Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Misskipting auðs getur haft alvarlegar afleiðingar

Var­að er við af­leið­ing­um þess að þeir rík­ustu verða stöð­ugt rík­ari. Rík­asta pró­sent heims­ins á meiri auð en hin 99 pró­sent­in til sam­ans. Átta rík­ustu menn í heimi eru auð­ugri en fá­tæksti helm­ing­ur mann­kyns.

Misskipting auðs getur haft alvarlegar afleiðingar
Fátækt Misskipting auðs er, samkvæmt Oxfam, eitt stærsta vandamálið sem mannkynið stendur frammi fyrir.

Í nýjustu skýrslu alþjóðasamtakanna Oxfam, sem berjast gegn fátækt í heiminum, er varað við þeirri alvarlegu þróun sem misskipting auðs felur í sér og farið yfir ýmsar ástæður þeirrar miklu aukningar sem átt hefur sér stað og Oxfam og aðrar alþjóðastofnanir hafa bent á undanfarin ár.

Í skýrslunni er bent á að frá árinu 2015 hefur ríkasta 1% mannkyns átt meiri auð en hin 99 prósentin. Misskiptingin er orðin svo mikil að átta ríkustu einstaklingar eiga jafn mikinn auð og fátækasti helmingur mannkyns. Ólíklegt er að sú þróun muni snúast við, á næstu 20 árum munu til dæmis 500 einstaklingar erfa niðja sína af 2,1 billjón dollara. Það er hærri upphæð en landsframleiðsla Indlands, þjóðar sem telur 1,3 milljarða einstaklinga, mun vera á sama tímabili. 

Hröð þróun
Hröð þróun Fé heimsins er sífellt að færast úr höndum þeirra sem minnst hafa yfir til þeirra sem eiga mest

Laun fátækustu 10% mannkyns hafa hækkað um rúmlega 300 krónur á ári á milli 1988 og 2011 á meðan laun ríkasta 1% mannkyns hafa hækkað tæplega 200-falt. Forstjóri eins af 100 stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna þénar jafn mikið á einu ári og 10.000 einstaklingar sem vinna við fataframleiðslu í Bangladesh. Rannsókn hagfræðingsins Thomas Pikketty sýndi svo fram á að síðustu 30 ár hefur launaþróun fátækasta helmings mannkyns staðið í stað á meðan innkoma ríkasta 1% hefur aukist um 300%. Í Víetnam þénar svo ríkasti maður landsins meira á einum degi en fátækasta manneskja landsins þénar á 10 árum.

Almenningur vill róttækar breytingar

Bent er á að verði ekkert gert til þess að draga úr þessum ójöfnuði geti það skapað mjög eldfimt ástand. Það auki líkur á glæpum, óöryggi og dragi úr baráttunni gegn fátækt. Kosningar Breta síðasta sumar um útgöngu úr Evrópusambandinu og kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna eru tekin sem dæmi um það hvernig almenningur í löndum sem almennt eru talin auðug sættir sig ekki lengur við óbreytt ástand og vilja róttækar breytingar.

Brauðmolakenningin, „Trickle-down-economics“, gengur út á að aukið ríkidæmi þeirra allra auðugustu muni auka velsæld allra í samfélaginu. Hún er hrakin í samantekt Oxfam. Síðustu 25 ár hefur ríkasta prósentið þénað meira en fátækasti helmingur mannkyns til samans. Auðurinn sé því að safnast á færri og færri hendur, en hvað veldur þessari þróun?

Stórfyrirtæki vinna aðeins fyrir fólkið á toppnum

Nú er mikið góðæri á mörkuðum og síðustu tvö ár var hagnaður 10 stærstu fyrirtækja í heimi meiri en velta 180 landa samanlagt. Stórfyrirtæki, sem í auknum mæli starfa aðeins til hagsældar fyrir eigendur sína, koma með því í veg fyrir að hagnaður þeirra geti orðið öðrum starfsmönnum og samfélaginu til góða. Starfsfólk er sífellt krafið um framleiðni og framlag, sérfræðingar ráðnir til þess að forðast skattgreiðslur og eigendur fá greiddan hærri arð með hverju árinu. Þar liggur hundurinn grafinn.

Laun framkvæmdastjóra hækka á meðan laun almennra launþega hafa staðið í stað og í sumum tilfellum versnað. Forstjóri helsta upplýsingafyrirtækis Indlands þénaði 416-föld laun hefðbundins starfskrafts í fyrirtækinu sínu. Árið 1980 fékk kakóbóndi 18% af virði súkkaðistykkis en í dag fær hann 6%. Fyrirtæki kappkosta að halda launakostnaði niðri til þess að hámarka gróða, oft með því að notast við þrælahald, en talið er að allt að 21 milljón manna séu neydd til vinnu, eitthvað sem talið er skapa 150 milljarða dollara í tekjur á hverju ári.

Ríkir fara í skattaskjól

Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um það hvernig ríkt fólk notar skattaskjól til þess að komast hjá því að borga sinn skerf til samfélagsins. Það bæði auki muninn á milli ríkra og fátækra, og komi niður á samfélagslegum sjóðum, sem oft eru notaðir til þess að aðstoða verst stöddu þegnana. Heilbrigðiskerfi, menntakerfi og almenn þjónusta við þegna séu því þeir sem þurfi að borga skaðann af skattasniðgöngu auðvaldsins. Um heim allan fara svo skattar á fyrirtæki og tekjur lækkandi, vegna mikilla tengsla viðskiptalífsins við stjórnvöld, sem veldur enn meiri tekjumissi hjá ríkjum, sem kemur svo enn verr niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna.

Í skýrslunni eru stjórnvöld heims hvött til þess að snúa þessari þróun við og fara að starfa fyrir almenning í auknum mæli. Þau þurfi að hlusta meira á þarfir heildarinnar og minna á hinn ofurríka minnihluta og talsmenn hans. Horfa þurfi til framtíðarinnar með það að leiðarljósi að minnka stéttskiptingu og útrýma fátækt. Skýrslan endar svo á orðunum: „Við getum og verðum að koma á mannúðlegra hagkerfi áður en það er um seinan.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár