Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Landsbankinn eignaðist landið fyrir tvo milljarða en seldi svo á einn

Lands­bank­inn borg­aði rúma tvo millj­arða króna fyr­ir land ár­ið 2012 sem var síð­an selt á að­eins millj­arð króna í janú­ar til Bygg­ing­ar­fé­lags Gunn­ars og Gylfa. Um­ræð­an um Set­bergsland­ið kem­ur í kjöl­far Borg­un­ar­máls­ins þar sem deilt var um eigna­sölu bank­ans. Auk Set­bergsland­inu var spilda úr Þór­bergsland­inu í Garða­bæ seld með.

Landsbankinn eignaðist landið fyrir tvo milljarða en seldi svo á einn
Mikil verðrýrnun Talsverð verðrýrnun varð á Setbergslandinu á milli þess sem Landsbankinn keypti það árið 2012 og þar til það var selt nú í janúar. Steinþór Pálsson er bankastjóri Landsbankans. Mynd: Pressphotos

Ríkisbankinn Landsbankinn seldi Setbergslandið í Garðabæ á rétt rúmlega einn milljarð króna um miðjan janúar eftir að hafa keypt landið á tæpa tvo milljarða króna árið 2012. Samkvæmt þessu hefur verðmæti Setbergslandsins því minnkað um tæpan helming meðan á eignarhaldi bankans á því stóð.

Kaupandi landsins er verktakafyrirtækið Byggingafélag Gunnars og Gylfa en fyrirtækið er í eigu Gunnars Þorlákssonar og Gylfa Ómars Héðinssonar. Þetta kemur annars vegar fram í kaupsamningnum frá 2012 vegna viðskiptanna með landið og svo hins vegar í kaupsamningnum á milli Landsbanka og Byggingafélags Gunnars og Gylfa nú í janúar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala banka á fyrirtækjum

Lífeyrissjóðurinn varð af um tveimur milljörðum í viðskiptunum við Bakkavararbræður
FréttirSala banka á fyrirtækjum

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn varð af um tveim­ur millj­örð­um í við­skipt­un­um við Bakka­var­ar­bræð­ur

Líf­eyr­is­sjóð­ur starfs­manna rík­is­ins seldi nærri 6 pró­senta hlut sinn í mat­væla­fyr­ir­tæk­inu Bakka­vör á lágu verði ár­ið 2012. Bræð­urn­ir og fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn Baupost kaupa aðra hlut­hafa út á sex sinn­um hærra verði. Bræð­urn­ir leggja ekki til reiðu­fé í kaup­un­um held­ur búa til sér­stakt eign­ar­halds­fé­lag með Baupost ut­an um Bakka­vör og leggja sinn 38 pró­senta hlut inn í þetta fé­lag.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár