Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Íbúar Berlínar slegnir yfir atburðum kvöldsins

Níu látn­ir og fimm­tíu særð­ir eft­ir að flutn­inga­bíl var ek­ið inn á jóla­mark­að.

Íbúar Berlínar slegnir yfir atburðum kvöldsins
Markaðurinn Jólamarkaðurinn við Breitscheid­tplatz er nærri aðalverslunargötu borgarinnar – Kurfürstendamm – í vesturhluta borgarinnar.

Að minnsta kosti níu eru látnir og fimmtíu særðir eftir að vörubíl var keyrt inn á jólamarkað í Berlín, höfuðborg Þýskalands, fyrr í kvöld. Lögreglan telur að þetta hafi verið með vilja gert frekar en að slys hafi átt sér stað. Sjónarvottar lýsa atburðinum þannig að flutningabílnum hafi verið ekið á fullum hraða inn í mannhafið með þeim afleiðingum að fjölmargir urðu undir. Tveir menn voru í bílnum og er annar þeirra á meðal hinna látnu en hinn hefur verið handtekinn.

Jólamarkaðurinn við Breitscheid­tplatz er nærri aðalverslunargötu borgarinnar – Kurfürstendamm – í vesturhluta borgarinnar. Markaðurinn er einn af helstu áfangastöðum þeirra ferðamanna sem heimsækja borgina á þessum árstíma. Þá sækja fjölmargir Berlínarbúar markaðinn árlega. Íbúar borgarinnar eru margir hverjir mjög slegnir.

Lögreglan hefur biðlað til borgarbúa að halda sig fjarri svæðinu þar sem sjúkrabílar þurfi að hafa greiðan aðgang. Michael Müller, borgarstjóri Berlínar, segir lögregluna nú hafa fulla stjórn á aðstæðum. Lögreglan hefur greint frá því að flutningabíllinn sé á pólskum númerum og í eigu pólsks flutningafyrirtækis. Hann hafi haldið af stað til Berlínar frá Póllandi fyrr í dag eða þar til fyrirtækið missti samband við bílstjórann um fjögur leytið að staðartíma. Talið er mögulegt að bílnum hafi verið stolið á þeim tíma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár