Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Landsbankinn hjálpar til við söluna á stöðugleikaeignum ríkissjóðs

Tæp tvö ár eru lið­in frá því að Lands­bank­inn seldi hlut í Borg­un á und­ir­verði í lok­uðu sölu­ferli, með­al ann­ars til föð­ur­bróð­ur fjár­mála­ráð­herra. Næstu mán­uði mun rík­is­bank­inn eiga að­komu að sölu rík­is­eigna upp á tugi millj­arða, hluta­bréfa­eigna sem fylgdu stöð­ug­leikafram­lagi kröfu­hafa.

Landsbankinn hjálpar til við söluna á stöðugleikaeignum ríkissjóðs

Lindarhvoll, einkahlutafélagið sem fjármálaráðherra fól að halda utan um stöðugleikaeignir ríkissjóðs, hefur gert samning við Landsbankann um ráðgjöf við sölu eignanna. 

Tæp tvö ár eru liðin síðan sami banki – sem er nær alfarið í eigu ríkissjóðs og heyrir þannig með óbeinum hætti undir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra – seldi eignarhlut í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun á undirverði í lokuðu söluferli, meðal annars til fyrirtækis sem eignarhaldsfélag föðurbróður ráðherra, Einars Sveinssonar, á hlut í.

„Lindarhvoll ehf. hefur ráðið Landsbankann til að veita ráðgjöf við sölu skráðra hlutabréfaeigna í umsýslu félagsins,“ segir í tilkynningu sem birtist á vef Landsbankans í gær. Haft er eftir Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur, framkvæmdastjóra Markaða hjá Landsbankanum, að bankinn sé „ákjósanlegur samstarfsaðili fyrir ríkið við sölu eignanna“. 

Í tæp tvö ár hafa Landsbankinn, og um leið Bankasýsla ríkisins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sætt harðri gagnrýni vegna vinnubragða við sölu ríkiseignar í Borgunarmálinu. Nú, á síðustu mánuðum kjörtímabilsins, mun Landsbankinn eiga aðkomu að sölu hinna svonefndu stöðugleikaeigna. Stöðug­leikafram­lög til rík­is­sjóðs nema hátt í 400 millj­örðum króna en verðmæti þeirra eigna sem eru í umsýslu Lindarhvols hafa verið metin á rúma 60 milljarða miðað við bókfært virði. Til samanburðar má nefna að Landsbankinn seldi eignarhlutinn í Borgun á 2,2 milljarða í nóvember 2014.

800 milljóna arður og hagstæður samruni

Nokkrum vikum eftir hina umdeildu sölu Landsbankans á Borgunarhlutnum voru 800 milljónir króna greiddar út í arð til hluthafa Borgunar. Í byrjun ársins 2016 varð svo uppi fótur og fit þegar greint var frá því að bæði Borgun og Valitor, sem Landsbankinn átti einnig hlut í, hagnast um vel á annan tug milljarða króna vegna yfirtöku Visa Inc á Visa Europe. 

Þegar Landsbankinn seldi hlut sinn í Valitor var gerður sérstakur samningur um hlutdeild í ágóða vegna fyrirhugaðs samruna Visa Inc og Visa Europe. Hins vegar hafði enginn slíkur samningur verið gerður þegar bankinn seldi hlut sinn í Borgun skömmu áður. Eins og Kjarninn hefur bent á hafði þó Bloomberg-fréttaveitan fjallað sérstaklega um þær gríðarlegu upphæðir sem voru í húfi ef Visa Inc myndi nýta sér valrétt sinn og yfirtaka Visa Europe nokkrum dögum áður en greint var frá sölunni. 

Steinþór Pálsson
Steinþór Pálsson bankastjóri

Fram hefur komið að Landsbankinn vissi af valrétti Visa Inc og af áformum Borgunar um að auka umsvif fyrirtækisins erlendis áður en hlutur Landsbankans í greiðslumiðlunarfyrirtækinu var seldur árið 2014. 

Fjárfestahópurinn sem keypti hlut Landsbankans í Borgun var settur þannig saman, samkvæmt því sem komið hefur fram opinberlega, að forstjóri Borgunar hafði samband við tiltekna fjárfesta, meðal annars Einar Sveinsson, og bauð honum að vera með í viðskiptunum. 

Hafa bæði banka­stjóri og banka­ráð Landsbank­ans viðurkennt að eðlilegra hefði verið að selja eignarhlut bankans í Borgun í opnu söluferli þar sem fleiri fjárfestar hefðu fengið tækifæri til að bjóða í hlutinn.  

Ráðgjöf eða „milliganga við sölu“

Í gær, 4. ágúst 2016 eða tæpum tveimur árum eftir að Borgunarsala Landsbankans fór fram, hefur Lindarhvoll ehf., einkahlutafélag í eigu ríkissjóðs sem Bjarni Benediktsson setti á stofn, ráðið Landsbankann til að veita ráðgjöf við sölu skráðra hlutabréfaeigna í umsýslu félagsins.

Fram kemur í tilkynningu á vef Lindarhvols frá 21. júlí að Ríkiskaup hafi, að beiðni félagsins, annast milligöngu um öflun tilboða frá fjármálafyrirtækjum til að selja skráðar eignir í umsýslu félagsins auk tilboða frá hugsanlegum ráðgjöfum í tengslum við sölumeðferð á Lyfju hf. Á vef Ríkiskaupa var „óskað eftir tilboðum frá fyrirtækjum sem hafa leyfi til kauphallarviðskipta um að hafa milligöngu við sölu allra skráðra hlutabréfaeigna í umsýslu félagsins“. 

Í tilkynningu Lindarhvols segir: „Á grundvelli þeirra tilboða sem bárust hefur Lindarhvoll ehf. ráðið Landsbankann hf. til að veita ráðgjöf við sölu skráðra eigna í umsýslu félagsins og Virðingu hf. sem ráðgjafa í tengslum við sölumeðferð á Lyfju hf. Í samræmi við reglur Lindarhvols ehf. um umsýslu, fullnustu og sölu eigna, þar sem fram kemur að sala og ráðstöfun skuli eiga sér stað að undangengnu opnu tilboðsferli, þar sem gætt er gagnsæis og jafnræðis bjóðenda, er nú unnið að nánari útfærslu á söluferli fyrrnefndra eigna, sem kynnt verður nánar á næstu vikum. Við söluferli þeirra verður í samræmi við fyrrgreindar reglur lögð áhersla á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignirnar.“

Að því er fram kemur á vef Landsbankans eru Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Reitir fasteignafélag hf., Síminn hf. og Eimskipafélag Íslands hf þær eignir sem um er að ræða. Eins og Stundin hefur áður fjallað um er mál Sjóvar sérstakt í ljósi þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tengdist sjálfur þeim viðskiptagjörningum fyrir hrun sem leiddu til þess að tryggingafélagið fór á hliðina. Nú, átta árum seinna, ber hann pólitíska ábyrgð á því hvað verður um eignarhlut ríkisins í félaginu.

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason

„Allt á sömu hendur og venjulega“

Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, birti pistil um samstarf Lindarhvols og Landsbankans á vefsíðu sinni í gærkvöldi. „Í ljósi sögunnar verður það að teljast athyglisvert svo ekki sé nú meira sagt að ríkið leiti ráðgjafar hjá Landsbankanum um ráðstöfun eigna okkar. Ekki að það skipti öllu máli. Þetta fer á endanum allt á sömu hendur og venjulega. Ein stærsta einkavæðing sögunnar er komin á fullt skrið,“ skrifar hann. 

Þá hefur Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins til fjölda ára, hvatt Bjarna Benediktsson til að fela stjórn Lindarhvols að leita ráðgjafar erlendra sérfræðinga við umsýslu, fullnustu og sölu ríkiseigna.

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason

„Hvers vegna felur fjármálaráðherra ekki stjórn þess að semja við erlenda sérfræðinga um ráðgjöf við smíði sölutillagna og síðan framkvæmd þeirra? Hlutverk stjórnarinnar yrði eftirlit,“ skrifaði hann í bloggpistli í lok apríl. Benti Björn á að fyrsta einkavæðing bankanna sætti enn gagnrýni vegna þess hvernig að henni var staðið. „Önnur einkavæðing bankanna var framkvæmd með leynd. Þriðju einkavæðinguna ætti að framkvæma með aðild erlendra, óháðra sérfræðinga.“

Birni varð ekki að ósk sinni en Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá bankanum, telur þó að samstarf Landsbankans og ríkisins við sölu ríkiseignanna verði gifturíkt. „Sérfræðingar í markaðsviðskiptum hjá Landsbankanum hafa mikla og góða reynslu af miðlun stærri eignarhluta í skráðum hlutabréfum og bankinn er leiðandi í veltu í Kauphöll. Því er ljóst að Landsbankinn er ákjósanlegur samstarfsaðili fyrir ríkið við sölu eignanna,“ er haft eftir henni á vef Landsbankans


Sjá einnig:

Engeyjarættin: Þræðir stjórnmála og einkahagsmuna

68 milljarðar í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlaga

Endurteknir hagsmunaárekstrar Bjarna vegna viðskipta ættingja hans

Átta árum eftir Vafningsfléttuna: Sjóvá hjá Bjarna og sala undirbúin

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bankasýsla ríkisins

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár