Tveir pólitískir trúnaðarmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa verið skipaðir í meirihluta stjórnar bankasýslu ríkisins. Bankasýsla ríkisins heyrir undir fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar og skipaði hann nýja stjórn yfir stofnunina þann 12. ágúst síðastliðinn.
Tveir nýir fulltrúar koma inn í stjórnina með skipun Bjarna: Lárus Blöndal, lögmaður og fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefndinni á síðasta kjörtímabili sem mjög er handgenginn Bjarna, og Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, en hann var pólitískur aðstoðarmaður Árna Magnússonar á árunum 2003 til 2006 þegar hann var þingmaður og félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins á síðasta áratug. Þriðji fulltrúinn í stjórn er Hulda Dóra Styrmisdóttir hagfræðingur.
Athugasemdir