Framlög til hælismála verða aukin um 175 milljónir króna, meðal annars vegna „vandkvæða kærunefndar í útlendingamálum við að uppfylla áform um þann málshraða sem að var stefnt með stofnun hennar“. Þetta kemur fram í greinargerð fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2016.
Kærunefnd útlendingamála tók til starfa í byrjun þessa árs og var sett á fót í kjölfar lagabreytinga síðastliðið vor. Hefur afgreiðsla mála hjá nefndinni reynst tímafrekari en gert var ráð fyrir og samkvæmt heimildum Stundarinnar ríkir talsverð óánægja með þetta innan stjórnsýslunnar.
Uppfært 5. október:
Stundin hefur fjallað með ítarlegri hætti um störf kærunefndarinnar. Sjá hér.
Athugasemdir