Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Jólin erfiður tími fyrir Sveindísi sem upplifir sig foreldralausa: „Ég er reið, ég er pirruð og ég er sár“

Svein­dís Guð­munds­dótt­ir fór að heim­an sex­tán ára göm­ul og leit aldrei um öxl. Fyr­ir jól­in hell­ist skamm­deg­ið yf­ir og hún fyll­ist öf­und gagn­vart fólki sem á eðli­legt sam­band við fjöl­skyld­una sína. Sjálf er hún hvorki í sam­bandi við föð­ur sinn né móð­ur, en seg­ist hafa lært af ár­un­um sem hún var ein með móð­ur sinni hvernig hún mun aldrei koma fram við börn­in sín.

Jólin erfiður tími fyrir Sveindísi sem upplifir sig foreldralausa: „Ég er reið, ég er pirruð og ég er sár“

„Stundum langar mig bara að eiga mömmu til að tala við og pabba til að hugga mig,“ segir í pistli frá Sveindísi Guðmundsdóttur, um það hvað jólin eru erfiður árstími fyrir fólk sem er ekki í tengslum við fjölskylduna. „Ég er reið, ég er pirruð og ég er sár. Ég er að ganga í gegnum tíma núna sem ég þyrfti virkilega á foreldri að halda, ég er orðin svo langþreytt á að treysta bara á sjálfa mig og standa alein á mínum fótum, ég hef verið að svo lengi og núna er ég þreytt.“

Sveindís fór að heiman sextán ára gömul og hefur ekki verið í neinu sambandi við móður sína síðan. Hún og systir hennar, Linda María Guðmundsdóttir, sögðu sögu sína í samtali við Stundina í janúar og lýstu þar ofbeldi af hálfu móður sinnar. Þar lýsti Sveindís því meðal annars þegar hún fór að heiman:  „Ég var komin út á götu þegar mamma uppgötvaði að ég væri farin. Hún kallaði á eftir mér en ég hélt áfram án þess að líta við. Ég gekk götuna á enda og burt, eins langt og ég komst. Ég kom aldrei heim aftur.“

Linda María sótti systur sína og bauð henni að búa hjá sér. Sjálf var hún aðeins barn að aldri þegar hún var farin að reyna að vernda yngri systkini sín. „Ég var ekki orðin tíu ára þegar ég var farin að fara út með systur mína á sleða seinni partinn og segja henni að horfa til stjarnanna, því við gætum alltaf óskað okkur betri tíðar.“

Móðir þeirra hafnaði ásökunum systranna og sagði þær ljúga. Hún sagðist ekki vita af hverju en sagði um Sveindísi: „Mér þótti virkilega vænt um hana. Þetta er sama manneskjan að sjá en innrætið er farið.“ Faðir þeirra vildi ekki tjá sig, en í pistlinum sem Sveindís skrifaði segist hún ekki heldur vera í neinu sambandi við hann lengur. Pistilinn má lesa í heild sinni hér að neðan.

Þið sem eigið foreldra, verið þakklát

Það er eitt sem hefur legið á mínu hjarta síðustu daga og gerir það alltaf þegar jólin nálgast. Ég öfunda svo mikið fólk sem eðlilega fjölskyldu, sem á eðlilegt fjölskyldumynstur og eðlilega foreldra. Það er eitthvað við skammdegið sem fær mig til að hugsa meira um þetta núna en restina af árinu.

Ég lít á sjálfa mig sem foreldralausa, þó að foreldrar mínir séu báðir á lífi. Þetta samband á milli okkar er svo langt frá því að vera eðlilegt að það er bara fáránlegt. Ég hef þurft að standa á eigin fótum í langan tíma, þurfti að þroskast langt fyrir aldur fram því ég var á forræði foreldris sem gat engan vegin hugsað um mig. Eini lærdómurinn sem ég get tekið með mér inni í framtíðina frá þeim sex árum sem ég var ein með þessari konu er hvernig ég mun ALDREI koma fram við börnin mín. Ég mun alltaf koma fram við þau af kærleika og aldrei gera lítið úr þeim eða leggja mínar hendur á þau.

Ég mun alltaf koma fram við þau af kærleika og aldrei gera lítið úr þeim eða leggja mínar hendur á þau

Nú hef ég ekki heldur verið í sambandi við föður minn í rúmt eitt og hálft ár. Sumir kunna bara ekki að vera foreldrar. Það er enn lengra síðan systur mínar hafa talað við hann og hann þekkir ekki barnabörnin sín, hversu frábær þau eru og hversu ótrúlega skemmtilegir og flottir einstaklingar þeir eru. Þetta er allt sem telst eðlilegt í minni fjölskyldu. Að tala ekki saman svo árum skiptir.

Ég er reið, ég er pirruð og ég er sár. Ég er að ganga í gegnum tíma núna þar sem ég þyrfti virkilega á foreldri að halda. Ég er orðin langþreytt á að treysta bara á sjálfa mig og standa alein á mínum fótum. Ég hef verið að svo lengi og núna er ég þreytt. Þetta hefur legið lengi djúpt á hjarta mínu og ég varð að koma þessu frá mér.

Ég er samt sem áður stolt af mér. Allt sem ég hef afrekað ein síðustu ár. Ég hef verið ótrúlega dugleg suma daga en aðra daga hef ég gefið skít í allt og vorkennt sjálfri mér og grátið í hljóði. En núna vil ég ekki eiga þessa slæmu daga lengur. Ég ætla að harka af mér og halda ótrauð áfram þó að ég hafi ekki bakland í foreldrum mínum. Þið sem eigið foreldra sem eru allt í lagi, verið þakklát því það eru ekki allir svo heppnir. Á svona tímum er ég þakklát fyrir systur mínar og ég er þakklát fyrir vini mína. Það sem er svo mikil synd varðandi þetta allt samana er að ég á foreldra sem eru á lífi, en samt líður mér eins og ég eigi enga foreldra. Stundum langar mig bara að eiga mömmu til að tala við og pabba til að hugga mig.

Ég hef oft sagt þetta í gegnum árin, maður fær ekki að velja fjölskylduna sína en maður fær að velja vini sína og því er eins gott að vanda valið.“

Sjá einnig: Systur lýsa ofbeldi móður sinnar 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár