Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lyf flæða inn í íslenska undirheima

Meira fram­boð er af lyf­seð­ils­skyld­um lyfj­um en ólög­leg­um fíkni­efn­um í ís­lensk­um und­ir­heim­um í dag. Mest er úr­val­ið af ró­andi og morfín­skyld­um lyfj­um en eitt þeirra, Fent­anyl, er sagt hafa kostað ung­an mann líf­ið um síð­ustu helgi. Stund­in ræddi við sölu­mann slíkra lyfja.

Lyf flæða inn í íslenska undirheima
Ungt fólk í stórhættu Mikið úrval er af lyfjum á svörtum markaði hér á landi. Mynd: Shutterstock / Sviðsett mynd

Ungur maður á þrítugsaldri fannst látinn heima hjá sér aðfaranótt sunnudagsins 21. ágúst síðastliðinn en dauðsfallið er rakið til misnotkunar á verkjalyfinu Fentanyl. Félagi mannsins sem lést var einnig hætt kominn á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur vegna sama lyfs en hann fór í hjartastopp. Sá komst til lífs aftur og er líðan hans eftir atvikum. Lögreglan rannsakar bæði málin og hafa forsvarsmenn hennar óskað eftir fundi með Landlæknisembættinu þar sem reynt verður að stemma stigu við misnotkun á efnum sem þessum.

Verkjalyfið Fentanyl er eitt af fleiri tugum lyfja sem fáanleg eru á svörtum markaði hér á landi en framboð af slíkjum lyfjum hefur stóraukist að undanförnu. Lyfin eru markaðssett með hjálp samfélagsmiðla á borð við Facebook en þar fer einnig sala þeirra flestra fram. Sölurnar eiga sér stað í lokuðum hópum á Facebook sem hafa það eitt að markmiði að auglýsa lyfseðilsskyld lyf og ólögleg fíkniefni til sölu. Sölumennirnir, líkt og þær tegundir lyfja sem seld eru, hlaupa á tugum. Blaðamaður Stundarinnar ræddi við einn af þeim sölumönnum sem auglýsa lyf til sölu á Facebook.

Viðkomandi vildi ekki koma fram undir nafni en var tilbúinn til þess að gefa blaðamanni smá innsýn inn í sölu á þessum lyfjum, hvaða lyf eru til sölu, hvað þau kosta og hvernig þeim er útvegað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár