Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Launamunur kynjanna eykst milli ára

Töl­ur Hag­stof­unn­ar sýna að óleið­rétt­ur launamun­ur kynj­anna hef­ur auk­ist frá síð­ustu mæl­ingu.

Launamunur kynjanna eykst milli ára
Karlar og konur sitja ekki alltaf við sama borð Mynd: Shutterstock

Samkvæmt nýjum tölum sem birtar voru á vef Hagstofunnar í dag voru konur með tæplega 30% lægri atvinnutekjur en karlar árið 2015. Þá er átt við allar tekjur af atvinnu án tillits til vinnutíma. Samanburður á meðallaunum karla og kvenna í fullu starfi árið 2015 sýnir hins vegar um 20% mun á heildarlaunum en um 14% mun á reglulegum launum án yfirvinnu. Óleiðréttur launamunur mældist 17% árið 2015 en hann byggir á reglulegu tímakaupi með yfirvinnu í samræmi við aðferð evrópsku hagstofunnar Eurostat.

Mikill munur á árstekjum í öllum aldurshópum

Helmingur kvenna var með lægri atvinnutekjur en 3,7 milljónir króna á árið árið 2015 en helmingur karla var með minna en 5 milljónir. Meðaltekjur af atvinnu taka til allra atvinnutekna án tillits til vinnutíma en karlar vinna að jafnaði fleiri klukkustundir í viku en konur, 44,1 klukkustund á móti 35,5 hjá konum. 

Hæstar eru tekjurnar á aldursbilinu 45 til 49 ára hjá báðum kynjum. Á þeim aldri voru karlar með mun hærri tekjur en konur, eða 8,1 milljón á ári samanborið við 5,5 milljónir hjá konum.

Konur
Konur er launalægri í öllum aldursflokkum, nema þær séu 85 ára og eldri

Munur á atvinnutekjum eftir kyni eykst með hverjum launaflokki, og var efsti flokkurinn hjá körlum með 12 milljónir króna í árstekjur á móti 8,5 milljónum hjá konunum. 

Vinnutími útskýrir muninn aðeins að hluta til

Helmingur kvenna í fullu starfi var með heildarlaun yfir 490 þúsund krónur á mánuði meðan helmingur karla var með heildarlaun yfir 586 þúsund krónur. Dreifing heildarlauna var ólík eftir kyni og voru karlar fleiri í hæstu launabilunum.

Vinnutími skýrir að hluta til hærri heildarlaun karla en kvenna fyrir fullt starf. Karlar í fullu starfi unnu að jafnaði meira en konur í fullu starfi og voru greiddar stundir karla að meðaltali 189 á mánuði árið 2015 en greiddar stundir kvenna 179,7 samkvæmt launarannsókn Hagstofunnar. Þannig var minni munur á launum eftir kyni ef horft er til reglulegra launa án yfirvinnu árið 2015. Konur í fullu starfi voru þá að meðaltali með 458 þúsund krónur á mánuði en karlar 534 þúsund krónur og var launamunurinn því um 14%. Ef skoðuð voru regluleg laun með yfirvinnu var munurinn um 18%.

Karlar
Karlar eru fleiri í hæstu launabilum, konur fleiri í þeim lægstu

Dreifing heildarlauna fyrir fullt starf var mismunandi eftir atvinnugrein. Sem dæmi má nefna að í heilbrigðis- og félagsþjónustu var dreifingin meiri meðal karla en kvenna og heildarlaun þeirra hærri. Störf kynjanna voru ólík í þeirri grein, meðal sérfræðinga störfuðu til dæmis tæplega 60% kvenna við hjúkrun en tæplega 70% karla við lækningar. Þá voru sjúkraliðar fjölmennir í þeirri atvinnugrein og fáir karlar í því starfi.

Karlastörf betur launuð
Karlastörf betur launuð Karlastörf eru mun betur launuð en hefðbundin kvennastörf

Skýring: Rétthyrningurinn afmarkar neðri og efri fjórðungsmörk og miðgildið skiptir honum í tvennt. Strikin marka 10/90 mörkin. Framleiðsla (C), rafmagns-, gas- og hitaveitur (D), heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum (G), flutningur og geymsla (H), upplýsingar og fjarskipti (J), fjármála- og vátryggingastarfsemi (K), opinber stjórnsýsla og varnarmál; almannatryggingar (O), fræðslustarfsemi (P), heilbrigðis- og félagsþjónusta (Q).

Fjármála- og vátryggingastarfsemi sker sig einnig úr hvað varðar dreifingu heildarlauna eftir kyni árið 2015 og voru konur að meðaltali með um 37% lægri heildarlaun en karlar í þeirri grein. Skrifstofufólk í fullu starfi var að jafnaði með lægstu launin en rúmlega 30% kvenna í atvinnugreininni tilheyrðu þeim hópi og einungis 6% karla. Meðal sérfræðinga í fjármálastarfsemi voru konur með um 16% lægri heildarlaun að meðaltali en karlar.

Munurinn mestur á almennum vinnumarkaði, minnstur hjá sveitarfélögum

Óleiðréttur launamunur kynjanna, reiknaður samkvæmt aðferð evrópsku hagstofunnar Eurostat, var 17% árið 2015 og hafði hækkað lítillega frá fyrra ári þegar hann var 16,4%. Á almennum vinnumarkaði var launamunurinn 16,7% en 14,6% hjá opinberum starfsmönnum, þar af var munurinn 14,9% hjá ríki og 7,2% hjá sveitarfélögum.

Launamunur jókst
Launamunur jókst Munurinn hefur aukist frá síðustu mælingum

Upplýsingar fengnar frá Hagstofunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár