Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sigmundur snýr aftur og býr fylgismenn sína undir „ofsafengin viðbrögð“ - „Íslandi allt!“

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, boð­ar end­ur­komu sína og býr fylg­is­menn sína und­ir ofsa­feng­in við­brögð.

Sigmundur snýr aftur og býr fylgismenn sína undir „ofsafengin viðbrögð“ - „Íslandi allt!“

„Íslandi allt!“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í niðurlagi bréfs til stuðningsmanna sinna þar sem hann boðar endurkomu í stjórnmálum.

Sigmundur, sem sagði af sér í kjölfar þess að upp komst um leynilega hagsmuni hans gagnvart þrotabúum íslensku bankanna, í gegnum félag í skattaskjóli, er ennþá formaður Framsóknarflokksins, þrátt fyrir að hafa sagt af sér embætti sem forsætisráðherra í kjölfar þess að hann sagði ósatt í sjónvarpsviðtali.

Í bréfi sínu segir Sigmundur að andstæðingar hans muni líta á Framsóknarflokkinn sem ógn. Hann sér fyrir „ofsafengin viðbrögð“ gegn honum og flokknum við endurkomu hans. „Á næstunni mun ég því aftur hefja fulla þátttöku í stjórnmálabaráttunni. Það mun vekja viðbrögð. Látið það ekki slá ykkur út af laginu. Viðbrögð, jafnvel ofsafengin viðbrögð gegn mér og okkur eru nú sem fyrr til marks um að andstæðingar telji sér að sér standi ógn af okkur. Þótt framsóknarmenn láti andstæðingana ekki slá sig út af laginu er mikilvægt að hafa helstu staðreyndir á hreinu.“

Sigmundur boðar því að flokksmenn verði upplýstir í tengslum við endurkomu hans. „Á næstu dögum munu því flokksmenn fá sendar upplýsingar um öll þau álitamál sem upp kunna að koma.“ 

Hann varar við því að erfitt sé að berjast fyrir almannahagsmunum þegar „áhrifamiklum andstæðingum“ sé mætt.

„Oft heyri ég flokksmenn tala um að við þurfum að standa betur að almannatengslum, vera betri í því að koma sjónarmiðum okkar á framfæri. Það er rétt en oft er það hægara sagt en gert og veltur auðvitað á aðstæðum. Að undanförnu höfum við til dæmis kynnst því að það er ekki auðvelt að berjast fyrir almannahagsmunum þegar menn mæta eins áhrifamiklum andstæðingum og þeim sem við höfum verið að takast á við.“

Sigmundur gefur til kynna í bréfinu að óþarft sé að kjósa í haust, eins og forsvarsmenn beggja flokka boðuðu í kjölfar afsagnar hans. „Einhverra hluta vegna hefur hluti samstarfsmanna okkar í Sjálfstæðisflokknum verið áhugasamur um að flýta alþingiskosningum. Við höfum ætíð haldið því til haga að ef sú ætti að verða raunin þyrfti fyrst að klára þau verkefni sem fyrirheit hafa verið gefin um að leysa á þessu kjörtímabili.“

Sigmundur DavíðForðast fréttamenn í aðdraganda afsagnar sinnar í apríl, eftir að hafa sagt ósatt um aðkomu sína að aflandsfélagi.

 

Bréf Sigmundar í heild sinni

„Kæru félagar!

Ég er kominn heim. Eftir tveggja vikna ferð um landið þar sem ég hitti mörg ykkar og frábæran miðstjórnarfund í síðasta mánuði fór ég til Frakklands og fylgdist með afrekum landsliðsins á EM. Á meðan samfélagið hefur verið í hefðbundnum júlídvala og margir í sumarfríi hef ég svo notað tímann til að skrifa, fræðast og leita nýrra sóknarfæra fyrir landið okkar.

Áhugamenn um stjórnmál og sögu geta líklega verið sammála um að við lifum á áhugaverðum tímum. Alls staðar á Vesturlöndum standa menn frammi fyrir risavöxnum breytingum sem fela í sér bæði hættur og tækifæri. Við Íslendingar stöndum á miklum tímamótum eins og svo margar aðrar þjóðir. Ákvarðanir sem teknar verða á næstu misserum munu ráða úrslitum um hvernig samfélagið þróast til framtíðar.

Með róttæka skynsemishyggju að vopni höfum við náð meiri árangri á undanförnum árum en flest önnur lönd. Fyrir vikið er staða Íslands að mörgu leyti betri en annarra. Við höfum haft sigur í verkefnum sem margir töldu óframkvæmanleg, verkefnum sem við vorum sögð galin að reyna. Viðsnúningur ríkissjóðs vegna þeirrar stefnu sem við höfum fylgt nemur líklega um 1.500 milljörðum á síðast liðnum árum. Það eru um 20 nýir Landspítalar (reyndar 40+ ef við tökum með í reikninginn að slíkar framkvæmdir skila sér að miklu leyti til baka í auknum tekjum).

Við höfum séð að slíkur árangur næst ekki fyrirhafnarlaust. Þegar aðrir eins hagsmunir eru undir eru margir tilbúnir að ganga langt í hinni pólitísku baráttu, lengra en við höfum átt að venjast í okkar litla samfélagi. Oft heyri ég flokksmenn tala um að við þurfum að standa betur að almannatengslum, vera betri í því að koma sjónarmiðum okkar á framfæri. Það er rétt en oft er það hægara sagt en gert og veltur auðvitað á aðstæðum. Að undanförnu höfum við til dæmis kynnst því að það er ekki auðvelt að berjast fyrir almannahagsmunum þegar menn mæta eins áhrifamiklum andstæðingum og þeim sem við höfum verið að takast á við. En við höfum líka séð hvaða árangri er hægt að ná í þágu réttmæts málstaðar þegar einbeittur hópur stendur saman.

Þrátt fyrir að mikill árangur hafi náðst stöndum við frammi fyrir stórri, raunverulegri og aðkallandi hættu á að árangrinum verði kastað á glæ. Við því þurfum við að bregðast og það má ekki bíða lengur.

Um tíma dró ég mig að miklu leyti út úr hinum pólitíska slag svo að ríkisstjórnin gæti unnið að gríðarlega mikilvægum en ókláruðum verkefnum á meðan mál væru að skýrast.

Nú liggja staðreyndirnar fyrir og ég er einstaklega þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem ég hef fengið frá fólki að undanförnu, ekki aðeins flokksmönnum heldur einnig fjölda fólks sem tekur ekki þátt í stjórnmálastarfi en hefur séð ástæðu til að ræða við mig um atburði síðustu missera og veita mér stuðning. Slík samtöl nema hundruðum en hvert og eitt er mér verðmætt eftir það sem á undan er gengið. Nokkur hópur fólks, flokksmenn og aðrir, hefur meira að segja tekið að sér að safna saman upplýsingum um atburðarásina til að draga fram staðreyndir. Enn á ég eftir að þakka mörgum þeirra sem lögðu á sig slíka vinnu óumbeðnir.

Ég náði að hitta mörg ykkar á fundum víða um land áður en sumarfrí hófust og fljótlega fer ég aftur af stað til að halda fundi með flokksmönnum. Það er margt að ræða. Við megum ekki láta það henda að sá einstaki árangur sem við höfum náð á undanförnum árum fari forgörðum á næstu vikum og það að ástæðulausu.

Einhverra hluta vegna hefur hluti samstarfsmanna okkar í Sjálfstæðisflokknum verið áhugasamur um að flýta alþingiskosningum. Við höfum ætíð haldið því til haga að ef sú ætti að verða raunin þyrfti fyrst að klára þau verkefni sem fyrirheit hafa verið gefin um að leysa á þessu kjörtímabili. Ríkisstjórn sem ekki nýtir tímann sem henni er veittur getur ekki gengið út frá því sem vísu að hún fái tækifæri til að klára verkefnin síðar.

Eins og sakir standa eru litlar líkur á að nokkur flokkur nái meira en 30 prósenta fylgi í næstu kosningum og jafnvel slíkt fylgi veitir ekki vissu fyrir aðild að næstu ríkisstjórn. Aðrir munu ekki klára vinnu okkar í verðtryggingarmálinu, þeir munu ekki koma á heilbrigðu fjármálakerfi eins og nú er loks tækifæri til og þeir munu ekki gera það sem þarf til að efla byggð á landinu öllu. Tíminn til að standa við loforðin sem við höfum gefið er því núna.

Góður árangur eykur vissulega líkurnar á að við fáum tækifæri til að vinna nýja sigra í þágu almennings að loknum kosningum, en hver sem raunin verður þurfum við að sýna að við höfum verið reiðubúin að klára þau verkefni sem við tókum að okkur að leiða til lykta á fjórum árum. Það verður að vera alveg ljóst að við gerum þá kröfu til samstarfsflokksins að við ætlumst til að ríkisstjórnin klári þau verkefni sem hún lofaði á kjörtímabilinu.

Á næstunni mun ég því aftur hefja fulla þátttöku í stjórnmálabaráttunni. Það mun vekja viðbrögð. Látið það ekki slá ykkur út af laginu. Viðbrögð, jafnvel ofsafengin viðbrögð gegn mér og okkur eru nú sem fyrr til marks um að andstæðingar telji sér að sér standi ógn af okkur. Þótt framsóknarmenn láti andstæðingana ekki slá sig út af laginu er mikilvægt að hafa helstu staðreyndir á hreinu. Á næstu dögum munu því flokksmenn fá sendar upplýsingar um öll þau álitamál sem upp kunna að koma.

Framsóknarflokkurinn verður 100 ára síðar á árinu. Nú sem fyrr hefur flokkurinn mikilvægu hlutverki að gegna. Síðustu ár höfum við sannað hversu mikilvægur þessi aldargamli flokkur er. Við megum hins vegar aldrei líta á stöðu okkar sem sjálfgefna. Við fengum einstakt tækifæri á viðsjárverðum tímum eftir að hafa gefið stór fyrirheit. Ólíkt því sem margir bjuggust við höfum við til þessa staðið við allt sem við höfum lofað þrátt fyrir miklar mótbárur. Við verðum að halda þeirri vinnu áfram. Skyldur okkar eru við þá sem höfðu trú á okkur og studdu og við samfélagið í heild en ekki við þá sem vilja losna við okkur.

Með vinnu síðastliðinna þriggja ára höfum við uppfyllt flest fyrirheit okkar og skapað aðstæður til að klára öll hin og miklu meira til. Landið okkar hefur aldrei verið jafnvel í stakk búið til að sækja fram og nú. Þá sókn skulum við leiða.

Íslandi allt!

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Wintris-málið

Leyndu tilvist Wintris og greiddu ekki skatta í samræmi við lög
FréttirWintris-málið

Leyndu til­vist Wintris og greiddu ekki skatta í sam­ræmi við lög

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og eig­in­kona hans við­ur­kenndu í bréfi til rík­is­skatt­stjóra að hugs­an­lega hefðu þau ekki far­ið að regl­um með því að skila ekki CFC-skýrsl­um. Þurftu að láta leið­rétta skatt­fram­töl mörg ár aft­ur í tím­ann. Út­svar, auð­legð­ar­skatt­ur og tekju­skatt­ur var endurákvarð­að­ur.
„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðlamanna“
FréttirWintris-málið

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst við­líka óheið­ar­leika, virð­ing­ar­leysi og lyg­um af hálfu fjöl­miðla­manna“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs, fjall­ar um sam­skipti sem hann átti við Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son og sjón­varps­menn hjá sænska rík­is­sjón­varp­inu í að­drag­anda heims­frægs við­tals við fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Hann seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar.

Mest lesið

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
2
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
5
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
3
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
4
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
7
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Nýkjörinn formaður eldri borgara skráði sig í félagið viku fyrr og smalaði „úr öllum flokkum“
8
Fréttir

Ný­kjör­inn formað­ur eldri borg­ara skráði sig í fé­lag­ið viku fyrr og smal­aði „úr öll­um flokk­um“

Hvað gerð­ist raun­veru­lega á að­al­fundi Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni? Gagn­rýn­end­ur stjórn­ar­kjörs segja það hafa ver­ið þaul­skipu­lagða hall­ar­bylt­ingu Sjálf­stæð­is­manna. Ný­kjör­inn formað­ur, sem er ný­skráð­ur í fé­lag­ið, seg­ist vera kjós­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins en ekki geið­andi fé­lagi í flokkn­um.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
9
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
8
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Kristín Jónsdóttir ósammála túlkunum starfsbræðra sinna
10
Fréttir

Krist­ín Jóns­dótt­ir ósam­mála túlk­un­um starfs­bræðra sinna

Krist­ín Jóns­dótt­ir, fag­stjóri nátt­úru­vár á Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ist ekki geta tek­ið und­ir með starfs­bræðr­um sín­um Þor­valdi Þórð­ar­syni og Ár­manni Hösk­ulds­syni sem telja ný­leg­ar jarð­skjálfta­hrin­ur vera til marks um að Brenni­steins­fjalla­kerf­ið sé að vakna til lífs­ins. Eng­ar mæl­ing­ar bendi til kviku­hreyf­ing­ar. Skjálft­arn­ir eru senni­lega af völd­um þekkts mis­geng­is sem er á svæð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár