Auður Dagný Kristinsdóttir er ein þeirra foreldra sem er í þeirri óöfundsverðu stöðu að hafa eignast barn snemma á síðasta ári. Af þeirri ástæðu býðst dóttur hennar ekki skólavist í leikskólum borgarinnar fyrr en í fyrsta lagi haustið 2016. Hún skrifaði nýlega Skúla Helgasyni borgarfulltrúa og formanni skóla- og frístundaráðs bréf á dögunum þar sem hún greindi frá stöðu sinni en hann bar fyrir sig aukin útgjöld borgarinnar vegna launahækkana í tengslum við kjarasamninga síðasta árs
„Það sem mig langar einna helst að benda á með bréfi mínu er óréttlætið í þessari mismunun á milli borgaranna og hvetja til endurskoðunar á reglum um úthlutun plássa,“ skrifar Auður. „Að börn fái leikskólapláss við ákveðinn aldur sama á hvaða tíma árs þau eru fædd. Sé það ekki mögulegt þá á að minnsta kosti að sjá til þess að kostnaður fjölskyldna vegna vistunar annars staðar sé sá sami og væri barnið á leikskóla. Með þeim hætti væri hægt að gæta þess að fjölskyldum væri ekki mismunað, að minnsta kosti ekki fjárhagslega.“
Mikið álag á fjölskylduna
Á meðan dóttir Auðar bíður eftir leikskólaplássi þarf hún því að vera í dagvistun hjá dagforeldri. „Þetta hefur í för með sér talsverðan aukakostnað fyrir okkur í talsvert lengri tíma en þær fjölskyldur þar sem börnin eiga afmælisdag seinni hluta ársins. Einnig þýðir þetta mikið álag á fjölskylduna og langan vistunartíma fyrir dætur okkar tvær,“ skrifar Auður en báðar dætur hennar eru fæddar á þessum óheppilega árstíma, sú eldri í byrjun mars en hin í lok apríl. „Þetta er ekki fjárhagslega góður tími til barneigna í Reykjavík,“ segir Auður.
„Við greiðum 65.000 krónur mánaðalega fyrir vistun hjá dagmömmu. Við höfum þurft að fjárfesta í öðrum bíl og standa straum af kostnaði vegna reksturs hans. Að ónefndri viðbótarmenguninni sem við höfum á borgina vegna mikils aksturs sem annars væri algjörlega óþarfur. Vegna þess hversu langt frá heimilinu og vinnustöðum okkar foreldranna dagmamman er þurfa bæði börnin að vera í 8,5 tíma langri vistun. Mánaðarlegur kostnaður okkar vegna vistunar hjá dagforeldri er ca. 95.000 kr. Ef börnunum okkar stæði
Athugasemdir