Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Misskipting auðs getur haft alvarlegar afleiðingar

Var­að er við af­leið­ing­um þess að þeir rík­ustu verða stöð­ugt rík­ari. Rík­asta pró­sent heims­ins á meiri auð en hin 99 pró­sent­in til sam­ans. Átta rík­ustu menn í heimi eru auð­ugri en fá­tæksti helm­ing­ur mann­kyns.

Misskipting auðs getur haft alvarlegar afleiðingar
Fátækt Misskipting auðs er, samkvæmt Oxfam, eitt stærsta vandamálið sem mannkynið stendur frammi fyrir.

Í nýjustu skýrslu alþjóðasamtakanna Oxfam, sem berjast gegn fátækt í heiminum, er varað við þeirri alvarlegu þróun sem misskipting auðs felur í sér og farið yfir ýmsar ástæður þeirrar miklu aukningar sem átt hefur sér stað og Oxfam og aðrar alþjóðastofnanir hafa bent á undanfarin ár.

Í skýrslunni er bent á að frá árinu 2015 hefur ríkasta 1% mannkyns átt meiri auð en hin 99 prósentin. Misskiptingin er orðin svo mikil að átta ríkustu einstaklingar eiga jafn mikinn auð og fátækasti helmingur mannkyns. Ólíklegt er að sú þróun muni snúast við, á næstu 20 árum munu til dæmis 500 einstaklingar erfa niðja sína af 2,1 billjón dollara. Það er hærri upphæð en landsframleiðsla Indlands, þjóðar sem telur 1,3 milljarða einstaklinga, mun vera á sama tímabili. 

Hröð þróun
Hröð þróun Fé heimsins er sífellt að færast úr höndum þeirra sem minnst hafa yfir til þeirra sem eiga mest

Laun fátækustu 10% mannkyns hafa hækkað um rúmlega 300 krónur á ári á milli 1988 og 2011 á meðan laun ríkasta 1% mannkyns hafa hækkað tæplega 200-falt. Forstjóri eins af 100 stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna þénar jafn mikið á einu ári og 10.000 einstaklingar sem vinna við fataframleiðslu í Bangladesh. Rannsókn hagfræðingsins Thomas Pikketty sýndi svo fram á að síðustu 30 ár hefur launaþróun fátækasta helmings mannkyns staðið í stað á meðan innkoma ríkasta 1% hefur aukist um 300%. Í Víetnam þénar svo ríkasti maður landsins meira á einum degi en fátækasta manneskja landsins þénar á 10 árum.

Almenningur vill róttækar breytingar

Bent er á að verði ekkert gert til þess að draga úr þessum ójöfnuði geti það skapað mjög eldfimt ástand. Það auki líkur á glæpum, óöryggi og dragi úr baráttunni gegn fátækt. Kosningar Breta síðasta sumar um útgöngu úr Evrópusambandinu og kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna eru tekin sem dæmi um það hvernig almenningur í löndum sem almennt eru talin auðug sættir sig ekki lengur við óbreytt ástand og vilja róttækar breytingar.

Brauðmolakenningin, „Trickle-down-economics“, gengur út á að aukið ríkidæmi þeirra allra auðugustu muni auka velsæld allra í samfélaginu. Hún er hrakin í samantekt Oxfam. Síðustu 25 ár hefur ríkasta prósentið þénað meira en fátækasti helmingur mannkyns til samans. Auðurinn sé því að safnast á færri og færri hendur, en hvað veldur þessari þróun?

Stórfyrirtæki vinna aðeins fyrir fólkið á toppnum

Nú er mikið góðæri á mörkuðum og síðustu tvö ár var hagnaður 10 stærstu fyrirtækja í heimi meiri en velta 180 landa samanlagt. Stórfyrirtæki, sem í auknum mæli starfa aðeins til hagsældar fyrir eigendur sína, koma með því í veg fyrir að hagnaður þeirra geti orðið öðrum starfsmönnum og samfélaginu til góða. Starfsfólk er sífellt krafið um framleiðni og framlag, sérfræðingar ráðnir til þess að forðast skattgreiðslur og eigendur fá greiddan hærri arð með hverju árinu. Þar liggur hundurinn grafinn.

Laun framkvæmdastjóra hækka á meðan laun almennra launþega hafa staðið í stað og í sumum tilfellum versnað. Forstjóri helsta upplýsingafyrirtækis Indlands þénaði 416-föld laun hefðbundins starfskrafts í fyrirtækinu sínu. Árið 1980 fékk kakóbóndi 18% af virði súkkaðistykkis en í dag fær hann 6%. Fyrirtæki kappkosta að halda launakostnaði niðri til þess að hámarka gróða, oft með því að notast við þrælahald, en talið er að allt að 21 milljón manna séu neydd til vinnu, eitthvað sem talið er skapa 150 milljarða dollara í tekjur á hverju ári.

Ríkir fara í skattaskjól

Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um það hvernig ríkt fólk notar skattaskjól til þess að komast hjá því að borga sinn skerf til samfélagsins. Það bæði auki muninn á milli ríkra og fátækra, og komi niður á samfélagslegum sjóðum, sem oft eru notaðir til þess að aðstoða verst stöddu þegnana. Heilbrigðiskerfi, menntakerfi og almenn þjónusta við þegna séu því þeir sem þurfi að borga skaðann af skattasniðgöngu auðvaldsins. Um heim allan fara svo skattar á fyrirtæki og tekjur lækkandi, vegna mikilla tengsla viðskiptalífsins við stjórnvöld, sem veldur enn meiri tekjumissi hjá ríkjum, sem kemur svo enn verr niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna.

Í skýrslunni eru stjórnvöld heims hvött til þess að snúa þessari þróun við og fara að starfa fyrir almenning í auknum mæli. Þau þurfi að hlusta meira á þarfir heildarinnar og minna á hinn ofurríka minnihluta og talsmenn hans. Horfa þurfi til framtíðarinnar með það að leiðarljósi að minnka stéttskiptingu og útrýma fátækt. Skýrslan endar svo á orðunum: „Við getum og verðum að koma á mannúðlegra hagkerfi áður en það er um seinan.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár