Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur nýtur nú jafnlítils trausts og Jóhanna þegar verst var

Traust á for­sæt­is­ráð­herra hef­ur hrun­ið. 63 pró­sent lands­manna vantreysta hon­um, en 17 pró­sent treysta hon­um.

Sigmundur nýtur nú jafnlítils trausts og Jóhanna þegar verst var
Formenn ríkisstjórnarflokkanna Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson leiða ríkisstjórnina. Traust á þeim báðum hefur farið hratt minnkandi. Mynd: AFP

Traust á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni,  forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins, hefur fallið mikið frá því hann tók við embætti. Hann nýtur nú jafnlítils trausts og forveri hans í stóli forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, þegar traust til hennar mældist minnst árin 2012 til 2013. 

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR hafa 63 prósent landsmanna lítið traust á Sigmundi Davíð. Aðeins 17,5% bera frekar eða mjög mikið traust til hans. Í febrúar 2013 sögðust 63 prósent landsmanna vantreysta Jóhönnu Sigurðardóttur, en 18 prósent treystu henni. Um það leyti, í mars 2013, lagði þáverandi stjórnarandstaða fram vantrauststillögu gegn sitjandi ríkisstjórn. Sigmundur Davíð greiddi atkvæði með vantrauststillögunni. 

Þetta er viðsnúningur frá könnun sem gerð var skömmu eftir að ríkisstjórn Sigmundar tók við völdum.

Þegar sundurliðaðar niðurstöður eru skoðaðar kemur í ljós að 48 prósent svarenda sögðust bera „mjög lítið traust“ til Sigmundar Davíðs.

Traust til stjórnmálaleiðtoga
Traust til stjórnmálaleiðtoga Forseti Íslands og formaður VG njóta sérstöðu í trausti.

Minnkandi traust á Bjarna Benediktssyni

Skömmu eftir að Sigmundur Davíð settist í stól forsætisráðherra naut hann trausts tæplega 49 prósenta svarenda í könnun 1. júní 2013. Þá vantreystu aðeins 28 prósent forsætisráðherra.

Á þeim tíma naut Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, trausts 34 prósenta landsmanna, en 43 prósnet vantreystu honum. 

Bjarni nýtur nú trausts 22,8 prósent landsmanna, en tæp 58 prósent bera lítið eða mjög lítið traust til hans.

Traust á Sigmundi Davíð hefur fallið meira en traust á Bjarna Benediktssyni. Minnst mældist traust til Bjarna í febrúar 2013, en þá vantreystu 66 prósent landsmanna honum.

Könnun MMR var framkvæmd 30. mars til 8. apríl síðastliðinn. Spurt var: Hve mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi aðila. Svarmöguleikar voru mjög lítið traust, frekar lítið traust, hvorki mikið né lítið traust, frekar mikið traust, mjög mikið traust og veit ekki/vil ekki svara. Niðurstöður sýna fjölda þeirra sem svöruðu annað hvort mjög/frekar mikið eða lítið traust. Samtals tóku 96,8 prósent afstöðu til spurningarinnar að hluta eða öllu leyti.

Árni Páll nýtur lítils trausts

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er sá stjórnmálamaður í stjórnarandstöðu sem mælist með minnst traust meðal landsmanna. Færri treysta honum en Sigmundi Davíð, eða tæp 15 prósent landsmanna. Þó eru nokkuð færri sem vantreysta honum en Sigmundi. 54 prósent svarenda í könnuninni sögðust bera frekar lítið eða mjög lítið traust til Árna Páls. 

Ólafur Ragnar Grímsson forseti nýtur mests trausts, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. 

Traust á stjórnmálaleiðtogum
Traust á stjórnmálaleiðtogum Meðfylgjandi súlrit sýnir hversu hátt hlutfall svarenda sagðist bera frekar eða mjög mikið traust til tiltekinna stjórnmálaleiðtoga.

Vantraust
Vantraust Hér sjást þeir sem segjast bera frekar lítið eða mjög lítið traust til tiltekinna stjórnmálaleiðtoga. Fæstir, 26%, vantreysta Katrínu Jakobsdóttur, en flestir, 63 prósent, vantreysta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár