„Það var asísk matargerð sem kveikti í mér delluna,“ svarar Eiríkur Örn spurður hvaðan þessi matarást sé upprunnin. „Þegar við fjölskyldan stungum af í fyrravetur þá völdum við í Víetnam meðal annars fyrir matargerðina.“
Hvað er svona heillandi við hana? „Hún er svo fersk. Ég er almennt hrifinn af þessu suðausturasíska og kúnstinni að balansera sætt, súrt og sterkt – víetnamska er talsvert mildara en til dæmis tælenska og minna eldað. Súpurnar eru stappfullar af ferskum kryddum. Ekki síst þegar maður eldar þær úti. Hér heima eru kryddjurtirnar svo dýrar að ef maður ætlaði að elda það eins og það á að vera myndi skálin sjálfsagt kosta eins og margra ára krabbameinsmeðferð.“
Athugasemdir