Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Leiðbeinandi nemandans sem skáldaði viðtal birti greinar í gervifræðiritum

Þór­hall­ur Örn Guð­laugs­son fjar­lægði lista yf­ir rann­sókn­ir sín­ar af heima­síðu sinni eft­ir frétta­flutn­ing DV í fyrra. Hann hef­ur birt fjölda greina í fræði­rit­um sem full­yrt er að séu svika­myll­ur.

Leiðbeinandi nemandans sem skáldaði viðtal birti greinar í gervifræðiritum

Þórhallur Örn Guðlaugsson, leiðbeinandi nemandans sem er talinn hafa spunnið upp ummæli í BA-ritgerð sinni, hefur birt rannsóknir sínar í svokölluðum gervifræðiritum. Skilgreina má gervifræðirit sem rit þar lítil sem engin ritrýni fer fram, höfundur greiðir fyrir birtingu og útgáfan er hugsuð út frá gróðasjónarmiðum. Nemandi Þórhalls er sagður hafa skáldað viðtal við Friðrik Pálsson, hótelstjóra á Hótel Rangá, í ritgerð sinni sem nefnist Markaðs- og markhópagreining á hótelmarkaðnum á Suðurlandi. „Hversu fýsilegt er að ráðast í framkvæmdir og rekstur á nýju Hóteli og baðaðstöðu á Suðurlandi“.

Greint var frá málinu í Fréttablaðinu á dögunum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins um málið bendir margt til þess að umrædd ritgerð sé að stórum hluta uppspuni. Friðrik Pálsson er sagður einn viðmælenda og er vitnað í hann í ritgerðinni. Friðrik segist aldrei hafa rætt við nemandann. Síðastliðinn laugardag greindi Vísir frá því að ritgerðin hafi fengið 8 í einkunn þrátt fyrir fjölmargar stafsetningavillur. Þrír meintir viðmælendur í ritgerðinni segja að nemandinn hafi ekki rætt við sig. Það verður því ekki betur séð en að Þórhallur hafi ekki kannað réttmæti heimilda nemanda síns.

Ekki náðist í Þórhall Örn við vinnslu fréttarinnar.

Tímaritin sögð „rándýr“ fræðimannasamfélagsins

Líkt og fyrr segir er leiðbeinandi nemandans, Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent við viðskiptafræðideild. DV fjallaði um notkun hans á svokölluðum gervifræðiritum í fyrra. Fyrir ári síðan mátti sjá á innri síðu hans á vef Háskóla Íslands þrjár greinar í undirflokknum „ritrýndar fræðigreinar“ sem hafi verið birtar í tímaritinu International Journal of Business and Social Science. Tímaritið International Journal of Business and Social Science er á vegum félags sem nefnist Centre for Promoting Ideas sem sagt er vera meðal verstu „rándýra“ fræðimannasamfélagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár