Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Gleymum ekki hinni daglegu kúgun þess sem lifir undir ólöglegu hernámi“

Bryn­dís Silja bjó í Palestínu um skeið og bend­ir á að ákvörð­un Reykja­vík­ur­borg­ar hafi vak­ið heims­at­hygli og velgt ísra­elsk­um stjórn­völd­um und­ir ugg­um.

„Gleymum ekki hinni daglegu kúgun þess sem lifir undir ólöglegu hernámi“

Það að sniðganga ísraelskar vörur er ein af fáum leiðum sem færar eru til að þrýsta á ísraelsk stjórnvöld að láta af hernáminu í Palestínu. Þetta segir Bryndís Silja Pálmadóttir, háskólanemi sem bjó í Palestínu um skeið, í opnu bréfi til borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar. 

„Þrátt fyrir að standi til að draga tillöguna til baka þá hvet ég ykkur til þess að vinna næstu skref vel. Tilraun ykkar til aðgerða hefur vakið athygli heimsins og ísraelsk stjórnvöld fylgjast með,“ stendur í bréfinu sem Bryndís sendi í gær, nokkru áður en aukafundur borgarstjórnar í Ráðhúsinu hófst. Á fundinum samþykkti borgarstjórn einróma að fyrri samþykkt borgarinnar, um að ísraelskar vörur skyldu sniðgengnar meðan á hernámi Palestínu stæði, yrði felld úr gildi. 

Í samtali við Stundina segir Bryndís að hún hafi, auk þess að senda bréfið, sent borgarfulltrúm eitt af myndböndunum sem hún tók upp í Palestínu meðan hún bjó þar. Jafnframt hafi hún bent þeim á yfirlýsingu sem Boycott from Within, samtök ísraelskra ríkisborgara sem berjast fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum, birtu í dag. Þar er skorað á borgarfulltrúa Reykjavíkur að halda sniðgöngunni til streitu. Fram kemur að hóp­ur­inn skilji að borg­arstjórn sé und­ir mikl­um þrýst­ingi um að draga ákvörðun­ina til baka. „Við hvetj­um ykk­ur hins veg­ar til þess að gera það ekki, því það mætti túlka sem stuðning­ við brot Ísra­els­rík­is,“ seg­ir í tilkynningu samtakanna.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár