Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Konan sem barðist við vopnaða uppreisnarmenn – með Twitter

Ár­ið 2013 út­nefndi BBC Nadiu Al-Sakkaf frá Jemen sem eina af 100 kon­um sem hafa breytt heim­in­um. Þór­dís Elva Þor­valds­dótt­ir ræddi við þessa bar­áttu­konu sem brást við fjöl­miðla­banni, þar sem byss­um var beint að frétta­mönn­um, með því að halda áfram á Twitter.

Konan sem barðist við vopnaða uppreisnarmenn – með Twitter

Það er ekki að ástæðulausu sem Nadia Al-Sakkaf frá Jemen var útnefnd ein af 100 konum sem breytt hafa heiminum. Árið 2005 varð hún ritstjóri virta dagblaðsins Yemen Times, þá 27 ára gömul. Þegar arabíska vorið reið yfir landið mótmæltu hún og samverkamenn hennar og kröfðust afsagnar Saleh forseta, auk þess að flytja fregnir af uppreisninni til umheimsins. Haustið 2014 var hún gerð að ráðherra upplýsingamála, en ríkisstjórnin varð skammlíf því í janúar 2015 réðust vopnaðir uppreisnarmenn á höfuðborgina. Fyrsta verk þeirra var að koma á fjölmiðlabanni með því að ryðjast inn á ritstjórnir og beina byssum að fréttamönnum. Nadia brást við með því að halda áfram fréttaflutningi með eina mótinu sem henni var fært: Á Twitter. Hún neyddist til að flýja ásamt fjölskyldu sinni og býr í dag í Bretlandi, þar sem hún stundar doktorsnám. Nadia Al-Sakkaf sat fyrir svörum þann 17. maí síðastliðinn á Stockholm Internet Forum, stærstu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár