Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Einstaklingar bjóða fram föt, húsgögn, fóstur, fæði og húsaskjól fyrir flóttafólk

Al­menn­ir borg­ar­ar hafa tek­ið sig sam­an og bjóða flótta­mönn­um hjálp. Bryn­dís Björg­vins­dótt­ir, rit­höf­und­ur, seg­ir fólk kom­ið með nóg af hæg­um við­brögð­um við neyð flótta­manna. Hátt í þrjú þús­und manns hafa skráð sig á við­burð þar sem stjórn­völd eru hvött til að taka við fleira flótta­fólki.

Einstaklingar bjóða fram föt, húsgögn, fóstur, fæði og húsaskjól fyrir flóttafólk

„Ég er löngu búin að missa töluna á hjálparframlögum fólks og hef ekki við að „like-a“ bréfin þeirra. Það á eftir að taka langan tíma að safna þessu saman, en Eygló fær bréfin útprentuð,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir, rithöfundur, í samtali við Stundina en hún stofnaði í dag Facebook-viðburðinn „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“. Tilefnið er áskorun Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, til almennings um að leggja sitt af mörkum við að aðstoða flóttafólk. „Ég hvet fólk til að hafa samband við velferðarráðuneytið og Rauða krossinn og spyrja hvað það geti gert til þess að hjálpa. Fólk þarf að fá vinnu, húsnæði, föt og til dæmis aðstoð við að læra á hvernig bankakerfið virkar,“ sagði Eygló meðal annars í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og þegar þetta er skrifað hafa hátt í þrjú þúsund manns skráð sig á viðburðinn. Hugmyndin er að sýna stjórnvöldum að vilji sé til, á meðal almennings, að taka á móti fleiri flóttamönnum frá Sýrlandi en nú þegar hefur verið rætt um. 

Bryndís Björgvinsdóttir
Bryndís Björgvinsdóttir

„Fólk er komið með nóg af hægum viðbrögðum við neyð flóttamannanna og vill sjá meiri viðbragðsflýti og minna af hiki og vangaveltum og skriffinnsku. Flóttamenn eru fyrst og fremst að leita sér að skjóli og nauðsynjavörum á borð við vatn og mat og við getum boðið upp á allt þetta,“ segir Bryndís en hún segist hafa stofnað viðburðinn þegar Þorvaldur Sverrisson, Facebook-vinur hennar, bað Eygló Harðardóttur að veita fimm Sýrlendingum dvalar- og atvinnuleyfi, ásamt kennitölu og helstu mannréttindum, svo hann gæti hýst þá og gefið að borða. „Ég hugsaði þá með mér, að ég gæti borgað undir þá farið til Íslands – og þannig mætti hækka töluna sem nefnd hefur verið (50) upp í 55. Þá datt mér í hug að eflaust væri hægt að hækka hana enn frekar,“ segir Bryndís.

„Flóttamenn eru fyrst og fremst að leita sér að skjóli og nauðsynjavörum á borð við vatn og mat og við getum boðið upp á allt þetta.“

Bjóða húsnæði, föt og stuðning

Fjölmargir hafa skrifað til Eyglóar í dag og boðið fram föt, húsgögn, kennslu og félagslegan stuðning handa flóttafólki. Einhverjir hafa einnig boðið peninga fyrir flugfari og jafnvel húsaskjól og fæði. Auður Jónsdóttir, rithöfundur, segist geta skrifað barnabók og látið andvirði sölunnar renna til barna sem fá skjól á Íslandi og Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar, segist geta boðið leik- og grunnskólaúrræði, ásamt stuðningi við barnafjölskyldur. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár