Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lætur ekki undan „öllu garginu“ um Guðmundar- og Geirfinnsmál

Brynj­ar Ní­els­son, formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is, tel­ur að grein sín frá 2011, þar sem hann kem­ur rann­sókn­ar­að­il­um og dóm­stól­um til varn­ar, eld­ist vel.

Lætur ekki undan „öllu garginu“ um Guðmundar- og Geirfinnsmál

Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur að grein sín um Guðmundar- og Geirfinnsmál frá 2011, þar sem hann kemur rannsóknaraðilum og dómstólum til varnar, eldist vel. Frá þessu greinir hann í umræðum á Facebook þar sem hæðst er að greininni. „Þetta eldist nefnilega mjög vel,“ skrifar Brynjar og bætir við: „Sumir láta ekki undan öllu garginu.“

Á föstudaginn féllst endurupptökunefnd á endurupptöku á dómum sem þeir Kristján Viðar Júlíusson, Sævar Marinó Ciesielski, Tryggvi Rúnar Leifsson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason hlutu í Guðmundar og Geirfinnsmálunum á áttunda áratug síðustu aldar. Í úrskurði nefndarinnar er því lýst með ítarlegum hætti hvernig lögregla beitti sakborningana harðræði og aðferðum sem ekki voru til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Fram kemur að lögregla hafi ítrekað brotið gegn réttindum sakborninga, meðal annars gegn lagaákvæðum um lengd yfirheyrslna og lagafyrirmælum um að svör manna við spurnum væru skilmerkilega og orðrétt færð í letur. Þá er því lýst hvernig staðið var að einangrunarvist sakborninga, en nefndin telur að harðræðið hafi haft áhrif á andlega og líkamlega heilsu þeirra. „Endurupptökunefnd telur að ónákvæm skráning og skortur á skráningu fjölmargra yfirheyrsla, viðtala og annarra samskipta rannsóknarmanna og annarra við dómfelldu á löngum tímabilum varpi mikilli rýrð á trúverðugleika rannsóknarinnar í heild,“ segir í úrskurðinum. 

Niðurstöður endurupptökunefndar eru að miklu leyti í takt við niðurstöður starfshóps innanríkisráðuneytisins sem kynntar voru árið 2013. Í skýrslu starfshópsins var því t.d. lýst hvernig Sævar Ciesielski sætti gæslu­v­arðhaldi í 1533 daga, þar af 615 daga í ein­angr­un í Síðumúlafang­elsi og var yfirheyrður í samtals 320 klukkustundir. Var höfði Sævars dýpt í kalt vatn, hann sleginn af fangaverði og honum haldið vakandi svo sólarhringum skipti auk þess sem hann fékk ótæpilega lyfjagjöf.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, skrifaði pistil um Guðmundar- og Geirfinnsmál á Pressuna árið 2011. Þar tekur hann upp hanskann fyrir rannsakendur og gerir lítið úr ásökunum um að sakborningar hafi verið beittir verulega harðræði. Þá fullyrðir hann að „allt tal um dómsmorð, illvirki dómara, þvinganir og harðræði lögreglu í því skyni að fá fram játningar í Guðmundar-og Geirfinnsmálinu“ sé „ekkert annað en aðdróttanir sem ekki verður séð að fái stuðning í gögnum málsins.“ Telur Brynjar „óskiljanlegt hvernig vegið hefur verið að þeim mönnum sem stýrðu rannsókn málanna og dæmdu þau í héraði og Hæstarétti“.

Sem fyrr segir telur Brynjar að skrif sín eldist vel þrátt fyrir að bæði starfshópur innanríkisráðuneytisins og endurupptökunefnd hafi gert grein fyrir harðræði og óvönduðum vinnubrögðum rannsóknaraðila með ítarlegum hætti síðan greinin var skrifuð. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár