Í leyniskjali frá sendiráði Sádi-Arabíu gagnvart Íslandi, sem Wikileaks hefur birt, kemur fram að fulltrúar Félags múslima á Íslandi hafi verið boðaðir á fund sendiráðsins, sem staðsett er í Stokkhólmi. Í skjalinu, sem er orðsending sendiráðsins til sádískra stjórnvalda, birtist fullyrðing frá sendiráðinu um að fundurinn hefði verið að vilja íslenskra stjórnvalda.
Tveimur árum eftir fundinn tilkynnti sendiherra Sádi-Arabíu á fundi á Bessastöðum með forseta Íslands að konungdæmið legði fram milljón dollara, eða um 130 milljónir króna, til byggingar mosku í Reykjavík, en peningarnir virðast hafa runnið til sjálfseignarstofnunar sem á Ýmishúsið í Skógarhlíð í Reykjavík, þar sem trúfélagið Menningarsetur múslima á Íslandi er starfrækt.
Reynt að sameina íslenska múslima undir „öfgahóp“
Salmann Tamimi, sem var formaður Félags múslima þegar fundurinn átti sér stað, staðfestir í samtali við Stundina að hann hafi verið á fundinum. Hann staðfestir líka að fram hafi komið á fundinum af hálfu sendiráðsins að íslensk yfirvöld hefðu farið fram á aðkomu sendiráðs Sádi-Arabíu að málinu. Salmann kveðst hafa verið hissa á því að íslensk yfirvöld hefðu beðið Sádi-Arabíu að skipta sér af málefnum múslima á Íslandi.
„Að mínu mati er Ar-Risalah öfgahópur“
Athugasemdir