Kaffitár hefur krafist þess að sýslumaður sæki gögn til Isavia með aðför. Ástæðan er sú að Isavia hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist ekki virða niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál hvað varðar afhendingu gagna til Kaffitárs ehf. vegna opinberrar samkeppni um leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
„Neitun Isavia á því að afhenda gögnin er ólögmæt og fyrirhuguð málshöfðun án lagaheimildar. Kaffitári er því nauðugur sá kostur að óska aðstoðar sýslumanns við að fá gögnin afhent,“ segir í fréttatilkynningu frá Kaffitári. Í samræmi við 3. mgr. 23. greinar upplýsingalaga hefur Kaffitár leitað til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og krafist afhendingar gagnanna með aðför.
Athugasemdir