Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Jón Ásgeir og Ingibjörg kölluðu blaðamann á teppið

Jón Há­kon Hall­dórs­son, blaða­mað­ur á 365 miðl­um, var kall­að­ur á tepp­ið hjá Ingi­björgu Pálma­dótt­ur, Jóni Ás­geiri Jó­hann­es­syni og Ein­ari Þór Sverris­syni lög­manni vegna gagn­rýni hans og fleiri starfs­manna á fram­göngu að­al­rit­stjóra og yf­ir­stjórn­ar.

Jón Ásgeir og Ingibjörg kölluðu blaðamann á teppið

Jón Hákon Halldórsson, blaðamaður á 365 miðlum, var kallaður á teppið hjá Ingibjörgu Pálmadóttur, aðaleiganda og stjórnarformanni fyrirtækisins, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni eiginmanni hennar og Einari Þór Sverrissyni, lögmanni sem situr í stjórn fyrirtækisins.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var fundurinn haldinn vegna gagnrýni Jóns Hákons og annarra starfsmanna fyrirtækisins á uppsögn Pjeturs Sigurðssonar, yfirmanns ljósmyndadeildar og framgöngu aðalritstjóra og yfirstjórnar í hans garð. 

„Við, starfsmenn Fréttablaðsins og Vísis, mótmælum harðlega óverðskuldaðri uppsögn yfirmanns ljósmyndadeildar 365, Pjeturs Sigurðssonar. Jafnframt eru hörmuð óásættanleg vinnubrögð aðalritstjóra og yfirstjórnar fyrirtækisins í aðdraganda uppsagnar Pjeturs og við kynningu á henni til samstarfsmanna hans,“ segir í yfirlýsingu sem samþykkt var einróma á fundi starfsmanna Fréttablaðsins og Vísis þann 8. ágúst og send fjölmiðlum daginn eftir úr tölvupóstfangi Jóns Hákons. Er þetta ástæða þess að hann var boðaður á fundinn.

Kristín Þorsteinsdóttir
Kristín Þorsteinsdóttir aðalritstjóri

Jóni Hákoni blöskraði uppsögnin á Pjetri Sigurðssyni líkt og flestum kollegum hans. Forsagan er sú að Pjetur, sem hafði starfað hjá Fréttablaðinu í um 13 ár eða nánast frá stofnun þess, sakaði Kristínu Þorsteinsdóttur aðalritstjóra um einelti. Athugun var sett af stað undir handleiðslu mannauðsstjóra og fjármálastjóra fyrirtækisins en ferlinu snarlega hætt eftir að Kristín komst á snoðir um það.

Fréttatíminn greindi frá málinu í byrjun sumars, en samkvæmt heimildum blaðsins hafði Kristín verið beðin sérstaklega afsökunar á athugun mannauðsstjóra og fjármálastjóra. Skömmu síðar sagði mannauðsstjórinn upp störfum. Þegar Kristín hélt svo sérstakan starfsmannafund um málefni Pjeturs í síðustu viku, án þess að hann fengi sjálfur að vera viðstaddur, var blaðamönnum nóg boðið.

„Við beinum því til stjórnar og stjórnenda 365 að tryggja að slík framganga, sem grefur undan faglegum grunni og trúverðugleika fréttastofunnar, geti ekki endurtekið sig. Pjetur Sigurðsson hefur þriggja  áratuga reynslu sem blaðaljósmyndari. Þar af þrettán ára starfsferil hjá Fréttablaðinu og Vísi. Hann á að baki farsælan feril og hefur reynst góður samstarfsmaður,“ segir í yfirlýsingu starfsmanna.

Vikt­oría Her­manns­dóttir, annar rit­stjóra helg­ar­blaðs Frétta­blaðs­ins og Fanney Birna Jóns­dótt­ir, aðstoð­ar­rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, sögðu nýlega upp störfum. Þá hefur Stundin fengið staðfest að Óli Kristján Ármannsson, einn reynslumesti blaðamaður Fréttablaðsins, er einnig á förum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár