Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Jón Óttar skuldar 300 þúsund fyrir blómum á sama tíma og hann fjárfestir í fjölmiðlum

Hjón­in Jón Ótt­ar Ragn­ars­son og Mar­grét Hrafns­dótt­ir skulda blóma­búð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 300 þús­und krón­ur vegna blóma í brúð­kaupi þeirra. Jón Ótt­ar er á sama tíma sagð­ur hafa fjár­fest í tug­millj­óna króna hlut í Vefpress­unni með Birni Inga Hrafns­syni, mági sín­um.

Jón Óttar skuldar 300 þúsund fyrir blómum á sama tíma og hann fjárfestir í fjölmiðlum

Hjónin Jón Óttar Ragnarsson og Margrét Hrafnsdóttir hafa ekki greitt um 300 þúsund króna skuld við blómabúð á höfuðborgarsvæðinu. Eigendur búðarinnar staðfesta þetta í samtali við Stundina en kjósa að tjá sig ekki um skuldina utan þess að þeir hafi mikið reynt að sækja hana, en án árangurs. Um er að ræða fjölskyldufyrirtæki í minni kantinum og því ljóst að málið kom sér illa fyrir þá sem standa að baki blómabúðinni. Gefa þeir til kynna að þeir hafi að lokum gefist upp á að innheimta skuldina og vilji því setja málið að baki sér.

Skuldin er tilkomin vegna blóma í brúðkaupi þeirra hjóna sem fór fram í lok árs 2013. Alls nam kostnaður vegna blóma í brúðkaupinu um hálfri milljón króna. 200 þúsund krónur hafa verið greiddar af þeirri upphæð.

Skuld hjónanna við blómabúðina vekur athygli vegna þess að Jón Óttar hefur verið að kaupa hluti í fjölmiðlum. Þann 30. desember var greint frá því á Pressunni að Jón Óttar hefði fjárfest í tíu prósenta hlut í Pressunni. „Jón Óttar hefur keypt nýtt hlutafé í Pressunni sem var gefið út í tilefni af kaupum félagsins á stærstum hluta hlutafjár í DV ehf. Eftir kaupin á Jón Óttar um ellefu prósenta hlut í Pressunni,“ segir í frétt Pressunnar.

Björn Ingi Hrafnsson, helsti eigandi Pressunnar, er mágur Jóns Óttars.

Hvaðan koma peningarnir?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár