Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

ÍSÍ og Sverrir Stormsker fengu styrk frá Bjarna

Lár­us Blön­dal, for­seti ÍSÍ, seg­ir að tengsl sín við Bjarna Bene­dikts­son hafi ekki haft áhrif á styrk­veit­ingu ráðu­neyt­is­ins. ÍSÍ fékk stærsta styrk­inn úr ráð­stöf­un­ar­fé ráð­herra. Bjarni varði jafn­framt nærri fimmt­ungi ráð­stöf­un­ar­fé síns í fyrra í að styrkja Sverri Stormsker.

ÍSÍ og Sverrir Stormsker fengu styrk frá Bjarna
Fjármálaráðherra Bjarni styrkti ÍSÍ um ríflega þrjár milljónir og Sverri Stormsker um 250 þúsund krónur. Mynd: Pressphotos

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fékk árið 2014 ríflega þrjár milljónir króna í styrk frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra úr svokölluðu skúffufé, ráðstöfunarfé ráðherra. Þetta kemur fram í úttekt Vísis um skúffufé ráðherra. Bjarni varði jafnframt nærri fimmtungi ráðstöfunarfé síns í fyrra með því að styrkja hinn umdeilda tónlistarmann Sverrir Stormsker um 250 þúsund krónur.

Styrkur Bjarna til ÍSÍ er stærsti einstaki styrkur allra ráðherra ríkisstjórnarinnar allt núverandi kjörtímabil en utan þessa hefur Bjarni verið einna sparsamastur meðal ráðherra á ráðstöfunarfé sitt. Forseti ÍSÍ er Lárus Blöndal, einn helsti trúnaðarmaður Bjarna undanfarin ár. Lárus var í sumar skipaður af Bjarna stjórnarformaður hjá Bankasýslu ríkisins. Lögfræðistofan Juris, þar sem Lárus er meðeigandi, hefur enn fremur fengið tugi milljóna króna frá fjármálaráðuneytinu fyrir ráðgjöf og aðkeypta þjónustu.

RÚV greindi frá því í desember að lögfræðistofan hafi sent inn reikninga til ráðuneytisins upp á rúmlega 64 milljónir króna á tímabilinu janúar 2014 til upphaf síðastliðins nóvembermánaðar. Um var að ræða tvær greiðslur, annars vegar 11,3 milljónir króna vegna málflutnings fyrir EFTA-dómstólnum og hins vegar um 53 milljónir vegna þjóðlendumála. Lárus var auk þessa fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands um Icesave.

Ótengt tengslum

Í samtali við Stundina upplýsir Lárus að umræddur styrkur hafi verið vegna gjöf frá Alþjóðaólympíunefndinni. Nefndin hafi gefið ÍSÍ bíl að því gefnu að innflutningstollar féllu niður. Fjármálaráðuneytið hafi borgað skattinn með ráðstöfunarfé ráðherra. Athygli vekur þó að umræddur bíll, Daimler-Benz smárúta, hefur verið lengi á leiðinni til Íslands. Bíllinn er fyrst nefndur í fundargerðum ÍSÍ árið 2011. „Forseti skýrði einnig frá því að Alþjóðaólympíunefndin - IOC hefur ánafnað ÍSÍ Daimler-Benz smárútu en ÍSÍ hefur lengi verið á biðlista vegna þessa samstarfsverkefnis IOC og Daimler-Benz. Óska þarf eftir niðurfellingu á tollum og aðflutningsgjöldum vegna bílsins,“ segir í fundargerð 188. fundar framkvæmdastjórnar ÍSÍ frá árinu 2011.

Forseti ÍSÍ
Forseti ÍSÍ Lárus Blöndal hefur verið einn helsti trúnaðarmaður Bjarna Benediktssonar undanfarin ár.

Tveimur árum síðar eða í september árið 2013 er greint frá því í fundargerð að bíllinn sé kominn til landsins en ekki sé búið að vinna tollafgreiðslu hans. Í ársskýrslu 2015 er svo greint frá því að bíllinn  hafi komið til landsins í upphafi 2014: „Fjármálaráðuneyti veitti ÍSÍ styrk til mæta kostnaði við aðflutningsgjöldum vegna innflutnings á bifreiðinni en skilyrði IOC fyrir gjöfinni var að ÍSÍ yrði ekki fyrir neinum gjöldum vegna innflutnings á bifreiðinni.“ Innflutningsgjöldin voru samtals 3.226.417.

Lárus segir tengsl sín við Bjarna ekki koma styrknum við. Lárus kannaðist fyrst ekki við nein tengsl við Bjarna. „Ég þekki manninn ágætlega en það eru engin þannig tengsl. Það kemur þessu máli ekki neitt við, forsendan fyrir gjöfinni af hálfu Alþjóðaólympíunefndin var að það séu ekki lagðir tollar á þetta og það kemur styrkur þarna á móti. Þetta er bara umsókn frá ÍSÍ sem er forsenda þess að gjöfin fáist og þetta hefur verið gert í ýmsum löndum,“ segir Lárus.

Sverrir fékk styrk

Líkt og fyrr segir fékk Sverrir Stormsker styrk frá Bjarna í fyrra, 250 þúsund krónur vegna afmælisútgáfu hljómdisks. Sverrir samdi meðal annars Eurovision-framlag Íslendinga árið 1988 en hefur í seinni tíð helst verið þekktur fyrir pólitísk skrif á bloggsvæði sínu. Síðastliðið haust var Sverrir nokkuð tíður gestur á Útvarpi Sögu en í nóvember hrósaði hann Bjarna Benediktssyni sérstaklega í útvarpsþættinum Fegurð og heilsa. „Nei, nei. Ég hef aldrei til dæmis drullað yfir Bjarna Ben. Ég hef ekki drullað yfir Sigmund Davíð. Ég hef ekki séð neina ástæðu til þess því þeir eru að reyna að gera ágætis hluti. Ég er ekki að drulla yfir alla, alls ekki,“ hefur Útvarp Saga eftir Sverri.

Tónlistarmaður
Tónlistarmaður Sverrir fékk 250 þúsund krónur.

Í sumar fjallaði Stundin um bloggskrif Sverris, sem gengur einnig undir nafninu Serðir Monster, þar sem hann uppnefndi og gerði grín að málfari Salmans Tamimi, formanns Félags múslima á Íslandi. Þá hélt Sverrir því fram að múslimar hafi gert Svíþjóð að mesta „nauðgunarbæli“ heims og sagði meirihluta múslima í Evrópu styðja ISIS. Báðar eru staðhæfingar sem standast ekki fyllilega skoðun.

„Hr. Mansal Tamimi. Eins og þú getur kannski séð - þá er ég lítillega blyndurSkryfblyndur. Ég segi og skrifa: Skuðbrundur. Þarna kom þetta rétt. Ég vil frekar nota orðið „skeyti“ en „bréf“ þegar ég skrifa til múslima. Held að þið eigið auðveldara með að skilja það. Við vesturlandabúar tölum um flugpóst en þið talið líklega um flugskeyti. Það er svona nær ykkar siðmenningu. Hvað um það,“ skrifaði Sverrir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár