Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Leiðbeinandi nemandans sem skáldaði viðtal birti greinar í gervifræðiritum

Þór­hall­ur Örn Guð­laugs­son fjar­lægði lista yf­ir rann­sókn­ir sín­ar af heima­síðu sinni eft­ir frétta­flutn­ing DV í fyrra. Hann hef­ur birt fjölda greina í fræði­rit­um sem full­yrt er að séu svika­myll­ur.

Leiðbeinandi nemandans sem skáldaði viðtal birti greinar í gervifræðiritum

Þórhallur Örn Guðlaugsson, leiðbeinandi nemandans sem er talinn hafa spunnið upp ummæli í BA-ritgerð sinni, hefur birt rannsóknir sínar í svokölluðum gervifræðiritum. Skilgreina má gervifræðirit sem rit þar lítil sem engin ritrýni fer fram, höfundur greiðir fyrir birtingu og útgáfan er hugsuð út frá gróðasjónarmiðum. Nemandi Þórhalls er sagður hafa skáldað viðtal við Friðrik Pálsson, hótelstjóra á Hótel Rangá, í ritgerð sinni sem nefnist Markaðs- og markhópagreining á hótelmarkaðnum á Suðurlandi. „Hversu fýsilegt er að ráðast í framkvæmdir og rekstur á nýju Hóteli og baðaðstöðu á Suðurlandi“.

Greint var frá málinu í Fréttablaðinu á dögunum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins um málið bendir margt til þess að umrædd ritgerð sé að stórum hluta uppspuni. Friðrik Pálsson er sagður einn viðmælenda og er vitnað í hann í ritgerðinni. Friðrik segist aldrei hafa rætt við nemandann. Síðastliðinn laugardag greindi Vísir frá því að ritgerðin hafi fengið 8 í einkunn þrátt fyrir fjölmargar stafsetningavillur. Þrír meintir viðmælendur í ritgerðinni segja að nemandinn hafi ekki rætt við sig. Það verður því ekki betur séð en að Þórhallur hafi ekki kannað réttmæti heimilda nemanda síns.

Ekki náðist í Þórhall Örn við vinnslu fréttarinnar.

Tímaritin sögð „rándýr“ fræðimannasamfélagsins

Líkt og fyrr segir er leiðbeinandi nemandans, Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent við viðskiptafræðideild. DV fjallaði um notkun hans á svokölluðum gervifræðiritum í fyrra. Fyrir ári síðan mátti sjá á innri síðu hans á vef Háskóla Íslands þrjár greinar í undirflokknum „ritrýndar fræðigreinar“ sem hafi verið birtar í tímaritinu International Journal of Business and Social Science. Tímaritið International Journal of Business and Social Science er á vegum félags sem nefnist Centre for Promoting Ideas sem sagt er vera meðal verstu „rándýra“ fræðimannasamfélagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár