Húsnæðisverð hækkaði mest á Íslandi á seinasta ársfjórðungi 2016 og leiðir nú í fyrsta skipit lista yfir hækkanir á húsnæðisverði í 55 löndum frá því mælingar hófust árið 2006. Þetta kemur fram í skýrslu breska greiningarfyrirtækisins Knight Frank.
Hagfræðingurinn Dr. Ólafur Margeirsson vakti athygli á þessu á Twitter síðu sinni þar sem hann skrifaði: „Ísland, best í heimi!“
Vegið meðaltal hækkunar húsnæðisverðs í 55 löndum var 6 % en á sama tíma hækkaði húsnæðisverð hér á landi um 14,7% á tólf mánaða tímabili.
Ísland var þó nokkuð ofar á lista en hin Norðurlöndin. Noregur var í 10. sæti en þar hækkaði húsnæðisverð um 10,1 % og Svíþjóð var 22. sæti þar sem húsnæðisverð hækkaði um 6,1%. Í Danmörk hækkaði húsnæðisverð aðeins um 3,9 % en í Finnlandi um 3%.
Á Íslandi heldur fasteignaverð áfram að hækka en samkvæmt samantekt Landsbankans hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 1,8 % í janúar.
Stundin hefur undanfarið fjallað um áhrif hækkunar húsnæðisverð á stöðu ungs fólks og þau misskiptingaráhrif sem fylgja í kjölfarið.
Athugasemdir