Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lyf flæða inn í íslenska undirheima

Meira fram­boð er af lyf­seð­ils­skyld­um lyfj­um en ólög­leg­um fíkni­efn­um í ís­lensk­um und­ir­heim­um í dag. Mest er úr­val­ið af ró­andi og morfín­skyld­um lyfj­um en eitt þeirra, Fent­anyl, er sagt hafa kostað ung­an mann líf­ið um síð­ustu helgi. Stund­in ræddi við sölu­mann slíkra lyfja.

Lyf flæða inn í íslenska undirheima
Ungt fólk í stórhættu Mikið úrval er af lyfjum á svörtum markaði hér á landi. Mynd: Shutterstock / Sviðsett mynd

Ungur maður á þrítugsaldri fannst látinn heima hjá sér aðfaranótt sunnudagsins 21. ágúst síðastliðinn en dauðsfallið er rakið til misnotkunar á verkjalyfinu Fentanyl. Félagi mannsins sem lést var einnig hætt kominn á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur vegna sama lyfs en hann fór í hjartastopp. Sá komst til lífs aftur og er líðan hans eftir atvikum. Lögreglan rannsakar bæði málin og hafa forsvarsmenn hennar óskað eftir fundi með Landlæknisembættinu þar sem reynt verður að stemma stigu við misnotkun á efnum sem þessum.

Verkjalyfið Fentanyl er eitt af fleiri tugum lyfja sem fáanleg eru á svörtum markaði hér á landi en framboð af slíkjum lyfjum hefur stóraukist að undanförnu. Lyfin eru markaðssett með hjálp samfélagsmiðla á borð við Facebook en þar fer einnig sala þeirra flestra fram. Sölurnar eiga sér stað í lokuðum hópum á Facebook sem hafa það eitt að markmiði að auglýsa lyfseðilsskyld lyf og ólögleg fíkniefni til sölu. Sölumennirnir, líkt og þær tegundir lyfja sem seld eru, hlaupa á tugum. Blaðamaður Stundarinnar ræddi við einn af þeim sölumönnum sem auglýsa lyf til sölu á Facebook.

Viðkomandi vildi ekki koma fram undir nafni en var tilbúinn til þess að gefa blaðamanni smá innsýn inn í sölu á þessum lyfjum, hvaða lyf eru til sölu, hvað þau kosta og hvernig þeim er útvegað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár