Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Íslenskir múslimar boðaðir á fund í sendiráði Sádi-Arabíu til að sameina þá undir „öfgahóp“

Í sádi-ar­ab­ísk­um leyniskjöl­um kem­ur fram að Sádi-Ar­ab­ía hafði af­skipti af mál­efn­um múslima á Ís­landi. Sal­mann Tamimi var kall­að­ur á fund í sendi­ráð­inu með full­trúa meints íslamsks öfga­hóps. Síð­ar boð­aði Sádi-Ar­ab­ía millj­ón doll­ara styrk til bygg­ing­ar mosku á Ís­landi.

Íslenskir múslimar boðaðir á fund í sendiráði Sádi-Arabíu til að sameina þá undir „öfgahóp“
Salmann Tamimi Þáverandi formaður Félags múslima á Íslandi var boðaður á fund í sendiráði Sádí-Arabíu gagnvart Íslandi. Umræðuefnið var að sameina múslima undir regnhlíf samtaka, sem forsvarsmenn Félags múslima segja vera öfgafull. Á fundinum kom fram að þetta væri gert með vilja íslenskra stjórnvalda. Mynd: Pressphotos

Í leyniskjali frá sendiráði Sádi-Arabíu gagnvart Íslandi, sem Wikileaks hefur birt, kemur fram að fulltrúar Félags múslima á Íslandi hafi verið boðaðir á fund sendiráðsins, sem staðsett er í Stokkhólmi. Í skjalinu, sem er orðsending sendiráðsins til sádískra stjórnvalda, birtist fullyrðing frá sendiráðinu um að fundurinn hefði verið að vilja íslenskra stjórnvalda.

Tveimur árum eftir fundinn tilkynnti sendiherra Sádi-Arabíu á fundi á Bessastöðum með forseta Íslands að konungdæmið legði fram milljón dollara, eða um 130 milljónir króna, til byggingar mosku í Reykjavík, en peningarnir virðast hafa runnið til sjálfseignarstofnunar sem á Ýmishúsið í Skógarhlíð í Reykjavík, þar sem trúfélagið Menningarsetur múslima á Íslandi er starfrækt.

Reynt að sameina íslenska múslima undir „öfgahóp“

Salmann Tamimi, sem var formaður Félags múslima þegar fundurinn átti sér stað, staðfestir í samtali við Stundina að hann hafi verið á fundinum. Hann staðfestir líka að fram hafi komið á fundinum af hálfu sendiráðsins að íslensk yfirvöld hefðu farið fram á aðkomu sendiráðs Sádi-Arabíu að málinu. Salmann kveðst hafa verið hissa á því að íslensk yfirvöld hefðu beðið Sádi-Arabíu að skipta sér af málefnum múslima á Íslandi.

„Að mínu mati er Ar-Risalah öfgahópur“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár