Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Landsbankinn hjálpar til við söluna á stöðugleikaeignum ríkissjóðs

Tæp tvö ár eru lið­in frá því að Lands­bank­inn seldi hlut í Borg­un á und­ir­verði í lok­uðu sölu­ferli, með­al ann­ars til föð­ur­bróð­ur fjár­mála­ráð­herra. Næstu mán­uði mun rík­is­bank­inn eiga að­komu að sölu rík­is­eigna upp á tugi millj­arða, hluta­bréfa­eigna sem fylgdu stöð­ug­leikafram­lagi kröfu­hafa.

Landsbankinn hjálpar til við söluna á stöðugleikaeignum ríkissjóðs

Lindarhvoll, einkahlutafélagið sem fjármálaráðherra fól að halda utan um stöðugleikaeignir ríkissjóðs, hefur gert samning við Landsbankann um ráðgjöf við sölu eignanna. 

Tæp tvö ár eru liðin síðan sami banki – sem er nær alfarið í eigu ríkissjóðs og heyrir þannig með óbeinum hætti undir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra – seldi eignarhlut í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun á undirverði í lokuðu söluferli, meðal annars til fyrirtækis sem eignarhaldsfélag föðurbróður ráðherra, Einars Sveinssonar, á hlut í.

„Lindarhvoll ehf. hefur ráðið Landsbankann til að veita ráðgjöf við sölu skráðra hlutabréfaeigna í umsýslu félagsins,“ segir í tilkynningu sem birtist á vef Landsbankans í gær. Haft er eftir Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur, framkvæmdastjóra Markaða hjá Landsbankanum, að bankinn sé „ákjósanlegur samstarfsaðili fyrir ríkið við sölu eignanna“. 

Í tæp tvö ár hafa Landsbankinn, og um leið Bankasýsla ríkisins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sætt harðri gagnrýni vegna vinnubragða við sölu ríkiseignar í Borgunarmálinu. Nú, á síðustu mánuðum kjörtímabilsins, mun Landsbankinn eiga aðkomu að sölu hinna svonefndu stöðugleikaeigna. Stöðug­leikafram­lög til rík­is­sjóðs nema hátt í 400 millj­örðum króna en verðmæti þeirra eigna sem eru í umsýslu Lindarhvols hafa verið metin á rúma 60 milljarða miðað við bókfært virði. Til samanburðar má nefna að Landsbankinn seldi eignarhlutinn í Borgun á 2,2 milljarða í nóvember 2014.

800 milljóna arður og hagstæður samruni

Nokkrum vikum eftir hina umdeildu sölu Landsbankans á Borgunarhlutnum voru 800 milljónir króna greiddar út í arð til hluthafa Borgunar. Í byrjun ársins 2016 varð svo uppi fótur og fit þegar greint var frá því að bæði Borgun og Valitor, sem Landsbankinn átti einnig hlut í, hagnast um vel á annan tug milljarða króna vegna yfirtöku Visa Inc á Visa Europe. 

Þegar Landsbankinn seldi hlut sinn í Valitor var gerður sérstakur samningur um hlutdeild í ágóða vegna fyrirhugaðs samruna Visa Inc og Visa Europe. Hins vegar hafði enginn slíkur samningur verið gerður þegar bankinn seldi hlut sinn í Borgun skömmu áður. Eins og Kjarninn hefur bent á hafði þó Bloomberg-fréttaveitan fjallað sérstaklega um þær gríðarlegu upphæðir sem voru í húfi ef Visa Inc myndi nýta sér valrétt sinn og yfirtaka Visa Europe nokkrum dögum áður en greint var frá sölunni. 

Steinþór Pálsson
Steinþór Pálsson bankastjóri

Fram hefur komið að Landsbankinn vissi af valrétti Visa Inc og af áformum Borgunar um að auka umsvif fyrirtækisins erlendis áður en hlutur Landsbankans í greiðslumiðlunarfyrirtækinu var seldur árið 2014. 

Fjárfestahópurinn sem keypti hlut Landsbankans í Borgun var settur þannig saman, samkvæmt því sem komið hefur fram opinberlega, að forstjóri Borgunar hafði samband við tiltekna fjárfesta, meðal annars Einar Sveinsson, og bauð honum að vera með í viðskiptunum. 

Hafa bæði banka­stjóri og banka­ráð Landsbank­ans viðurkennt að eðlilegra hefði verið að selja eignarhlut bankans í Borgun í opnu söluferli þar sem fleiri fjárfestar hefðu fengið tækifæri til að bjóða í hlutinn.  

Ráðgjöf eða „milliganga við sölu“

Í gær, 4. ágúst 2016 eða tæpum tveimur árum eftir að Borgunarsala Landsbankans fór fram, hefur Lindarhvoll ehf., einkahlutafélag í eigu ríkissjóðs sem Bjarni Benediktsson setti á stofn, ráðið Landsbankann til að veita ráðgjöf við sölu skráðra hlutabréfaeigna í umsýslu félagsins.

Fram kemur í tilkynningu á vef Lindarhvols frá 21. júlí að Ríkiskaup hafi, að beiðni félagsins, annast milligöngu um öflun tilboða frá fjármálafyrirtækjum til að selja skráðar eignir í umsýslu félagsins auk tilboða frá hugsanlegum ráðgjöfum í tengslum við sölumeðferð á Lyfju hf. Á vef Ríkiskaupa var „óskað eftir tilboðum frá fyrirtækjum sem hafa leyfi til kauphallarviðskipta um að hafa milligöngu við sölu allra skráðra hlutabréfaeigna í umsýslu félagsins“. 

Í tilkynningu Lindarhvols segir: „Á grundvelli þeirra tilboða sem bárust hefur Lindarhvoll ehf. ráðið Landsbankann hf. til að veita ráðgjöf við sölu skráðra eigna í umsýslu félagsins og Virðingu hf. sem ráðgjafa í tengslum við sölumeðferð á Lyfju hf. Í samræmi við reglur Lindarhvols ehf. um umsýslu, fullnustu og sölu eigna, þar sem fram kemur að sala og ráðstöfun skuli eiga sér stað að undangengnu opnu tilboðsferli, þar sem gætt er gagnsæis og jafnræðis bjóðenda, er nú unnið að nánari útfærslu á söluferli fyrrnefndra eigna, sem kynnt verður nánar á næstu vikum. Við söluferli þeirra verður í samræmi við fyrrgreindar reglur lögð áhersla á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignirnar.“

Að því er fram kemur á vef Landsbankans eru Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Reitir fasteignafélag hf., Síminn hf. og Eimskipafélag Íslands hf þær eignir sem um er að ræða. Eins og Stundin hefur áður fjallað um er mál Sjóvar sérstakt í ljósi þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tengdist sjálfur þeim viðskiptagjörningum fyrir hrun sem leiddu til þess að tryggingafélagið fór á hliðina. Nú, átta árum seinna, ber hann pólitíska ábyrgð á því hvað verður um eignarhlut ríkisins í félaginu.

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason

„Allt á sömu hendur og venjulega“

Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, birti pistil um samstarf Lindarhvols og Landsbankans á vefsíðu sinni í gærkvöldi. „Í ljósi sögunnar verður það að teljast athyglisvert svo ekki sé nú meira sagt að ríkið leiti ráðgjafar hjá Landsbankanum um ráðstöfun eigna okkar. Ekki að það skipti öllu máli. Þetta fer á endanum allt á sömu hendur og venjulega. Ein stærsta einkavæðing sögunnar er komin á fullt skrið,“ skrifar hann. 

Þá hefur Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins til fjölda ára, hvatt Bjarna Benediktsson til að fela stjórn Lindarhvols að leita ráðgjafar erlendra sérfræðinga við umsýslu, fullnustu og sölu ríkiseigna.

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason

„Hvers vegna felur fjármálaráðherra ekki stjórn þess að semja við erlenda sérfræðinga um ráðgjöf við smíði sölutillagna og síðan framkvæmd þeirra? Hlutverk stjórnarinnar yrði eftirlit,“ skrifaði hann í bloggpistli í lok apríl. Benti Björn á að fyrsta einkavæðing bankanna sætti enn gagnrýni vegna þess hvernig að henni var staðið. „Önnur einkavæðing bankanna var framkvæmd með leynd. Þriðju einkavæðinguna ætti að framkvæma með aðild erlendra, óháðra sérfræðinga.“

Birni varð ekki að ósk sinni en Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá bankanum, telur þó að samstarf Landsbankans og ríkisins við sölu ríkiseignanna verði gifturíkt. „Sérfræðingar í markaðsviðskiptum hjá Landsbankanum hafa mikla og góða reynslu af miðlun stærri eignarhluta í skráðum hlutabréfum og bankinn er leiðandi í veltu í Kauphöll. Því er ljóst að Landsbankinn er ákjósanlegur samstarfsaðili fyrir ríkið við sölu eignanna,“ er haft eftir henni á vef Landsbankans


Sjá einnig:

Engeyjarættin: Þræðir stjórnmála og einkahagsmuna

68 milljarðar í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlaga

Endurteknir hagsmunaárekstrar Bjarna vegna viðskipta ættingja hans

Átta árum eftir Vafningsfléttuna: Sjóvá hjá Bjarna og sala undirbúin

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bankasýsla ríkisins

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár