Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þeir verst settu borga þrefalt meira í tannlækningar en lög gera ráð fyrir

Aldr­að­ir og ör­yrkj­ar borga miklu hærri tann­lækna­kostn­að en lög gera ráð fyr­ir. Tann­lækn­ar segja ör­yrkja sjald­séða í reglu­legu eft­ir­liti. Tekju­lág­ir Ís­lend­ing­ar sleppa tann­við­gerð­um mun oft­ar en tekju­lág­ir á öðr­um Norð­ur­lönd­um.

Þeir verst settu borga þrefalt meira í tannlækningar en lög gera ráð fyrir

Aldraðir og öryrkjar borga að minnsta kosti þrisvar sinnum meira í tannlæknakostnað en þeir myndu gera ef verðskrá Sjúkatrygginga Íslands fylgdi verðlagi, en hún hefur ekki verið uppfærð í 13 ár.

Þetta kemur fram í úttekt í nýjasta blaði Stundarinnar á stöðu tannlækningum lífeyrisþega. Þar kemur einnig fram að mun hærra hlutfall tekjulágra hættir við tannviðgerðir á Íslandi en öðrum Norðurlöndum.

Samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands ber stofnuninni að borga fyrir 75% af kostnaði tannlækninga fyrir aldraða og öryrkja, en gjaldskráin sem hún miðar við var síðast uppfærð árið 2004.

Á myndinni að ofan sjást kostnaðarliðir, og við hlið þeirra tveir dálkar. Dálkurinn vinstra megin sýnir verðskrá Sjúkatrygginga Íslands, á meðan að hægri dálkurinn sýnir verðskrá barna sem samið var um 2013 við Tannlæknafélag Íslands, en ólíklegt er að nokkur tannlæknir myndi rukka lægra verð fyrir aðgerðir en sést á þeirri gjaldskrá.

Ef miðað er við hægri flokkinn sem lægsta hugsanlega verð tannviðgerða sést að í flestum kostnaðarliðum eru lífeyrisþegar að borga að minnsta kosti þrisvar sinnum hærra verð en þeir ættu.

Venjuleg skoðun kostar lífeyrisþega 3.660 krónur ef hann er rukkaður eftir verðskrá barna, en ef gjaldskrá SÍ fylgdi verðlagi ætti hún aðeins að kosta 1.249 krónur. Sömuleiðis myndi skoðun, röntgen mynd, deyfing og plastfylling á einum fleti tannar kosta 17.957 krónur í dag, en ætti að kosta 6.141 krónu samkvæmt viðmiðum Sjúkratrygginga.

Ef um væri að ræða róttækari aðgerð þar sem þyrfti að fá röntgen mynd af skemmdri tönn, svæðisdeyfa, draga tönnina út, koma fyrir tannplanta og smíða nýja postulínskrónu væri kostnaðurinn 240.494 krónur fyrir lífeyrisþega, en ætti í rauninni að vera aðeins 81.506.

Það sést langar leiðir að þótt ríkið borgi aðeins skertan hluta af kostnaði aðgerða, þá kosti það hið opinbera mun meira þegar lífeyrisþegar hafa ekki efni á ódýrari fyrirbyggjandi aðgerðum. Plastfylling á einum fleti kostar hið opinbera 4.042 krónur, á meðan að heilgómasett með tannsmíði kostar ríkið 84.863 krónur.

Vandinn er hins vegar sá að öryrkjar og aldraðir búa margir við fátækt, eins og Stundin hefur ítrekað fjallað um, og hafa því sjaldan efni á reglubundnu eftirliti hjá tannlæknum.

Stundin ræddi meðal annars við konu sem lifir á örorkubótum og hefur ekki haft efni á tannviðgerð, þrátt fyrir að vera með skemmdar tennur. Ástandið á tennunum hennar litar líf hennar. „Þetta hefur alveg ömurleg áhrif á líf mitt,“ segir hún. „Ég forðast félagslegar aðstæður með fólki sem er ekki í mínum innsta hring; mér finnst jafnvel ömurlegt að mæta í þessu ástandi í fjölskylduboð. Allar myndirnar sem til eru af mér eru gamlar, því ég vil aldrei vera með í myndatökum.“

Nánar er fjallað um málið í nýjasta blaði Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár