Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Íslensk stjórnvöld sendu þrjú börn á götuna í París

Eft­ir að ís­lensk yf­ir­völd sendu Sei­bel-fjöl­skyld­una úr landi, án þess að taka hæl­is­um­sókn henn­ar til með­ferð­ar, er lík­legt að hún verði fyr­ir refs­ingu í Ús­bekist­an. Mann­rétt­inda­sam­tök hafa ít­rek­að gagn­rýnt stjórn­völd í Ús­bekist­an fyr­ir skipu­lögð mann­rétt­inda­brot gegn þegn­um sín­um.

Íslensk stjórnvöld sendu þrjú börn á götuna í París

Rúmlega tólf hundruð manns hafa nú skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að veita Seibel-fjölskyldunni, sem send var úr landi þann 26. apríl síðastliðinn, hæli á Íslandi. Hjónin Irena og Vladimir Seibel flúðu hingað til lands vegna trúarofsókna í heimalandinu, Úsbekistan, í ágúst á síðasta ári ásamt börnum sínum þremur, Milinu, níu ára, og tvíburunum Samir og Kemal, sem eru sex ára. Fyrir rúmum mánuði var þeim síðan vísað úr landi án þess að umsókn þeirra um hæli væri tekin til meðferðar. Þau höfðu þá búið á landinu í átta mánuði, börnin þrjú gengið í skóla, stundað íþróttir og lært íslensku. Líklegt er að þeim verði refsað fyrir að hafa reynt að skipta um búsetuland.

Það eru starfsmenn Akursskóla í Innri-Njarðvík sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni en börnin voru öll nemendur við skólann. Þá hófu starfsmennirnir einnig söfnun handa fjölskyldunni og hafa sent henni peninga til Frakklands fyrir mat og skjóli. 

„Ef það hefði ekki verið fyrir aðstoð vina okkar og kennara á Íslandi þá værum við á götunni,“ segir Irina í samtali við Stundina. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár