Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lögreglan óskar eftir myndefni alla leið upp í Borgarfjörð

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ósk­ar eft­ir mynd­efni vegna leit­ar­inn­ar að Birnu Brjáns­dótt­ur.

Lögreglan óskar eftir myndefni alla leið upp í Borgarfjörð
Birna Brjánsdóttir Ekkert hefur spurst til Birnu frá því á laugardagsmorgun. Tveir menn eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa átt þátt í hvarfi hennar. Mynd: Facebook / Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður ökumenn bifreiða sem búa yfir myndavélabúnaði um að yfirfara myndefnið í þeirri von að það geti gagnast lögreglu við leit hennar að Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað frá því á laugardagsmorgun. Eingöngu er átt við myndefni sem tekið var upp laugardagsmorguninn 14. janúar milli klukkan 7 og 11.30 og sýnir rauðan smábíl af gerðinni Kia Rio. Athygli vekur að leitað er eftir myndefni frá höfuðborgarsvæðinu og utan þess, það er á Reykjanesi, á Suðurlandi að Selfossi og á Vesturlandi upp í Borgarfjörð.

„Vitað er að margir ökumenn, ekki síst atvinnubílstjórar, búa yfir slíkum  myndavélabúnaði og eru hinir sömu beðnir um að yfirfara myndefnið með framangreint í huga,“ segir meðal annars í tilkynningu frá lögreglu. 

Tilkynning lögreglu í heild:

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim vinsamlegu tilmælum til ökumanna bifreiða, sem búa yfir myndavélabúnaði að þeir yfirfari myndefnið í þeirri von að það geti gagnast lögreglu við leit hennar að Birnu Brjánsdóttur. Hér er einvörðungu og aðeins átt við myndefni sem tekið var upp laugardagsmorguninn 14. janúar frá kl. 7 – 11.30. Jafnframt er tekið fram að einungis er verið að leita eftir myndefni frá umræddu tímabili sem kann að sýna rauðan smábíl af gerðinni Kia Rio. Leitað er eftir myndefni frá höfuðborgarsvæðinu og utan þess, raunar frá stórum hluta suðvestanlands, þ.e. á Reykjanesi, Suðurlandi (að Selfossi) og Vesturlandi (upp í Borgarfjörð). Vitað er að margir ökumenn, ekki síst atvinnubílstjórar, búa yfir slíkum  myndavélabúnaði og eru hinir sömu beðnir um að yfirfara myndefnið með framangreint í huga.

Þeir sem búa yfir slíkum myndavélabúnaði og vilja koma myndefni til lögreglu eru beðnir að athuga:

  • Að búið sé að fara yfir myndefnið og kanna hvort að þar sé bifreið sem getur átt við lýsinguna.
  • Að tímasetning á atviki komi fram.

Það að fara yfir myndbönd er mjög tímafrekt og til að nýta mannafla lögreglu sem best biðjum við fólk að gæta að þessu.

Upplýsingum má koma á framfæri í síma lögreglu 444 1000, í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu