Rúnar Jóhannsson, framkvæmdastjóri ferðastofunnar Time Tours, segist sorgmæddur yfir atburðinum á Hverfisgötu í gær. Hann er sá sem tilkynnti til lögreglu að nakin kona væri í annarlegu ástandi á Hverfisgötunni. Fréttir um að lögregla hafi handtekið konu í nærbuxum einum klæða í gærkvöldi hafa vakið nokkra athygli í dag en Morgunblaðið, Vísir og DV birtu frétt upp úr dagbók lögreglu um málið.
„Þetta var bara kona á slæmum stað í lífinu. Hún var ung, alltof ung.“
Rúnar telur að konan hafi ekki verið eldri en 25 ára og segir hann að hún hafi óskað eftir að fara á geðdeild. Líkt og kom fram í fréttum í morgun var konan hins vegar vistuð í fangageymslu í nótt. „Þetta var bara kona á slæmum stað í lífinu. Hún var ung, alltof ung,“ segir Rúnar.
Athugasemdir