Ríkisbankinn Landsbankinn seldi Setbergslandið í Garðabæ á rétt rúmlega einn milljarð króna um miðjan janúar eftir að hafa keypt landið á tæpa tvo milljarða króna árið 2012. Samkvæmt þessu hefur verðmæti Setbergslandsins því minnkað um tæpan helming meðan á eignarhaldi bankans á því stóð.
Kaupandi landsins er verktakafyrirtækið Byggingafélag Gunnars og Gylfa en fyrirtækið er í eigu Gunnars Þorlákssonar og Gylfa Ómars Héðinssonar. Þetta kemur annars vegar fram í kaupsamningnum frá 2012 vegna viðskiptanna með landið og svo hins vegar í kaupsamningnum á milli Landsbanka og Byggingafélags Gunnars og Gylfa nú í janúar.
Athugasemdir