Fyrsta nefnd Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um öryggis- og afvopnunarmál, samþykkti ályktunardrög um bann við kjarnorkuvopnum í síðustu viku. Er farið fram á að allsherjarþingið lýsi því yfir að kjarnorkuvopn séu með öllu siðlaus og að ríkjum heimsins beri siðferðileg skylda til að stuðla að eyðingu þeirra og skilyrðislausu banni.
128 ríki greiddu atkvæði með drögunum en 29 ríki, þar á meðal Ísland og flest önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (NATO), tóku afstöðu gegn þeim. 18 ríki sátu hjá, meðal annars Noregur og Portúgal sem þó eiga aðild að NATO.
Athugasemdir