu

„Land­ið okk­ar er í rúst,“ seg­ir ann­ar tveggja manna sem verða flutt­ir úr landi á morg­un. Sam­tök­in No Bor­ders Ice­land boða til mót­mæla við inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið í dag.

Mótmæla brottflutningi tveggja manna frá landinu
Wajden og Ahmad Stundin ræddi við Sýrlendinganna Wajden S. Rmmo og Ahmad Aldzasem Ibrahim í síðustu viku. Þeim verður vísað úr landi á morgun.

Boðað hefur verið til mótmæla við innanríkisráðuneytið klukkan tólf í dag vegna yfirvofandi brottvísunar tveggja Sýrlendinga á morgun og albanskrar fjölskyldu þann 16. mars næstkomandi. Það eru samtökin No Borders Iceland sem boða til mótmælanna en samkvæmt þeim eiga mun fleiri flóttamenn yfir höfði sér brottvísanir á næstu vikum, eða að minnsta kosti 15 manns. „No Borders krefjast þess að brottvísunum verði hætt og að flóttamönnum verði gert mögulegt að setjast að hér á landi,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. 

Stundin sagði sögu Sýrlendinganna Wajden S. Rmmo og Ahmad Aldzasem Ibrahim í síðustu viku en þeir verða sendir aftur til Búlgaríu á morgun. Báðir segjast þeir hafa orðið fyrir lögregluofbeldi í Búlgaríu en búlgörsk yfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir harðræði gagnvart hælisleitendum, meðal annars af mannréttindasamtökunum Amnesti International. „Ég veit að fólk hefur fengið hæli hér á landi, eða dvalarleyfi, sem kemur ekki frá stríðshrjáðum löndum. Landið okkar er í rúst. Hvers vegna vill enginn hjálpa okkur?“ sagði Wajden meðal annars í samtali við Stundina, en hann hefur nú verið á flótta í þrjú ár. 

„Aðstæður í Búlgaríu eru verri en á Ítalíu, Grikklandi og Ungverjalandi, sem Ólöf Nordal sagði sjálf að væru ómannúðlegar aðstæður. Samt skal senda þá aftur til Búlgaríu og ekkert lát virðist á brottvísunum til landa þar sem aðstæður eru jafn slæmar,“ segir meðal annars í tilkynningu um mótmælin.

Niðurlægðir og beittir kynþáttaofbeldi

Meðal þeirra sem hefur vakið athygli á máli Ahmad og Wajden er Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður en hann deildi mynd Stundarinnar af tvímenningunum fyrir helgi og sagðist líða illa. „Það sem ég sá í dag heitir KYNÞÁTTAOFBELDI og á ekki að líðast nokkurntíma, neinstaðar. Ég er jafn dökkur og þetta fólk, en ég er líka svo heppinn að hafa fyrir tiviljun lent á Íslandi af öllum stöðum í heiminum,“ skrifaði Unnsteinn en hann heimsótti Ahmad og Wajden í síðustu viku. „Í dag hef ég fylgst með kerfinu níðast á æru og beinlínis stofna lífi tveggja manna í hættu. Þeir heita Ahmed og Wajden. Á þriðjudag verða þeir sendir til Búlgaríu, þar sem þeir hafa ítrekað verið niðurlægðir og beittir kynþáttaofbeldi af samfélaginu og ríkinu. 

„Á þriðjudag verða þeir sendir til Búlgaríu, þar sem þeir hafa ítrekað verið niðurlægðir og beittir kynþáttaofbeldi af samfélaginu og ríkinu.“

Wajden bauð okkur heim til sín, þar sem fjöldi manna af óheppilegu bergi brotnir mega húka í símunum með sín thousand yard stare og áfallastreituröskun að bíða eftir hringingu frá Útlendingastofnun á meðan þeir scrolla eftir lífsmarki frá fjölskyldum sínum og vinum. 

Ahmed bauð okkur uppá falafel og kebab á Ali Baba í Spönginni. Hann er ’93 módel. Yngri en Logi bróðir. Logi Pedro er vinur vina sinna. Vinir Ahmed hafa meira og minna verið myrtir af öfgaöflum í Sýrlandi. Báðum langar þeim að byrja uppá nýtt, lifa lífinu með sæmd í nýju landi. Vinna fyrir sér og eignast fjölskyldu,“ skrifaði Unnsteinn meðal annars í síðustu viku.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár