Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lokkaður á rúntinn af jafnöldrum: Misþyrmt og skilinn eftir í blóði sínu

17 ára pilt­ur ligg­ur á Land­spít­al­an­um eft­ir al­var­lega lík­ams­árás á mið­viku­dag­inn í Reykja­nes­bæ. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar var pilt­ur­inn lokk­að­ur upp í bif­reið af jafn­öldr­um sín­um sem gengu síð­an í skrokk á hon­um fyr­ir ut­an slipp­inn í Njarð­vík.

Lokkaður á rúntinn af jafnöldrum: Misþyrmt og skilinn eftir í blóði sínu
Hrottafengin árás Piltarnir eru sagðir hafa ráðist á jafnaldra sinn fyrir utan hafnarsvæðið í Njarðvík. Mynd: Pressphotos

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem átti sér stað á miðvikudaginn þegar þrír piltar á aldrinum sautján til átján ára lokkuðu jafnaldra sinn upp í bifreið og gengu síðan í skrokk á honum.

Hrottafengin árás

Eftir barsmíðarnar var fórnarlambið skilið eftir í blóði sínu og keyrðu jafnaldrar hans í burtu. Pilturinn sem ráðist var á var tvíkjálkabrotinn, með opið beinbrot, brotna tönn og stóran skurð í vör en hann gekkst undir aðgerð í gær vegna áverka sinna.

Eins og áður segir rannsakar lögreglan nú árásina sem var sérlega hrottafengin en samkvæmt heimildum Stundarinnar var pilturinn lokkaður upp í bifreið þar sem síðan var keyrt með hann að slippnum í Njarðvík. Þar var hann dreginn út úr bifreiðinni og síðan misþyrmt hrottalega með fyrrgreindum afleiðingum.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hefur ekki tjáð sig um árásina en blaðamaður óskaði eftir upplýsingum um málið í dag.

Reykjanesbær
Reykjanesbær Lögreglan rannsakar málið en pilturinn liggur á Landspítalanum og gekkst undir aðgerð í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár