Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Íslenskir múslimar boðaðir á fund í sendiráði Sádi-Arabíu til að sameina þá undir „öfgahóp“

Í sádi-ar­ab­ísk­um leyniskjöl­um kem­ur fram að Sádi-Ar­ab­ía hafði af­skipti af mál­efn­um múslima á Ís­landi. Sal­mann Tamimi var kall­að­ur á fund í sendi­ráð­inu með full­trúa meints íslamsks öfga­hóps. Síð­ar boð­aði Sádi-Ar­ab­ía millj­ón doll­ara styrk til bygg­ing­ar mosku á Ís­landi.

Íslenskir múslimar boðaðir á fund í sendiráði Sádi-Arabíu til að sameina þá undir „öfgahóp“
Salmann Tamimi Þáverandi formaður Félags múslima á Íslandi var boðaður á fund í sendiráði Sádí-Arabíu gagnvart Íslandi. Umræðuefnið var að sameina múslima undir regnhlíf samtaka, sem forsvarsmenn Félags múslima segja vera öfgafull. Á fundinum kom fram að þetta væri gert með vilja íslenskra stjórnvalda. Mynd: Pressphotos

Í leyniskjali frá sendiráði Sádi-Arabíu gagnvart Íslandi, sem Wikileaks hefur birt, kemur fram að fulltrúar Félags múslima á Íslandi hafi verið boðaðir á fund sendiráðsins, sem staðsett er í Stokkhólmi. Í skjalinu, sem er orðsending sendiráðsins til sádískra stjórnvalda, birtist fullyrðing frá sendiráðinu um að fundurinn hefði verið að vilja íslenskra stjórnvalda.

Tveimur árum eftir fundinn tilkynnti sendiherra Sádi-Arabíu á fundi á Bessastöðum með forseta Íslands að konungdæmið legði fram milljón dollara, eða um 130 milljónir króna, til byggingar mosku í Reykjavík, en peningarnir virðast hafa runnið til sjálfseignarstofnunar sem á Ýmishúsið í Skógarhlíð í Reykjavík, þar sem trúfélagið Menningarsetur múslima á Íslandi er starfrækt.

Reynt að sameina íslenska múslima undir „öfgahóp“

Salmann Tamimi, sem var formaður Félags múslima þegar fundurinn átti sér stað, staðfestir í samtali við Stundina að hann hafi verið á fundinum. Hann staðfestir líka að fram hafi komið á fundinum af hálfu sendiráðsins að íslensk yfirvöld hefðu farið fram á aðkomu sendiráðs Sádi-Arabíu að málinu. Salmann kveðst hafa verið hissa á því að íslensk yfirvöld hefðu beðið Sádi-Arabíu að skipta sér af málefnum múslima á Íslandi.

„Að mínu mati er Ar-Risalah öfgahópur“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár