Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Illugi birtir skattframtal sem svarar ekki frétt Stundarinnar

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra svar­ar frétt Stund­ar­inn­ar um nýja greiðslu frá Orku Energy til einka­hluta­fé­lags hans með því að birta skatt­fram­tal sitt, en skatt­fram­töl sýna ekki greiðsl­ur til einka­hluta­fé­laga.

Illugi birtir skattframtal sem svarar ekki frétt Stundarinnar
Svarar ekki efni fréttarinnar Illugi Gunnarsson birti í gærkvöldi færslu á Facebook með skattframtali og upplýsingum sem tengjast efni fréttar Stundarinnar um greiðslu Orku Energy til fyrirtækis hans OG Capital ehf. ekki neitt. Samt segir hann að færslan sé í tilefni af frétt Stundarinnar. Mynd: Pressphotos

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra opinberaði skattframtal sitt og eiginkonu sinnar á Facebook-síðu sinni í gær og sagðist með því svara frétt Stundarinnar um greiðslu frá Orku Energy til einkahlutafélags hans, sem barst árið eftir að hann hóf störf á Alþingi að nýju. Skattframtalið svarar hins vegar ekki efni fréttar Stundarinnar, enda birtast greiðslur til einkahlutafélaga ekki á skattframtali einstaklinga, eins og þekkt er.

Frétt Stundarinnar í gær fjallaði um greiðslu Orku Energy til fyrirtækis hans, OG Capital ehf., árið 2012. Tilefni fréttarinnar var að greiðslan barst löngu eftir að Illugi settist á þing og svo að greiðslan virðist samræmast illa yfirlýsingum Illuga um að greiðslur til hans takmarkist við 5,6 milljóna króna launagreiðslur á meðan hann tók sér hlé frá þingstörfum.

Enn er hins vegar mörgum spurningum ósvarað, enda svarar Illugi ekki spurningum Stundarinnar um hagsmunatengsl hans við Orku Energy í þeim 16 tilfellum sem þær hafa verið sendar á hann eða aðstoðarmenn hans í tölvupósti.

Orðrétt segir í færslu Illuga: „Vegna fréttar Stundarinnar frá því í dag, sem byggð er á ónafngreindum heimildarmanni, hef ég ákveðið að stíga það skref að birta upplýsingar úr skattframtali okkar Brynhildar vegna ársins 2012 og ársins 2013.“ Illugi birtir svo skattframtal sitt fyrir þessi ár jafnvel þó það tengist efni fréttarinnar ekki beint, þar sem skattframtöl einstaklinga sýna ekki greiðslur til einkahlutafélaga í þeirra eigu. Umrædd greiðsla birtist hins vegar í ársreikningi einkahlutafélags hans, en lagaskylda er til birtingar ársreikninga.

Greiðsla til OG Capital - ekki Illuga persónulega

Í frétt Stundarinnar kemur hins vegar fram að 1,2 milljóna greiðslan frá Orku Energy hafi orðið eftir inni í OG Capital og því ekki verið greidd út sem laun til Illuga árið 2012. Illugi lét OG Capital hins vegar endurgreiða sér rúmlega 400 þúsund króna lán sem hann hafði veitt því. Þá greiddi OG Capital tekjuskatt sem tekjunum sem félagið fékk eins og segir í ársreikningi þess: „Reiknaður tekjuskattur til greiðslu á árinu 2013 vegna rekstrarársins 2012 nemur kr. 104.335.“ 

Þar af leiðandi er strax ljóst að í fréttinni er ekki fjallað um launagreiðslur til Illuga persónulega árið 2012. Fréttin fjallar hins vegar um greiðslur Orku Energy til ráðgjafarfyrirtækis Illuga árið 2012 vegna vinnu sem hann vann í gegnum eignarhaldsfélagið fyrir Orku Energy. Með öðrum orðum: Illugi tók þessa greiðslu ekki út úr eignarhaldsfélagi sínu sem laun árið 2012. Þar af leiðandi er ekkert um greiðsluna á hans persónulega skattframtali en greiðslan kemur fram í ársreikningi OG Capital.

„Skattframtöl okkar eru unnin af löggiltum endurskoðanda.“

Skattframtöl málinu óviðkomandi

Allt sem á eftir flýtur í færslu Illuga er því einnig málinu óviðkomandi og skattframtöl hans sjálfs hafa ekkert með frétt Stundarinnar að gera. Engu að síður kýs Illugi að færa umræðuna yfir á skattframtöl sín: „Skattframtöl okkar eru unnin af löggiltum endurskoðanda. Þar koma launagreiðslur til okkar hjóna fram og þar sést að árið 2012 fæ ég laun frá Orku Energy upp á kr. 5.621.179 eins og ég hafði áður greint frá og sýnt launaseðil fyrir. Engar launagreiðslur, arðgreiðslur eða aðrar greiðslur eru til mín eða konu minnar frá fyrirtækinu OG Capital á árinu 2012 eða á árinu 2013. Á árinu 2013 fór félagið úr minni eigu.“

„Þetta er eina greiðslan sem ég hef fengið frá þessu fyrirtæki“

Orka Energy greiddi meira vegna vinnu Illuga

Skattframtal Illuga fyrir árið 2012 sýndi fram á 5,6 milljóna launagreiðsluna til hans Orku Energy sem fjallað hefur verið um og að sú greiðsla hafi borist honum 2012 og verið á skattframtali hans það ár. Eðlilega var greiðslan til OG Capital ehf. ekki á skattframtali Illuga þar sem greiðslan var til fyrirtækis hans en ekki hans persónulega og var ekki greidd út til hans í formi launa.

Frétt Stundarinnar fjallaði hins vegar um greiðslu Orku Energy til OG Capital árið 2012 sem einnig var vegna vinnu Illuga fyrir Orku Energy. Greiðslur frá Orku Energy vegna ráðgjafarvinnu Illuga Gunnarssonar námu því hins vegar meira en 5,6 milljónum króna. Illugi hefur hins vegar sagt að hann hafi ekki fengið meira greitt frá Orku Energy en þessar 5,6 milljónir. „Þetta er eina greiðslan sem ég hef fengið frá þessu fyrirtæki,“ sagði hann við RÚV um helgina. Tekið skal að Illugi hagaði orðum sínum þannig að skilja má að hann hafi eingöngu verið að vísa til greiðslna til sín persónulega en ekki til fyrirtækis í sinni eigu.

Athygli vekur einnig að Illugi birtir ekki skattframtal sitt fyrir árið 2011 en á því framtali koma væntanlega fram laun sem hann greiddi sér út úr OG Capital ehf. það ár en ekki er vitað hvaðan þær launagreiðslur bárust inn í fyrirtækið.

Spurningum ósvarað um hagsmunatengsl

Stundin sendi Illuga spurningu um greiðslu frá Orku Energy til OG Capital ehf. í gær en hann hefur ekki svarað hennni og svarar henni heldur ekki í færslu sinni á Facebook.

Þrátt fyrir að umrædd viðbótargreiðsla frá Orku Energy, sem Illugi tilgreindi ekki, hafi borist til einkahlutafélags Illuga, en ekki milliliðalaust til hans persónulega, kom greiðslan Illuga til góða. Hversu mikið til góða er hins vegar ekki vitað. Einkahlutafélagið greiddi Illuga síðan lán sem það hafði fengið hjá honum upp á 400 þúsund krónur. Þá greiddi félagið kostnað fyrir rúmlega 100 þúsund krónur. Auk þess keypti vinur Illuga, stjórnarformaður Orku Energy, einkahlutafélagið af honum, samhliða því að hann keypti íbúð Illuga. Gera má ráð fyrir því að greiðslan sem barst einkahlutafélagi Illuga hafi birst í virði félagsins þegar það var keypt, nema Illugi hafi tekið á sig að lækka verðið niður fyrir raunvirði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Illugi Gunnarsson og Orka Energy

Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum
Fréttir

Sam­starfs­mað­ur ís­lenska rík­is­ins not­aði þrjú fé­lög í skatta­skjól­um

Hauk­ur Harð­ar­son, fjár­fest­ir og stjórn­ar­formað­ur Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú fé­lög í skatta­skjól­um sem hann not­aði í við­skipt­um sín­um fyr­ir og eft­ir hrun. Stýr­ir fyr­ir­tæki sem á í sam­starfi við ís­lenska rík­ið í orku­mál­um í Kína og hef­ur Hauk­ur nokkr­um sinn­um fund­að með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Ís­lands, vegna orku­mála. Eins­dæmi er að einka­fyr­ir­tæki kom­ist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.
Tvö hliðstæð spillingarmál en bara ein athugun á mútubroti
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Tvö hlið­stæð spill­ing­ar­mál en bara ein at­hug­un á mútu­broti

Mál ut­an­rík­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Margot Wallström, og mál Ill­uga Gunn­ars­son­ar eru hlið­stæð að ýmsu leyti. Bæði leigðu íbúð­ir af einkað­il­um af óljós­um ástæð­um. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur brugð­ist við í til­felli Wallström en eng­inn eft­ir­lits­að­ili hef­ur skoð­að mál Ill­uga svo vit­að sé. Af hverju staf­ar þessi mun­ur á milli land­anna?
Illugi gerir undirmenn sína samábyrga
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ill­ugi ger­ir und­ir­menn sína samá­byrga

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra gerði und­ir­menn sína í mennta­mála­ráðu­neyt­inu samá­byrga við skipu­lagn­ingu á op­in­berri heim­sókn til Kína þar sem Orka Energy var í við­skipta­sendi­nefnd hans. Starfs­menn ráðu­neyt­is­ins vissu ekki um við­skipti Ill­uga og stjórn­ar­for­manns Orku Energy. Einn af und­ir­mönn­um Ill­uga í ráðu­neyti er Ásta Magnús­dótt­ir sem kom að skipu­lagn­ingu ferð­ar­inn­ar til Kína en ómögu­legt hef­ur ver­ið að ná í hana til að spyrja hana spurn­inga um ferð­ina.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár