Innanríkisráðherra hefur vald til að skylda útlendinga, aðra en norræna ríkisborgara, til að vera alltaf með vegabréf eða annað kennivottorð meðferðis við dvöl hér á landi. Þessi heimild ráðherra er fest í sessi í nýjum útlendingalögum sem tóku gildi um áramótin, en lögin skylda útlendinga til að sýna skilríki að kröfu lögreglu og veita upplýsingar sem sanna að dvöl þeirra á Íslandi sé lögmæt. Óhlýðnist útlendingar þessari kröfu er lögreglu heimilt að gera húsleit hjá þeim. Samkvæmt nýju lögunum, sem samþykkt voru með stuðningi allra flokka á Alþingi þann 2. júní síðastliðinn, einskorðast slíkar heimildir lögreglu hins vegar ekki við heimili útlendinganna sjálfra heldur taka einnig til heimila fólks sem grunað er um að hjálpa útlendingunum að leyna upplýsingum. Þar má gera húsleit án dómsúrskurðar ef lögregla metur kringumstæður þannig að brýn hætta sé á að bið eftir slíkum úrskurði valdi sakarspjöllum.
14. gr. nýrra útlendingalaga fjallar um upplýsinga- og …
Athugasemdir