Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Leitin að Birnu: Símanum hugsanlega stolið

Birna Brjáns­dótt­ir kom ekki aft­ur eft­ir að hafa ver­ið að skemmta sér í mið­borg Reykja­vík­ur. Hún sást ganga upp Lauga­veg­inn, að sögn móð­ur henn­ar. Sím­inn henn­ar var í Hafnar­firði, en hon­um var hugs­an­lega stol­ið, að henn­ar sögn.

Leitin að Birnu: Símanum hugsanlega stolið
Birna Brjánsdóttir Kom ekki aftur heim eftir að hafa farið að skemmta sér í miðborg Reykjavíkur.

Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir tvítugu stúlkunnar Birnu Brjánsdóttur, sem leitað er að eftir að hún fór að skemmta sér í miðborg Reykjavíkur, segir að áherslur í leitinni að henni gætu hafa breyst. 

Talið var að Birna hefði verið í Hafnarfirði, þar sem sími hennar hafði verið í gangi í Flatahrauni á sjötta tímanum aðfararnótt laugardags, og gekk móðir hennar um svæðið í dag með mynd af henni og sýndi fólki sem varð á vegi hennar. 

Sigurlaug segir hins vegar á Facebook-síðu hennar að það sé mögulegt að síma hennar hafi verið stolið og að hún væri annars staðar. „Það lítur jafnvel út fyrir að símanum hennar Birnu hafi verið stolið, hún hættir að senda skilaboð kl 3 um nóttina og sést ganga ein upp Laugarveginn. Sem gæti breyt leitarfókusnum töluvert.“ 

Áður hafði komið fram að Birna hefði síðast sést á skemmtistaðnum Húrra um klukkan þrjú um nóttina. Sigurlaug segist vita til þess að sett hafi verið „í glasið hjá einni stelpu“ á staðnum þetta kvöld. 

Lögreglan hefur enn ekki gefið út frekari tilkynningu um leitarsvæðið. Í síðustu tilkynningu var ítrekað að hennar væri leitað og að málið væri í algerum forgangi. „Lög­reglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjáns­dótt­ur, sem er fædd árið 1996, en síðast er vitað um ferðir hennar í miðborg Reykja­vík­ur um kl.5 aðfaranótt laugardags. Málið er í algjörum forgangi hjá lögreglu og unnið er úr öllum vísbendingum sem berast. Við rannsóknina, sem hefur staðið yfir sleitulaust í allan dag, hefur lögregla m.a. skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn, en það hefur ekki skilað árangri enn sem komið er. Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Birnu frá því kl. 5 í gærmorgun eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 - 1000.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár