Búist er við að fimmtán til tuttugu fjölskyldur taki þátt í námskeiði Barnaverndarstofu í næstu viku sem er ætlað þeim sem hafa áhuga á að taka að sér fylgdarlaus börn á flótta. Bryndís R. Guðmundsdóttir, sérfræðingur á Barnaverndarstofu, segir að hópurinn gæti orðið enn stærri, enn sé fólk að skrá sig og mikið sé um fyrirspurnir. „Það eru ansi margir að setja sig í samband við okkur. Það er ánægjulegt að sjá hvað margir eru tilbúnir til að taka þessi börn að sér, því þetta er heilmikið verkefni og óvenjulegt.“
Sumir sem hafi samband haldi að þetta séu lítil börn en í flestum tilvikum séu þetta drengir á aldrinum 15 til 17 ára, oft með erfiða lífsreynslu að baki. Hún segir að þó svo margir lýsi yfir áhuga þýði það ekki að allar fjölskyldurnar komi til með að taka að sér börn. „Við ætlum að reyna að
Athugasemdir