Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Kristín svarar Sigmundi: „Þetta háttarlag er undarlegt“

Rit­stjóri Frétta­blaðs­ins svar­ar grein for­sæt­is­ráð­herra. Sig­mund­ur sagði blaða­menn Frétta­blaðs­ins vera full­trúa stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna. „Furðu­leg blanda af sam­særis­kenn­inga­smíð og við­kvæmni,“ seg­ir Krist­ín.

Kristín svarar Sigmundi: „Þetta háttarlag er undarlegt“

Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri 365 miðla, svarar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, í leiðara í Fréttablaðinu í dag. Líkt og Stundin greindi frá á miðvikudag sakaði Sigmundur Davíð blaðamenn Fréttablaðsins, Kolbein Óttarsson Proppé og Snærós Sindradóttur, um að vera fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna í grein sem birtist í Fréttablaðinu sama dag. Þá sagði hann dálkinn „Frá degi til dags“ vera stjórnarandstöðudálk. Kristín segir þetta vera kunnugleg stef „þessi furðulega blanda af samsæriskenningasmíð og viðkæmni sem ráðherranum er svo töm.“ 

„Fagfólk lætur ekki skoðanir lita umfjöllun sína í fréttum. Að halda öðru fram er atvinnurógur. Um dálkaskrif og leiðara gilda önnur lögmál. Maður skyldi ætla að forsætisráðherra þekkti þau.

„Þessi furðulega blanda af samsæriskenningasmíð og viðkæmni sem ráðherranum er svo töm.“

Hlutverk fjölmiðla er að veita valdinu aðhald. Það er aumur fjölmiðill sem ekki gagnrýnir aðgerðir ráðamanna. Óhjákvæmilega hallar þar á ríkisstjórn, enda öllu erfiðara að dæma stjórnarandstöðu sem hefur fá tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif,“ skrifar Kristín ennfremur. Þá bendir hún á að Fréttablaðið sé ekki eini miðillinn sem flækist fyrir forsætisráðherra og vísar til ummæla Sigmundar, í viðtali í Frjálsri verslun í mars á síðasta ári, um að fréttaflutningur RÚV um ESB-mál litist af því að vinstrisinnað fólk leiti frekar í fjölmiðlastörf. 

Ásakar blaðamenn
Ásakar blaðamenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna, hvort heldur þeir tjái sig á þingi eða á leiðarasíðu Fréttablaðsins, eiga erfitt með að sætta sig við vel heppnaða leiðréttingu.

Sjá einnig: Framsókn krefst þess að RÚV hagi sér betur

Þá segir Kristín Sigmund ekki hafa dregið þann lærdóm við afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, að vanda þyrfti meðferð vald, „heldur að ástæða væri til að hafa áhyggjur af umræðunni – eins og umræðan hefði brotið á hælisleitendunum.“ Þá segir hún samflokksmenn Sigmundar kynda undir enda hafi Karl Garðarsson alþingismaður til að mynda sagt forsætisráðherra verða fyrir pólitísku einelti og hatursumræðu

„Þetta háttalag er undarlegt. Ráðherrann hefur mörg vopn á hendi til að snúa aðstæðum sér í vil. Hann vann gríðarlegan kosningasigur síðast á grundvelli loforða um skuldaleiðréttingu og harðrar afstöðu til kröfuhafa bankanna. Hann hefur verið fylginn sér í hvoru tveggja, og í grófum dráttum staðið við stóru orðin,“ skrifar Kristín og beinir því til Sigmundar að vilji hann vinna annan kosningasigur þurfi hann að minna kjósendur á eigin orðheldni. Það hljóti að vera vænlegra til árangurs en að kveinka sér stanslaust undan umræðunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár