Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

ÍSÍ og Sverrir Stormsker fengu styrk frá Bjarna

Lár­us Blön­dal, for­seti ÍSÍ, seg­ir að tengsl sín við Bjarna Bene­dikts­son hafi ekki haft áhrif á styrk­veit­ingu ráðu­neyt­is­ins. ÍSÍ fékk stærsta styrk­inn úr ráð­stöf­un­ar­fé ráð­herra. Bjarni varði jafn­framt nærri fimmt­ungi ráð­stöf­un­ar­fé síns í fyrra í að styrkja Sverri Stormsker.

ÍSÍ og Sverrir Stormsker fengu styrk frá Bjarna
Fjármálaráðherra Bjarni styrkti ÍSÍ um ríflega þrjár milljónir og Sverri Stormsker um 250 þúsund krónur. Mynd: Pressphotos

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fékk árið 2014 ríflega þrjár milljónir króna í styrk frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra úr svokölluðu skúffufé, ráðstöfunarfé ráðherra. Þetta kemur fram í úttekt Vísis um skúffufé ráðherra. Bjarni varði jafnframt nærri fimmtungi ráðstöfunarfé síns í fyrra með því að styrkja hinn umdeilda tónlistarmann Sverrir Stormsker um 250 þúsund krónur.

Styrkur Bjarna til ÍSÍ er stærsti einstaki styrkur allra ráðherra ríkisstjórnarinnar allt núverandi kjörtímabil en utan þessa hefur Bjarni verið einna sparsamastur meðal ráðherra á ráðstöfunarfé sitt. Forseti ÍSÍ er Lárus Blöndal, einn helsti trúnaðarmaður Bjarna undanfarin ár. Lárus var í sumar skipaður af Bjarna stjórnarformaður hjá Bankasýslu ríkisins. Lögfræðistofan Juris, þar sem Lárus er meðeigandi, hefur enn fremur fengið tugi milljóna króna frá fjármálaráðuneytinu fyrir ráðgjöf og aðkeypta þjónustu.

RÚV greindi frá því í desember að lögfræðistofan hafi sent inn reikninga til ráðuneytisins upp á rúmlega 64 milljónir króna á tímabilinu janúar 2014 til upphaf síðastliðins nóvembermánaðar. Um var að ræða tvær greiðslur, annars vegar 11,3 milljónir króna vegna málflutnings fyrir EFTA-dómstólnum og hins vegar um 53 milljónir vegna þjóðlendumála. Lárus var auk þessa fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands um Icesave.

Ótengt tengslum

Í samtali við Stundina upplýsir Lárus að umræddur styrkur hafi verið vegna gjöf frá Alþjóðaólympíunefndinni. Nefndin hafi gefið ÍSÍ bíl að því gefnu að innflutningstollar féllu niður. Fjármálaráðuneytið hafi borgað skattinn með ráðstöfunarfé ráðherra. Athygli vekur þó að umræddur bíll, Daimler-Benz smárúta, hefur verið lengi á leiðinni til Íslands. Bíllinn er fyrst nefndur í fundargerðum ÍSÍ árið 2011. „Forseti skýrði einnig frá því að Alþjóðaólympíunefndin - IOC hefur ánafnað ÍSÍ Daimler-Benz smárútu en ÍSÍ hefur lengi verið á biðlista vegna þessa samstarfsverkefnis IOC og Daimler-Benz. Óska þarf eftir niðurfellingu á tollum og aðflutningsgjöldum vegna bílsins,“ segir í fundargerð 188. fundar framkvæmdastjórnar ÍSÍ frá árinu 2011.

Forseti ÍSÍ
Forseti ÍSÍ Lárus Blöndal hefur verið einn helsti trúnaðarmaður Bjarna Benediktssonar undanfarin ár.

Tveimur árum síðar eða í september árið 2013 er greint frá því í fundargerð að bíllinn sé kominn til landsins en ekki sé búið að vinna tollafgreiðslu hans. Í ársskýrslu 2015 er svo greint frá því að bíllinn  hafi komið til landsins í upphafi 2014: „Fjármálaráðuneyti veitti ÍSÍ styrk til mæta kostnaði við aðflutningsgjöldum vegna innflutnings á bifreiðinni en skilyrði IOC fyrir gjöfinni var að ÍSÍ yrði ekki fyrir neinum gjöldum vegna innflutnings á bifreiðinni.“ Innflutningsgjöldin voru samtals 3.226.417.

Lárus segir tengsl sín við Bjarna ekki koma styrknum við. Lárus kannaðist fyrst ekki við nein tengsl við Bjarna. „Ég þekki manninn ágætlega en það eru engin þannig tengsl. Það kemur þessu máli ekki neitt við, forsendan fyrir gjöfinni af hálfu Alþjóðaólympíunefndin var að það séu ekki lagðir tollar á þetta og það kemur styrkur þarna á móti. Þetta er bara umsókn frá ÍSÍ sem er forsenda þess að gjöfin fáist og þetta hefur verið gert í ýmsum löndum,“ segir Lárus.

Sverrir fékk styrk

Líkt og fyrr segir fékk Sverrir Stormsker styrk frá Bjarna í fyrra, 250 þúsund krónur vegna afmælisútgáfu hljómdisks. Sverrir samdi meðal annars Eurovision-framlag Íslendinga árið 1988 en hefur í seinni tíð helst verið þekktur fyrir pólitísk skrif á bloggsvæði sínu. Síðastliðið haust var Sverrir nokkuð tíður gestur á Útvarpi Sögu en í nóvember hrósaði hann Bjarna Benediktssyni sérstaklega í útvarpsþættinum Fegurð og heilsa. „Nei, nei. Ég hef aldrei til dæmis drullað yfir Bjarna Ben. Ég hef ekki drullað yfir Sigmund Davíð. Ég hef ekki séð neina ástæðu til þess því þeir eru að reyna að gera ágætis hluti. Ég er ekki að drulla yfir alla, alls ekki,“ hefur Útvarp Saga eftir Sverri.

Tónlistarmaður
Tónlistarmaður Sverrir fékk 250 þúsund krónur.

Í sumar fjallaði Stundin um bloggskrif Sverris, sem gengur einnig undir nafninu Serðir Monster, þar sem hann uppnefndi og gerði grín að málfari Salmans Tamimi, formanns Félags múslima á Íslandi. Þá hélt Sverrir því fram að múslimar hafi gert Svíþjóð að mesta „nauðgunarbæli“ heims og sagði meirihluta múslima í Evrópu styðja ISIS. Báðar eru staðhæfingar sem standast ekki fyllilega skoðun.

„Hr. Mansal Tamimi. Eins og þú getur kannski séð - þá er ég lítillega blyndurSkryfblyndur. Ég segi og skrifa: Skuðbrundur. Þarna kom þetta rétt. Ég vil frekar nota orðið „skeyti“ en „bréf“ þegar ég skrifa til múslima. Held að þið eigið auðveldara með að skilja það. Við vesturlandabúar tölum um flugpóst en þið talið líklega um flugskeyti. Það er svona nær ykkar siðmenningu. Hvað um það,“ skrifaði Sverrir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár