Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lífið átti bara að vera partí

Blaða­mað­ur­inn Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé ger­ir upp líf sitt eft­ir þrot­lausa leit að gleð­inni sem end­aði und­ir stjórn áfeng­is. Hann stend­ur uppi gjald­þrota en frjáls til að móta sína eig­in fram­tíð.

Lífið átti bara að vera partí
Að loknu uppgjöri Kolbeinn fékk ráðleggingar um að lýsa sig persónulega gjaldþrota. Mynd: Kristinn Magnússon

Kolbeinn Óttarsson Proppé steig fram á Facebook fyrir skömmu og lýsti því yfir að hann væri gjaldþrota. Hann segir það vera erfiðustu spor sem hann hefur stigið í lífinu en hann sé hættur að vera í afneitun, búinn að vera edrú í rúm tvö ár og loksins tilbúinn að horfast í augu við lífið eins og það er, með hæðum og lægðum. Langvarandi alkóhólismi hafi sett sitt mark á líf hans en nú sé komið að því að gefa lífinu til baka.

Til að skilja hvernig alkóhólismi þróast og veldur því að fólk missir tök á lífi sínu er oft vænlegast að byrja á byrjuninni, fara alla leið aftur í æskuna. Kolbeinn segist hafa alist upp „úti um allt“, í Reykjavík, á Dalvík, í Hafnarfirði, á Siglufirði og í Kópavogi. Grunnskólarnir voru fimm og hann var ári á undan jafnöldrum sínum í skóla. „Maður vandist því fljótt að vera nýi gaurinn í skólanum og það kannski mótaði mann að einhverju leyti en ég held þetta sé samt aðallega bara mitt eðli; ég á mjög erfitt með að vera lengi á sama stað og þarf alltaf að vera að prófa eitthvað nýtt. Grasið er alltaf aðeins grænna hinu megin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár