Jack Hrafnkell Daníelsson, öryrki og pistlahöfundur, kallar eftir opinberum aftökum á ráðherrum í Facebook-færslu í dag. Hann kallar jafnframt Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra „viðbjóðslegt skorkvikindi og skíthæl“ í færslunni.
„Það þarf svo sannarlega að fara í það að taka eitthvað af þessum gagnslausu blóðsugum í ríkisstjórninni af lífi opinberlega svo þeir fari að skilja við hvað er að eiga,“ segir hann meðal annars.
Ósáttur við skerðingu
Tilefnið er bréf sem hann fékk frá Tryggingastofnun ríkisins þar sem honum er gert að endurgreiða þeim tæplega 55 þúsund krónur á næstu sex mánuðum vegna rangra útreikninga á staðgreiðslu. Í samtali við Stundina segist Jack Hrafnkell ekki líta svo á að hann gangi of langt í ummælum sínum.
Athugasemdir