Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Gleymum ekki hinni daglegu kúgun þess sem lifir undir ólöglegu hernámi“

Bryn­dís Silja bjó í Palestínu um skeið og bend­ir á að ákvörð­un Reykja­vík­ur­borg­ar hafi vak­ið heims­at­hygli og velgt ísra­elsk­um stjórn­völd­um und­ir ugg­um.

„Gleymum ekki hinni daglegu kúgun þess sem lifir undir ólöglegu hernámi“

Það að sniðganga ísraelskar vörur er ein af fáum leiðum sem færar eru til að þrýsta á ísraelsk stjórnvöld að láta af hernáminu í Palestínu. Þetta segir Bryndís Silja Pálmadóttir, háskólanemi sem bjó í Palestínu um skeið, í opnu bréfi til borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar. 

„Þrátt fyrir að standi til að draga tillöguna til baka þá hvet ég ykkur til þess að vinna næstu skref vel. Tilraun ykkar til aðgerða hefur vakið athygli heimsins og ísraelsk stjórnvöld fylgjast með,“ stendur í bréfinu sem Bryndís sendi í gær, nokkru áður en aukafundur borgarstjórnar í Ráðhúsinu hófst. Á fundinum samþykkti borgarstjórn einróma að fyrri samþykkt borgarinnar, um að ísraelskar vörur skyldu sniðgengnar meðan á hernámi Palestínu stæði, yrði felld úr gildi. 

Í samtali við Stundina segir Bryndís að hún hafi, auk þess að senda bréfið, sent borgarfulltrúm eitt af myndböndunum sem hún tók upp í Palestínu meðan hún bjó þar. Jafnframt hafi hún bent þeim á yfirlýsingu sem Boycott from Within, samtök ísraelskra ríkisborgara sem berjast fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum, birtu í dag. Þar er skorað á borgarfulltrúa Reykjavíkur að halda sniðgöngunni til streitu. Fram kemur að hóp­ur­inn skilji að borg­arstjórn sé und­ir mikl­um þrýst­ingi um að draga ákvörðun­ina til baka. „Við hvetj­um ykk­ur hins veg­ar til þess að gera það ekki, því það mætti túlka sem stuðning­ við brot Ísra­els­rík­is,“ seg­ir í tilkynningu samtakanna.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

„Ef við getum opnað fyrir mannúðaraðstoð getum við breytt stefnu sögunnar”
ErlentÁrásir á Gaza

„Ef við get­um opn­að fyr­ir mann­úð­ar­að­stoð get­um við breytt stefnu sög­unn­ar”

Samu­el Rostøl hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og dýra­vernd­un­ar­sinni er í áhöfn Global Sumud Flotilla á leið til Gaza. Hann seg­ir áhafn­ar­með­limi hafa ákveð­ið að bregð­ast við hörm­ung­un­um á Gaza fyrst að rík­is­stjórn­ir geri það ekki. „Það er und­ir okk­ur kom­ið – mér og þér – að stoppa þetta,“ út­skýr­ir hann.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár