Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Hvað á að lesa í fríinu?

Frið­rika Benónýs­dótt­ir skoð­ar sum­ar­bæk­ur árs­ins.

Hvað á að lesa í fríinu?

Sumarfrí, sól, strönd, útilega eða bústaður, já eða bara kaffihúsahangs í miðbænum, allt kallar þetta á að hafa við höndina góða bók sem hægt er að sökkva sér ofan í til að fullkomna þá upplifun að maður hafi allan tíma í heimi og að allar skyldur séu víðsfjarri. Vandamálið er bara að ákveða hvaða bók eða bækur verða fyrir valinu.

Úrvalið af nýútkomnum bókum, bæði þýðingum og íslenskum skáldverkum, hefur aldrei verið meira og það er eðlilegt að fallast nánar hendur frammi fyrir kúfuðum borðum bókabúðanna þegar finna á sér heppilegt lesefni í fríið. Flestir hafa þó nokkuð ákveðnar skoðanir á því hvers kyns bækur henti þeim best, sumir vilja bara lesa spennubækur og glæpasögur, aðrir fantasíur og furðusögur, enn aðrir skvísubækur og ástarsögur og svo eru það sérvitringarnir sem vilja lesa „almennilegar“ bókmenntir jafnvel þótt þeir séu í sumarfríi. Ég kíkti á úrvalið í hverjum flokki fyrir sig og þar er sannarlega úr nógu að velja hvar sem borið er niður.

Spenna, spenna, spenna

Sumarkrimmarnir bókstaflega flæða á markaðinn þessar vikurnar og þar eru norrænir höfundar langsamlega fyrirferðarmestir, þótt annarra þjóða höfundar eigi eina og eina bók í stöflunum.

Joe Nesbö gefur Harry Hole frí í Blóð í snjónum og það er hætt við að marga aðdáenda hans reki í rogastans yfir þessari knöppu og frábærlega skrifuðu sögu af leigu­morðingjanum Ólafi og raunum hans. Það er þó alveg hægt að lofa bæði þeim og öðrum lesendum að Nesbö svíkur þá ekki um spennuna og lýsingar á seinheppnum persónum, auk þess sem hann fer hér bókstaflega á kostum í stíl og byggingu. Hættið því að hugsa um Hole í bili og hleypið Ólafi inn í heim ykkar, þið sjáið ekki eftir því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár