Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Konan sem barðist við vopnaða uppreisnarmenn – með Twitter

Ár­ið 2013 út­nefndi BBC Nadiu Al-Sakkaf frá Jemen sem eina af 100 kon­um sem hafa breytt heim­in­um. Þór­dís Elva Þor­valds­dótt­ir ræddi við þessa bar­áttu­konu sem brást við fjöl­miðla­banni, þar sem byss­um var beint að frétta­mönn­um, með því að halda áfram á Twitter.

Konan sem barðist við vopnaða uppreisnarmenn – með Twitter

Það er ekki að ástæðulausu sem Nadia Al-Sakkaf frá Jemen var útnefnd ein af 100 konum sem breytt hafa heiminum. Árið 2005 varð hún ritstjóri virta dagblaðsins Yemen Times, þá 27 ára gömul. Þegar arabíska vorið reið yfir landið mótmæltu hún og samverkamenn hennar og kröfðust afsagnar Saleh forseta, auk þess að flytja fregnir af uppreisninni til umheimsins. Haustið 2014 var hún gerð að ráðherra upplýsingamála, en ríkisstjórnin varð skammlíf því í janúar 2015 réðust vopnaðir uppreisnarmenn á höfuðborgina. Fyrsta verk þeirra var að koma á fjölmiðlabanni með því að ryðjast inn á ritstjórnir og beina byssum að fréttamönnum. Nadia brást við með því að halda áfram fréttaflutningi með eina mótinu sem henni var fært: Á Twitter. Hún neyddist til að flýja ásamt fjölskyldu sinni og býr í dag í Bretlandi, þar sem hún stundar doktorsnám. Nadia Al-Sakkaf sat fyrir svörum þann 17. maí síðastliðinn á Stockholm Internet Forum, stærstu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu