Lokkaður á rúntinn af jafnöldrum: Misþyrmt og skilinn eftir í blóði sínu

17 ára pilt­ur ligg­ur á Land­spít­al­an­um eft­ir al­var­lega lík­ams­árás á mið­viku­dag­inn í Reykja­nes­bæ. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar var pilt­ur­inn lokk­að­ur upp í bif­reið af jafn­öldr­um sín­um sem gengu síð­an í skrokk á hon­um fyr­ir ut­an slipp­inn í Njarð­vík.

Lokkaður á rúntinn af jafnöldrum: Misþyrmt og skilinn eftir í blóði sínu
Hrottafengin árás Piltarnir eru sagðir hafa ráðist á jafnaldra sinn fyrir utan hafnarsvæðið í Njarðvík. Mynd: Pressphotos

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem átti sér stað á miðvikudaginn þegar þrír piltar á aldrinum sautján til átján ára lokkuðu jafnaldra sinn upp í bifreið og gengu síðan í skrokk á honum.

Hrottafengin árás

Eftir barsmíðarnar var fórnarlambið skilið eftir í blóði sínu og keyrðu jafnaldrar hans í burtu. Pilturinn sem ráðist var á var tvíkjálkabrotinn, með opið beinbrot, brotna tönn og stóran skurð í vör en hann gekkst undir aðgerð í gær vegna áverka sinna.

Eins og áður segir rannsakar lögreglan nú árásina sem var sérlega hrottafengin en samkvæmt heimildum Stundarinnar var pilturinn lokkaður upp í bifreið þar sem síðan var keyrt með hann að slippnum í Njarðvík. Þar var hann dreginn út úr bifreiðinni og síðan misþyrmt hrottalega með fyrrgreindum afleiðingum.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hefur ekki tjáð sig um árásina en blaðamaður óskaði eftir upplýsingum um málið í dag.

Reykjanesbær
Reykjanesbær Lögreglan rannsakar málið en pilturinn liggur á Landspítalanum og gekkst undir aðgerð í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár