Íslensk stjórnvöld sendu þrjú börn á götuna í París

Eft­ir að ís­lensk yf­ir­völd sendu Sei­bel-fjöl­skyld­una úr landi, án þess að taka hæl­is­um­sókn henn­ar til með­ferð­ar, er lík­legt að hún verði fyr­ir refs­ingu í Ús­bekist­an. Mann­rétt­inda­sam­tök hafa ít­rek­að gagn­rýnt stjórn­völd í Ús­bekist­an fyr­ir skipu­lögð mann­rétt­inda­brot gegn þegn­um sín­um.

Íslensk stjórnvöld sendu þrjú börn á götuna í París

Rúmlega tólf hundruð manns hafa nú skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að veita Seibel-fjölskyldunni, sem send var úr landi þann 26. apríl síðastliðinn, hæli á Íslandi. Hjónin Irena og Vladimir Seibel flúðu hingað til lands vegna trúarofsókna í heimalandinu, Úsbekistan, í ágúst á síðasta ári ásamt börnum sínum þremur, Milinu, níu ára, og tvíburunum Samir og Kemal, sem eru sex ára. Fyrir rúmum mánuði var þeim síðan vísað úr landi án þess að umsókn þeirra um hæli væri tekin til meðferðar. Þau höfðu þá búið á landinu í átta mánuði, börnin þrjú gengið í skóla, stundað íþróttir og lært íslensku. Líklegt er að þeim verði refsað fyrir að hafa reynt að skipta um búsetuland.

Það eru starfsmenn Akursskóla í Innri-Njarðvík sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni en börnin voru öll nemendur við skólann. Þá hófu starfsmennirnir einnig söfnun handa fjölskyldunni og hafa sent henni peninga til Frakklands fyrir mat og skjóli. 

„Ef það hefði ekki verið fyrir aðstoð vina okkar og kennara á Íslandi þá værum við á götunni,“ segir Irina í samtali við Stundina. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár