Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Jón Óttar skuldar 300 þúsund fyrir blómum á sama tíma og hann fjárfestir í fjölmiðlum

Hjón­in Jón Ótt­ar Ragn­ars­son og Mar­grét Hrafns­dótt­ir skulda blóma­búð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 300 þús­und krón­ur vegna blóma í brúð­kaupi þeirra. Jón Ótt­ar er á sama tíma sagð­ur hafa fjár­fest í tug­millj­óna króna hlut í Vefpress­unni með Birni Inga Hrafns­syni, mági sín­um.

Jón Óttar skuldar 300 þúsund fyrir blómum á sama tíma og hann fjárfestir í fjölmiðlum

Hjónin Jón Óttar Ragnarsson og Margrét Hrafnsdóttir hafa ekki greitt um 300 þúsund króna skuld við blómabúð á höfuðborgarsvæðinu. Eigendur búðarinnar staðfesta þetta í samtali við Stundina en kjósa að tjá sig ekki um skuldina utan þess að þeir hafi mikið reynt að sækja hana, en án árangurs. Um er að ræða fjölskyldufyrirtæki í minni kantinum og því ljóst að málið kom sér illa fyrir þá sem standa að baki blómabúðinni. Gefa þeir til kynna að þeir hafi að lokum gefist upp á að innheimta skuldina og vilji því setja málið að baki sér.

Skuldin er tilkomin vegna blóma í brúðkaupi þeirra hjóna sem fór fram í lok árs 2013. Alls nam kostnaður vegna blóma í brúðkaupinu um hálfri milljón króna. 200 þúsund krónur hafa verið greiddar af þeirri upphæð.

Skuld hjónanna við blómabúðina vekur athygli vegna þess að Jón Óttar hefur verið að kaupa hluti í fjölmiðlum. Þann 30. desember var greint frá því á Pressunni að Jón Óttar hefði fjárfest í tíu prósenta hlut í Pressunni. „Jón Óttar hefur keypt nýtt hlutafé í Pressunni sem var gefið út í tilefni af kaupum félagsins á stærstum hluta hlutafjár í DV ehf. Eftir kaupin á Jón Óttar um ellefu prósenta hlut í Pressunni,“ segir í frétt Pressunnar.

Björn Ingi Hrafnsson, helsti eigandi Pressunnar, er mágur Jóns Óttars.

Hvaðan koma peningarnir?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár