Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Mótmæla brottflutningi tveggja manna frá landinu

„Land­ið okk­ar er í rúst,“ seg­ir ann­ar tveggja manna sem verða flutt­ir úr landi á morg­un. Sam­tök­in No Bor­ders Ice­land boða til mót­mæla við inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið í dag.

Mótmæla brottflutningi tveggja manna frá landinu
Wajden og Ahmad Stundin ræddi við Sýrlendinganna Wajden S. Rmmo og Ahmad Aldzasem Ibrahim í síðustu viku. Þeim verður vísað úr landi á morgun.

Boðað hefur verið til mótmæla við innanríkisráðuneytið klukkan tólf í dag vegna yfirvofandi brottvísunar tveggja Sýrlendinga á morgun og albanskrar fjölskyldu þann 16. mars næstkomandi. Það eru samtökin No Borders Iceland sem boða til mótmælanna en samkvæmt þeim eiga mun fleiri flóttamenn yfir höfði sér brottvísanir á næstu vikum, eða að minnsta kosti 15 manns. „No Borders krefjast þess að brottvísunum verði hætt og að flóttamönnum verði gert mögulegt að setjast að hér á landi,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. 

Stundin sagði sögu Sýrlendinganna Wajden S. Rmmo og Ahmad Aldzasem Ibrahim í síðustu viku en þeir verða sendir aftur til Búlgaríu á morgun. Báðir segjast þeir hafa orðið fyrir lögregluofbeldi í Búlgaríu en búlgörsk yfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir harðræði gagnvart hælisleitendum, meðal annars af mannréttindasamtökunum Amnesti International. „Ég veit að fólk hefur fengið hæli hér á landi, eða dvalarleyfi, sem kemur ekki frá stríðshrjáðum löndum. Landið okkar er í rúst. Hvers vegna vill enginn hjálpa okkur?“ sagði Wajden meðal annars í samtali við Stundina, en hann hefur nú verið á flótta í þrjú ár. 

„Aðstæður í Búlgaríu eru verri en á Ítalíu, Grikklandi og Ungverjalandi, sem Ólöf Nordal sagði sjálf að væru ómannúðlegar aðstæður. Samt skal senda þá aftur til Búlgaríu og ekkert lát virðist á brottvísunum til landa þar sem aðstæður eru jafn slæmar,“ segir meðal annars í tilkynningu um mótmælin.

Niðurlægðir og beittir kynþáttaofbeldi

Meðal þeirra sem hefur vakið athygli á máli Ahmad og Wajden er Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður en hann deildi mynd Stundarinnar af tvímenningunum fyrir helgi og sagðist líða illa. „Það sem ég sá í dag heitir KYNÞÁTTAOFBELDI og á ekki að líðast nokkurntíma, neinstaðar. Ég er jafn dökkur og þetta fólk, en ég er líka svo heppinn að hafa fyrir tiviljun lent á Íslandi af öllum stöðum í heiminum,“ skrifaði Unnsteinn en hann heimsótti Ahmad og Wajden í síðustu viku. „Í dag hef ég fylgst með kerfinu níðast á æru og beinlínis stofna lífi tveggja manna í hættu. Þeir heita Ahmed og Wajden. Á þriðjudag verða þeir sendir til Búlgaríu, þar sem þeir hafa ítrekað verið niðurlægðir og beittir kynþáttaofbeldi af samfélaginu og ríkinu. 

„Á þriðjudag verða þeir sendir til Búlgaríu, þar sem þeir hafa ítrekað verið niðurlægðir og beittir kynþáttaofbeldi af samfélaginu og ríkinu.“

Wajden bauð okkur heim til sín, þar sem fjöldi manna af óheppilegu bergi brotnir mega húka í símunum með sín thousand yard stare og áfallastreituröskun að bíða eftir hringingu frá Útlendingastofnun á meðan þeir scrolla eftir lífsmarki frá fjölskyldum sínum og vinum. 

Ahmed bauð okkur uppá falafel og kebab á Ali Baba í Spönginni. Hann er ’93 módel. Yngri en Logi bróðir. Logi Pedro er vinur vina sinna. Vinir Ahmed hafa meira og minna verið myrtir af öfgaöflum í Sýrlandi. Báðum langar þeim að byrja uppá nýtt, lifa lífinu með sæmd í nýju landi. Vinna fyrir sér og eignast fjölskyldu,“ skrifaði Unnsteinn meðal annars í síðustu viku.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár