Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Jón Óttar skuldar 300 þúsund fyrir blómum á sama tíma og hann fjárfestir í fjölmiðlum

Hjón­in Jón Ótt­ar Ragn­ars­son og Mar­grét Hrafns­dótt­ir skulda blóma­búð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 300 þús­und krón­ur vegna blóma í brúð­kaupi þeirra. Jón Ótt­ar er á sama tíma sagð­ur hafa fjár­fest í tug­millj­óna króna hlut í Vefpress­unni með Birni Inga Hrafns­syni, mági sín­um.

Jón Óttar skuldar 300 þúsund fyrir blómum á sama tíma og hann fjárfestir í fjölmiðlum

Hjónin Jón Óttar Ragnarsson og Margrét Hrafnsdóttir hafa ekki greitt um 300 þúsund króna skuld við blómabúð á höfuðborgarsvæðinu. Eigendur búðarinnar staðfesta þetta í samtali við Stundina en kjósa að tjá sig ekki um skuldina utan þess að þeir hafi mikið reynt að sækja hana, en án árangurs. Um er að ræða fjölskyldufyrirtæki í minni kantinum og því ljóst að málið kom sér illa fyrir þá sem standa að baki blómabúðinni. Gefa þeir til kynna að þeir hafi að lokum gefist upp á að innheimta skuldina og vilji því setja málið að baki sér.

Skuldin er tilkomin vegna blóma í brúðkaupi þeirra hjóna sem fór fram í lok árs 2013. Alls nam kostnaður vegna blóma í brúðkaupinu um hálfri milljón króna. 200 þúsund krónur hafa verið greiddar af þeirri upphæð.

Skuld hjónanna við blómabúðina vekur athygli vegna þess að Jón Óttar hefur verið að kaupa hluti í fjölmiðlum. Þann 30. desember var greint frá því á Pressunni að Jón Óttar hefði fjárfest í tíu prósenta hlut í Pressunni. „Jón Óttar hefur keypt nýtt hlutafé í Pressunni sem var gefið út í tilefni af kaupum félagsins á stærstum hluta hlutafjár í DV ehf. Eftir kaupin á Jón Óttar um ellefu prósenta hlut í Pressunni,“ segir í frétt Pressunnar.

Björn Ingi Hrafnsson, helsti eigandi Pressunnar, er mágur Jóns Óttars.

Hvaðan koma peningarnir?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár