Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Nauðgað af þjóðþekktum manni og þögnin var þungbær

Ósk Gunn­laugs­dótt­ir hef­ur glímt við áfall­a­streiturösk­un frá því að henni var nauðg­að, þeg­ar hún var sautján ára, af þjóð­þekkt­um manni. Upp­lifði létti þeg­ar hún sagði frá á Beauty tips.

Nauðgað af þjóðþekktum manni og þögnin var þungbær

Ósk Gunnlaugsdóttir segir að maðurinn sem nauðgaði henni sé landsþekktur og komi reglulega fram í fjölmiðlum. Til þess að lágmarka hættuna á því að heyra rödd hans hlustar hún ekki mikið á útvarp. Fyrir nokkrum árum var hún að keyra og heyrði þá lag sem hún hafði ekki heyrt áður. Þegar laginu lauk var flytjandinn kynntur til sögunnar og þá var það hann. „Ég þurfti að nauðhemla úti í kanti á Sæbrautinni og æla,“ segir Ósk. Líkamleg viðbrögð voru svo sterk. „Þetta var eins og að fá spark í magann og því fylgdi gífurleg vanlíðan, flökurleiki og kvíðakast í kjölfarið.“

Ósk er ein þeirra kvenna sem opinberaði reynslu sína í lokuðu samfélagi Beauty tips á Facebook. Fjölmargar konur hafa gert slíkt hið sama, dögum saman hafa frásagnir streymt inn á vefinn undir merkjunum #þöggun og #konurtala. Byltingin hófst eftir að Guðrún Helga Guðbjartsdóttir birti færslu þar sem hún spurði hvort einhver hefði „lent í Sveini Andra“. Færslan var umdeild en þegar hún var fjarlægð gerðu konur uppreisn gegn þöggun um kynferðis­ofbeldi.

Ósk hefur aldrei kært málið til lögreglu og telur líklegt að hún muni ekki gera það. „Það eina sem myndi koma út úr því er að það gæti hjálpað í öðrum málum gegn sama manni. Mitt er fyrnt,“ útskýrir Ósk.

Fékk sjokk daginn eftir

Ósk segist hafa verið sautján ára þegar viðkomandi maður bauðst til að keyra hana heim. „Við þurftum að fara heim til hans til að sækja bílinn. Þar sagðist hann ekki vera að fara að keyra. Síðan leiddi eitt af öðru. Ég var alveg spennt fyrir honum. Þetta var alveg sjarmerandi maður. Svo vildi hann ganga lengra en ég var tilbúin til að leyfa og hætti ekki fyrr en hann var búinn að brjóta á mér. Hann kom vilja sínum fram. Síðan var ég vakandi heima hjá honum alla nóttina þar til hann keyrði mig heim daginn eftir. Þegar hann kvaddi sagði hann: „Ég hringi í þig“, sem var mikið högg og sjokk því þá gerði ég mér grein fyrir því að hann áleit það sem hann gerði alveg eðlilegt.“

Þegar hún sagði vinkonu sinni frá þessu voru viðbrögðin þess eðlis að hún bældi minninguna um atvikið niður. „Ég var mölbrotin þegar ég sagði vinkonu minni frá þessu. Umræðan í skólanum hafði verið á þann veg að 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár