Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Gleymum ekki hinni daglegu kúgun þess sem lifir undir ólöglegu hernámi“

Bryn­dís Silja bjó í Palestínu um skeið og bend­ir á að ákvörð­un Reykja­vík­ur­borg­ar hafi vak­ið heims­at­hygli og velgt ísra­elsk­um stjórn­völd­um und­ir ugg­um.

„Gleymum ekki hinni daglegu kúgun þess sem lifir undir ólöglegu hernámi“

Það að sniðganga ísraelskar vörur er ein af fáum leiðum sem færar eru til að þrýsta á ísraelsk stjórnvöld að láta af hernáminu í Palestínu. Þetta segir Bryndís Silja Pálmadóttir, háskólanemi sem bjó í Palestínu um skeið, í opnu bréfi til borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar. 

„Þrátt fyrir að standi til að draga tillöguna til baka þá hvet ég ykkur til þess að vinna næstu skref vel. Tilraun ykkar til aðgerða hefur vakið athygli heimsins og ísraelsk stjórnvöld fylgjast með,“ stendur í bréfinu sem Bryndís sendi í gær, nokkru áður en aukafundur borgarstjórnar í Ráðhúsinu hófst. Á fundinum samþykkti borgarstjórn einróma að fyrri samþykkt borgarinnar, um að ísraelskar vörur skyldu sniðgengnar meðan á hernámi Palestínu stæði, yrði felld úr gildi. 

Í samtali við Stundina segir Bryndís að hún hafi, auk þess að senda bréfið, sent borgarfulltrúm eitt af myndböndunum sem hún tók upp í Palestínu meðan hún bjó þar. Jafnframt hafi hún bent þeim á yfirlýsingu sem Boycott from Within, samtök ísraelskra ríkisborgara sem berjast fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum, birtu í dag. Þar er skorað á borgarfulltrúa Reykjavíkur að halda sniðgöngunni til streitu. Fram kemur að hóp­ur­inn skilji að borg­arstjórn sé und­ir mikl­um þrýst­ingi um að draga ákvörðun­ina til baka. „Við hvetj­um ykk­ur hins veg­ar til þess að gera það ekki, því það mætti túlka sem stuðning­ við brot Ísra­els­rík­is,“ seg­ir í tilkynningu samtakanna.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þjóðarmorð á Gasa „kerfisbundið“ bælt niður á BBC
FréttirÁrásir á Gaza

Þjóð­armorð á Gasa „kerf­is­bund­ið“ bælt nið­ur á BBC

Centre for Media Monitor­ing seg­ir BBC sýna „tvö­falt sið­gæði“ í um­fjöll­un sinni um Ísra­el og Palestínu. Í nýrri skýrslu mið­stöðv­ar­inn­ar kem­ur fram að dauðs­föll Palestínu­manna telj­ist ekki jafn frétt­næm og dauðs­föll Ísra­els­manna og að ásak­an­ir um þjóð­armorð Ísra­els­rík­is á Gasa séu kerf­is­bund­ið bæld­ar nið­ur.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár