Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lokkaður á rúntinn af jafnöldrum: Misþyrmt og skilinn eftir í blóði sínu

17 ára pilt­ur ligg­ur á Land­spít­al­an­um eft­ir al­var­lega lík­ams­árás á mið­viku­dag­inn í Reykja­nes­bæ. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar var pilt­ur­inn lokk­að­ur upp í bif­reið af jafn­öldr­um sín­um sem gengu síð­an í skrokk á hon­um fyr­ir ut­an slipp­inn í Njarð­vík.

Lokkaður á rúntinn af jafnöldrum: Misþyrmt og skilinn eftir í blóði sínu
Hrottafengin árás Piltarnir eru sagðir hafa ráðist á jafnaldra sinn fyrir utan hafnarsvæðið í Njarðvík. Mynd: Pressphotos

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem átti sér stað á miðvikudaginn þegar þrír piltar á aldrinum sautján til átján ára lokkuðu jafnaldra sinn upp í bifreið og gengu síðan í skrokk á honum.

Hrottafengin árás

Eftir barsmíðarnar var fórnarlambið skilið eftir í blóði sínu og keyrðu jafnaldrar hans í burtu. Pilturinn sem ráðist var á var tvíkjálkabrotinn, með opið beinbrot, brotna tönn og stóran skurð í vör en hann gekkst undir aðgerð í gær vegna áverka sinna.

Eins og áður segir rannsakar lögreglan nú árásina sem var sérlega hrottafengin en samkvæmt heimildum Stundarinnar var pilturinn lokkaður upp í bifreið þar sem síðan var keyrt með hann að slippnum í Njarðvík. Þar var hann dreginn út úr bifreiðinni og síðan misþyrmt hrottalega með fyrrgreindum afleiðingum.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hefur ekki tjáð sig um árásina en blaðamaður óskaði eftir upplýsingum um málið í dag.

Reykjanesbær
Reykjanesbær Lögreglan rannsakar málið en pilturinn liggur á Landspítalanum og gekkst undir aðgerð í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár