Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Íbúar Berlínar slegnir yfir atburðum kvöldsins

Níu látn­ir og fimm­tíu særð­ir eft­ir að flutn­inga­bíl var ek­ið inn á jóla­mark­að.

Íbúar Berlínar slegnir yfir atburðum kvöldsins
Markaðurinn Jólamarkaðurinn við Breitscheid­tplatz er nærri aðalverslunargötu borgarinnar – Kurfürstendamm – í vesturhluta borgarinnar.

Að minnsta kosti níu eru látnir og fimmtíu særðir eftir að vörubíl var keyrt inn á jólamarkað í Berlín, höfuðborg Þýskalands, fyrr í kvöld. Lögreglan telur að þetta hafi verið með vilja gert frekar en að slys hafi átt sér stað. Sjónarvottar lýsa atburðinum þannig að flutningabílnum hafi verið ekið á fullum hraða inn í mannhafið með þeim afleiðingum að fjölmargir urðu undir. Tveir menn voru í bílnum og er annar þeirra á meðal hinna látnu en hinn hefur verið handtekinn.

Jólamarkaðurinn við Breitscheid­tplatz er nærri aðalverslunargötu borgarinnar – Kurfürstendamm – í vesturhluta borgarinnar. Markaðurinn er einn af helstu áfangastöðum þeirra ferðamanna sem heimsækja borgina á þessum árstíma. Þá sækja fjölmargir Berlínarbúar markaðinn árlega. Íbúar borgarinnar eru margir hverjir mjög slegnir.

Lögreglan hefur biðlað til borgarbúa að halda sig fjarri svæðinu þar sem sjúkrabílar þurfi að hafa greiðan aðgang. Michael Müller, borgarstjóri Berlínar, segir lögregluna nú hafa fulla stjórn á aðstæðum. Lögreglan hefur greint frá því að flutningabíllinn sé á pólskum númerum og í eigu pólsks flutningafyrirtækis. Hann hafi haldið af stað til Berlínar frá Póllandi fyrr í dag eða þar til fyrirtækið missti samband við bílstjórann um fjögur leytið að staðartíma. Talið er mögulegt að bílnum hafi verið stolið á þeim tíma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Varoufakis: Íslendingar heppnir að standa utan Evrópusambandsins
ViðtalEvrópumál

Varoufa­k­is: Ís­lend­ing­ar heppn­ir að standa ut­an Evr­ópu­sam­bands­ins

Yan­is Varoufa­k­is kynnt­ist skugga­hlið­um Evr­ópu­sam­starfs­ins sem fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands en nú berst hann fyr­ir rót­tæk­um breyt­ing­um á um­gjörð ESB. Stund­in spurði Varoufa­k­is um fram­tíð um­bóta­stjórn­mála í Evr­ópu, upp­gang nú­tímafas­isma og efna­hags­vand­ann á evru­svæð­inu. Hann tel­ur að Evr­ópa hefði far­ið bet­ur út úr al­þjóð­legu fjár­málakrepp­unni ef for­dæmi Ís­lands hefði ver­ið fylgt í aukn­um mæli og byrð­um velt yf­ir á kröfu­hafa frem­ur en skatt­greið­end­ur.
Veikt evrukerfi spilar upp í hendurnar á stóru ríkjunum
ViðtalEvrópumál

Veikt evru­kerfi spil­ar upp í hend­urn­ar á stóru ríkj­un­um

Bald­ur Þór­halls­son stjórn­mála­fræði­pró­fess­or seg­ir að ut­an­rík­is­stefna Ís­lands á ár­un­um eft­ir hrun hafi ein­kennst af við­leitni til að tryggja Ís­landi efna­hags­legt skjól. Hann tel­ur við­brögð ESB við skulda­vanda Grikkja hafa af­hjúp­að galla á evru­kerf­inu þar sem veik­ur stofn­an­arammi gerði Þýskalandi kleift að stjórna ferð­inni út frá eig­in hags­mun­um.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár