Ríkisstjórnin ákvað í gær að leggja fram lagafrumvarp um frestun verkfallsaðgerða einstakra aðildarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Verður þetta í fjórða sinn á kjörtímabilinu sem löggjafinn hefur – eða freistar þess að hafa – slík afskipti af vinnudeilum, starfsemi stéttarfélaga og samningsrétti launafólks.
Í mars 2014 voru lög sett á verkfall starfsmanna Herjólfs og nokkru síðar voru sett lög á verkfall flugmanna hjá Icelandair. Þá var þing kallað saman í júní sama ár í þeim tilgangi að setja lög á verkfall flugvirkja sem þá aflýstu verkfallinu.
Athugasemdir