Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Íslenskir múslimar boðaðir á fund í sendiráði Sádi-Arabíu til að sameina þá undir „öfgahóp“

Í sádi-ar­ab­ísk­um leyniskjöl­um kem­ur fram að Sádi-Ar­ab­ía hafði af­skipti af mál­efn­um múslima á Ís­landi. Sal­mann Tamimi var kall­að­ur á fund í sendi­ráð­inu með full­trúa meints íslamsks öfga­hóps. Síð­ar boð­aði Sádi-Ar­ab­ía millj­ón doll­ara styrk til bygg­ing­ar mosku á Ís­landi.

Íslenskir múslimar boðaðir á fund í sendiráði Sádi-Arabíu til að sameina þá undir „öfgahóp“
Salmann Tamimi Þáverandi formaður Félags múslima á Íslandi var boðaður á fund í sendiráði Sádí-Arabíu gagnvart Íslandi. Umræðuefnið var að sameina múslima undir regnhlíf samtaka, sem forsvarsmenn Félags múslima segja vera öfgafull. Á fundinum kom fram að þetta væri gert með vilja íslenskra stjórnvalda. Mynd: Pressphotos

Í leyniskjali frá sendiráði Sádi-Arabíu gagnvart Íslandi, sem Wikileaks hefur birt, kemur fram að fulltrúar Félags múslima á Íslandi hafi verið boðaðir á fund sendiráðsins, sem staðsett er í Stokkhólmi. Í skjalinu, sem er orðsending sendiráðsins til sádískra stjórnvalda, birtist fullyrðing frá sendiráðinu um að fundurinn hefði verið að vilja íslenskra stjórnvalda.

Tveimur árum eftir fundinn tilkynnti sendiherra Sádi-Arabíu á fundi á Bessastöðum með forseta Íslands að konungdæmið legði fram milljón dollara, eða um 130 milljónir króna, til byggingar mosku í Reykjavík, en peningarnir virðast hafa runnið til sjálfseignarstofnunar sem á Ýmishúsið í Skógarhlíð í Reykjavík, þar sem trúfélagið Menningarsetur múslima á Íslandi er starfrækt.

Reynt að sameina íslenska múslima undir „öfgahóp“

Salmann Tamimi, sem var formaður Félags múslima þegar fundurinn átti sér stað, staðfestir í samtali við Stundina að hann hafi verið á fundinum. Hann staðfestir líka að fram hafi komið á fundinum af hálfu sendiráðsins að íslensk yfirvöld hefðu farið fram á aðkomu sendiráðs Sádi-Arabíu að málinu. Salmann kveðst hafa verið hissa á því að íslensk yfirvöld hefðu beðið Sádi-Arabíu að skipta sér af málefnum múslima á Íslandi.

„Að mínu mati er Ar-Risalah öfgahópur“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu