Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Herða pólitísk tök sín á Bankasýslunni: Skipar tvo trúnaðarmenn ríkisstjórnarflokkanna í stjórnina

Lár­us Blön­dal og Sig­ur­jón Örn Þórs­son hafa báð­ir gegnt trún­að­ar­störf­um fyr­ir rík­is­stjórn­ar­flokk­anna og mynda nú meiri­hluta í stjórn Banka­sýslu rík­is­ins. Sig­ur­jón var að­stoð­ar­mað­ur Árna Magnús­son­ar en seg­ist ekki hafa gegn­gt póli­tísk­um trún­að­ar­störf­um eft­ir það. Bjarni Bene­dikts­son ætl­aði fyrr á ár­inu að leggja Banka­sýslu rík­is­ins nið­ur og taka yf­ir verk­efni stofn­un­ar­inn­ar.

Herða pólitísk tök sín á Bankasýslunni: Skipar tvo trúnaðarmenn ríkisstjórnarflokkanna í stjórnina
Með meirihluta í stjórninni Stjórn Bankasýslu ríkisins er nú skipuð tveimur fulltrúm, af þremur, sem eru handgengnir Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem sést hér með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra, ætlaði fyrr á árinu að leggja Bankasýsluna niður og flytja verkefni hennar í ráðuneyti sitt. Mynd: Pressphotos/Geirix

Tveir pólitískir trúnaðarmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa verið skipaðir í meirihluta stjórnar bankasýslu ríkisins. Bankasýsla ríkisins heyrir undir fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar og skipaði hann nýja stjórn yfir stofnunina þann 12. ágúst síðastliðinn.

Tveir nýir fulltrúar koma inn í stjórnina með skipun Bjarna: Lárus Blöndal, lögmaður og fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefndinni á síðasta kjörtímabili sem mjög er handgenginn Bjarna, og Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, en hann var pólitískur aðstoðarmaður Árna Magnússonar á árunum 2003 til 2006 þegar hann var þingmaður og félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins á síðasta áratug. Þriðji fulltrúinn í stjórn er Hulda Dóra Styrmisdóttir hagfræðingur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bankasýsla ríkisins

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár