Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Íslensk stjórnvöld sendu þrjú börn á götuna í París

Eft­ir að ís­lensk yf­ir­völd sendu Sei­bel-fjöl­skyld­una úr landi, án þess að taka hæl­is­um­sókn henn­ar til með­ferð­ar, er lík­legt að hún verði fyr­ir refs­ingu í Ús­bekist­an. Mann­rétt­inda­sam­tök hafa ít­rek­að gagn­rýnt stjórn­völd í Ús­bekist­an fyr­ir skipu­lögð mann­rétt­inda­brot gegn þegn­um sín­um.

Íslensk stjórnvöld sendu þrjú börn á götuna í París

Rúmlega tólf hundruð manns hafa nú skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að veita Seibel-fjölskyldunni, sem send var úr landi þann 26. apríl síðastliðinn, hæli á Íslandi. Hjónin Irena og Vladimir Seibel flúðu hingað til lands vegna trúarofsókna í heimalandinu, Úsbekistan, í ágúst á síðasta ári ásamt börnum sínum þremur, Milinu, níu ára, og tvíburunum Samir og Kemal, sem eru sex ára. Fyrir rúmum mánuði var þeim síðan vísað úr landi án þess að umsókn þeirra um hæli væri tekin til meðferðar. Þau höfðu þá búið á landinu í átta mánuði, börnin þrjú gengið í skóla, stundað íþróttir og lært íslensku. Líklegt er að þeim verði refsað fyrir að hafa reynt að skipta um búsetuland.

Það eru starfsmenn Akursskóla í Innri-Njarðvík sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni en börnin voru öll nemendur við skólann. Þá hófu starfsmennirnir einnig söfnun handa fjölskyldunni og hafa sent henni peninga til Frakklands fyrir mat og skjóli. 

„Ef það hefði ekki verið fyrir aðstoð vina okkar og kennara á Íslandi þá værum við á götunni,“ segir Irina í samtali við Stundina. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár