Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sigmundur nýtur nú jafnlítils trausts og Jóhanna þegar verst var

Traust á for­sæt­is­ráð­herra hef­ur hrun­ið. 63 pró­sent lands­manna vantreysta hon­um, en 17 pró­sent treysta hon­um.

Sigmundur nýtur nú jafnlítils trausts og Jóhanna þegar verst var
Formenn ríkisstjórnarflokkanna Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson leiða ríkisstjórnina. Traust á þeim báðum hefur farið hratt minnkandi. Mynd: AFP

Traust á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni,  forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins, hefur fallið mikið frá því hann tók við embætti. Hann nýtur nú jafnlítils trausts og forveri hans í stóli forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, þegar traust til hennar mældist minnst árin 2012 til 2013. 

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR hafa 63 prósent landsmanna lítið traust á Sigmundi Davíð. Aðeins 17,5% bera frekar eða mjög mikið traust til hans. Í febrúar 2013 sögðust 63 prósent landsmanna vantreysta Jóhönnu Sigurðardóttur, en 18 prósent treystu henni. Um það leyti, í mars 2013, lagði þáverandi stjórnarandstaða fram vantrauststillögu gegn sitjandi ríkisstjórn. Sigmundur Davíð greiddi atkvæði með vantrauststillögunni. 

Þetta er viðsnúningur frá könnun sem gerð var skömmu eftir að ríkisstjórn Sigmundar tók við völdum.

Þegar sundurliðaðar niðurstöður eru skoðaðar kemur í ljós að 48 prósent svarenda sögðust bera „mjög lítið traust“ til Sigmundar Davíðs.

Traust til stjórnmálaleiðtoga
Traust til stjórnmálaleiðtoga Forseti Íslands og formaður VG njóta sérstöðu í trausti.

Minnkandi traust á Bjarna Benediktssyni

Skömmu eftir að Sigmundur Davíð settist í stól forsætisráðherra naut hann trausts tæplega 49 prósenta svarenda í könnun 1. júní 2013. Þá vantreystu aðeins 28 prósent forsætisráðherra.

Á þeim tíma naut Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, trausts 34 prósenta landsmanna, en 43 prósnet vantreystu honum. 

Bjarni nýtur nú trausts 22,8 prósent landsmanna, en tæp 58 prósent bera lítið eða mjög lítið traust til hans.

Traust á Sigmundi Davíð hefur fallið meira en traust á Bjarna Benediktssyni. Minnst mældist traust til Bjarna í febrúar 2013, en þá vantreystu 66 prósent landsmanna honum.

Könnun MMR var framkvæmd 30. mars til 8. apríl síðastliðinn. Spurt var: Hve mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi aðila. Svarmöguleikar voru mjög lítið traust, frekar lítið traust, hvorki mikið né lítið traust, frekar mikið traust, mjög mikið traust og veit ekki/vil ekki svara. Niðurstöður sýna fjölda þeirra sem svöruðu annað hvort mjög/frekar mikið eða lítið traust. Samtals tóku 96,8 prósent afstöðu til spurningarinnar að hluta eða öllu leyti.

Árni Páll nýtur lítils trausts

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er sá stjórnmálamaður í stjórnarandstöðu sem mælist með minnst traust meðal landsmanna. Færri treysta honum en Sigmundi Davíð, eða tæp 15 prósent landsmanna. Þó eru nokkuð færri sem vantreysta honum en Sigmundi. 54 prósent svarenda í könnuninni sögðust bera frekar lítið eða mjög lítið traust til Árna Páls. 

Ólafur Ragnar Grímsson forseti nýtur mests trausts, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. 

Traust á stjórnmálaleiðtogum
Traust á stjórnmálaleiðtogum Meðfylgjandi súlrit sýnir hversu hátt hlutfall svarenda sagðist bera frekar eða mjög mikið traust til tiltekinna stjórnmálaleiðtoga.

Vantraust
Vantraust Hér sjást þeir sem segjast bera frekar lítið eða mjög lítið traust til tiltekinna stjórnmálaleiðtoga. Fæstir, 26%, vantreysta Katrínu Jakobsdóttur, en flestir, 63 prósent, vantreysta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár