Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Jólin erfiður tími fyrir Sveindísi sem upplifir sig foreldralausa: „Ég er reið, ég er pirruð og ég er sár“

Svein­dís Guð­munds­dótt­ir fór að heim­an sex­tán ára göm­ul og leit aldrei um öxl. Fyr­ir jól­in hell­ist skamm­deg­ið yf­ir og hún fyll­ist öf­und gagn­vart fólki sem á eðli­legt sam­band við fjöl­skyld­una sína. Sjálf er hún hvorki í sam­bandi við föð­ur sinn né móð­ur, en seg­ist hafa lært af ár­un­um sem hún var ein með móð­ur sinni hvernig hún mun aldrei koma fram við börn­in sín.

Jólin erfiður tími fyrir Sveindísi sem upplifir sig foreldralausa: „Ég er reið, ég er pirruð og ég er sár“

„Stundum langar mig bara að eiga mömmu til að tala við og pabba til að hugga mig,“ segir í pistli frá Sveindísi Guðmundsdóttur, um það hvað jólin eru erfiður árstími fyrir fólk sem er ekki í tengslum við fjölskylduna. „Ég er reið, ég er pirruð og ég er sár. Ég er að ganga í gegnum tíma núna sem ég þyrfti virkilega á foreldri að halda, ég er orðin svo langþreytt á að treysta bara á sjálfa mig og standa alein á mínum fótum, ég hef verið að svo lengi og núna er ég þreytt.“

Sveindís fór að heiman sextán ára gömul og hefur ekki verið í neinu sambandi við móður sína síðan. Hún og systir hennar, Linda María Guðmundsdóttir, sögðu sögu sína í samtali við Stundina í janúar og lýstu þar ofbeldi af hálfu móður sinnar. Þar lýsti Sveindís því meðal annars þegar hún fór að heiman:  „Ég var komin út á götu þegar mamma uppgötvaði að ég væri farin. Hún kallaði á eftir mér en ég hélt áfram án þess að líta við. Ég gekk götuna á enda og burt, eins langt og ég komst. Ég kom aldrei heim aftur.“

Linda María sótti systur sína og bauð henni að búa hjá sér. Sjálf var hún aðeins barn að aldri þegar hún var farin að reyna að vernda yngri systkini sín. „Ég var ekki orðin tíu ára þegar ég var farin að fara út með systur mína á sleða seinni partinn og segja henni að horfa til stjarnanna, því við gætum alltaf óskað okkur betri tíðar.“

Móðir þeirra hafnaði ásökunum systranna og sagði þær ljúga. Hún sagðist ekki vita af hverju en sagði um Sveindísi: „Mér þótti virkilega vænt um hana. Þetta er sama manneskjan að sjá en innrætið er farið.“ Faðir þeirra vildi ekki tjá sig, en í pistlinum sem Sveindís skrifaði segist hún ekki heldur vera í neinu sambandi við hann lengur. Pistilinn má lesa í heild sinni hér að neðan.

Þið sem eigið foreldra, verið þakklát

Það er eitt sem hefur legið á mínu hjarta síðustu daga og gerir það alltaf þegar jólin nálgast. Ég öfunda svo mikið fólk sem eðlilega fjölskyldu, sem á eðlilegt fjölskyldumynstur og eðlilega foreldra. Það er eitthvað við skammdegið sem fær mig til að hugsa meira um þetta núna en restina af árinu.

Ég lít á sjálfa mig sem foreldralausa, þó að foreldrar mínir séu báðir á lífi. Þetta samband á milli okkar er svo langt frá því að vera eðlilegt að það er bara fáránlegt. Ég hef þurft að standa á eigin fótum í langan tíma, þurfti að þroskast langt fyrir aldur fram því ég var á forræði foreldris sem gat engan vegin hugsað um mig. Eini lærdómurinn sem ég get tekið með mér inni í framtíðina frá þeim sex árum sem ég var ein með þessari konu er hvernig ég mun ALDREI koma fram við börnin mín. Ég mun alltaf koma fram við þau af kærleika og aldrei gera lítið úr þeim eða leggja mínar hendur á þau.

Ég mun alltaf koma fram við þau af kærleika og aldrei gera lítið úr þeim eða leggja mínar hendur á þau

Nú hef ég ekki heldur verið í sambandi við föður minn í rúmt eitt og hálft ár. Sumir kunna bara ekki að vera foreldrar. Það er enn lengra síðan systur mínar hafa talað við hann og hann þekkir ekki barnabörnin sín, hversu frábær þau eru og hversu ótrúlega skemmtilegir og flottir einstaklingar þeir eru. Þetta er allt sem telst eðlilegt í minni fjölskyldu. Að tala ekki saman svo árum skiptir.

Ég er reið, ég er pirruð og ég er sár. Ég er að ganga í gegnum tíma núna þar sem ég þyrfti virkilega á foreldri að halda. Ég er orðin langþreytt á að treysta bara á sjálfa mig og standa alein á mínum fótum. Ég hef verið að svo lengi og núna er ég þreytt. Þetta hefur legið lengi djúpt á hjarta mínu og ég varð að koma þessu frá mér.

Ég er samt sem áður stolt af mér. Allt sem ég hef afrekað ein síðustu ár. Ég hef verið ótrúlega dugleg suma daga en aðra daga hef ég gefið skít í allt og vorkennt sjálfri mér og grátið í hljóði. En núna vil ég ekki eiga þessa slæmu daga lengur. Ég ætla að harka af mér og halda ótrauð áfram þó að ég hafi ekki bakland í foreldrum mínum. Þið sem eigið foreldra sem eru allt í lagi, verið þakklát því það eru ekki allir svo heppnir. Á svona tímum er ég þakklát fyrir systur mínar og ég er þakklát fyrir vini mína. Það sem er svo mikil synd varðandi þetta allt samana er að ég á foreldra sem eru á lífi, en samt líður mér eins og ég eigi enga foreldra. Stundum langar mig bara að eiga mömmu til að tala við og pabba til að hugga mig.

Ég hef oft sagt þetta í gegnum árin, maður fær ekki að velja fjölskylduna sína en maður fær að velja vini sína og því er eins gott að vanda valið.“

Sjá einnig: Systur lýsa ofbeldi móður sinnar 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár