Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Leiðbeinandi nemandans sem skáldaði viðtal birti greinar í gervifræðiritum

Þór­hall­ur Örn Guð­laugs­son fjar­lægði lista yf­ir rann­sókn­ir sín­ar af heima­síðu sinni eft­ir frétta­flutn­ing DV í fyrra. Hann hef­ur birt fjölda greina í fræði­rit­um sem full­yrt er að séu svika­myll­ur.

Leiðbeinandi nemandans sem skáldaði viðtal birti greinar í gervifræðiritum

Þórhallur Örn Guðlaugsson, leiðbeinandi nemandans sem er talinn hafa spunnið upp ummæli í BA-ritgerð sinni, hefur birt rannsóknir sínar í svokölluðum gervifræðiritum. Skilgreina má gervifræðirit sem rit þar lítil sem engin ritrýni fer fram, höfundur greiðir fyrir birtingu og útgáfan er hugsuð út frá gróðasjónarmiðum. Nemandi Þórhalls er sagður hafa skáldað viðtal við Friðrik Pálsson, hótelstjóra á Hótel Rangá, í ritgerð sinni sem nefnist Markaðs- og markhópagreining á hótelmarkaðnum á Suðurlandi. „Hversu fýsilegt er að ráðast í framkvæmdir og rekstur á nýju Hóteli og baðaðstöðu á Suðurlandi“.

Greint var frá málinu í Fréttablaðinu á dögunum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins um málið bendir margt til þess að umrædd ritgerð sé að stórum hluta uppspuni. Friðrik Pálsson er sagður einn viðmælenda og er vitnað í hann í ritgerðinni. Friðrik segist aldrei hafa rætt við nemandann. Síðastliðinn laugardag greindi Vísir frá því að ritgerðin hafi fengið 8 í einkunn þrátt fyrir fjölmargar stafsetningavillur. Þrír meintir viðmælendur í ritgerðinni segja að nemandinn hafi ekki rætt við sig. Það verður því ekki betur séð en að Þórhallur hafi ekki kannað réttmæti heimilda nemanda síns.

Ekki náðist í Þórhall Örn við vinnslu fréttarinnar.

Tímaritin sögð „rándýr“ fræðimannasamfélagsins

Líkt og fyrr segir er leiðbeinandi nemandans, Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent við viðskiptafræðideild. DV fjallaði um notkun hans á svokölluðum gervifræðiritum í fyrra. Fyrir ári síðan mátti sjá á innri síðu hans á vef Háskóla Íslands þrjár greinar í undirflokknum „ritrýndar fræðigreinar“ sem hafi verið birtar í tímaritinu International Journal of Business and Social Science. Tímaritið International Journal of Business and Social Science er á vegum félags sem nefnist Centre for Promoting Ideas sem sagt er vera meðal verstu „rándýra“ fræðimannasamfélagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár