Lokkaður á rúntinn af jafnöldrum: Misþyrmt og skilinn eftir í blóði sínu

17 ára pilt­ur ligg­ur á Land­spít­al­an­um eft­ir al­var­lega lík­ams­árás á mið­viku­dag­inn í Reykja­nes­bæ. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar var pilt­ur­inn lokk­að­ur upp í bif­reið af jafn­öldr­um sín­um sem gengu síð­an í skrokk á hon­um fyr­ir ut­an slipp­inn í Njarð­vík.

Lokkaður á rúntinn af jafnöldrum: Misþyrmt og skilinn eftir í blóði sínu
Hrottafengin árás Piltarnir eru sagðir hafa ráðist á jafnaldra sinn fyrir utan hafnarsvæðið í Njarðvík. Mynd: Pressphotos

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem átti sér stað á miðvikudaginn þegar þrír piltar á aldrinum sautján til átján ára lokkuðu jafnaldra sinn upp í bifreið og gengu síðan í skrokk á honum.

Hrottafengin árás

Eftir barsmíðarnar var fórnarlambið skilið eftir í blóði sínu og keyrðu jafnaldrar hans í burtu. Pilturinn sem ráðist var á var tvíkjálkabrotinn, með opið beinbrot, brotna tönn og stóran skurð í vör en hann gekkst undir aðgerð í gær vegna áverka sinna.

Eins og áður segir rannsakar lögreglan nú árásina sem var sérlega hrottafengin en samkvæmt heimildum Stundarinnar var pilturinn lokkaður upp í bifreið þar sem síðan var keyrt með hann að slippnum í Njarðvík. Þar var hann dreginn út úr bifreiðinni og síðan misþyrmt hrottalega með fyrrgreindum afleiðingum.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hefur ekki tjáð sig um árásina en blaðamaður óskaði eftir upplýsingum um málið í dag.

Reykjanesbær
Reykjanesbær Lögreglan rannsakar málið en pilturinn liggur á Landspítalanum og gekkst undir aðgerð í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár