Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Mótmæli í dag: Hundrað þúsund börn innilokuð hjálparlaus í „sláturhúsi“

Ástand­ið hef­ur aldrei ver­ið jafnslæmt í Al­eppo í Sýr­landi. Stjórn­ar­her­inn held­ur borg­ar­hlut­an­um í herkví og hef­ur stað­ið fyr­ir linnu­laus­um loft­árás­um síð­ustu daga. Ban Ki-moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, seg­ir ástand­ið verra en í slát­ur­húsi.

Mótmæli í dag: Hundrað þúsund börn innilokuð hjálparlaus í „sláturhúsi“

Hundrað þúsund börn eru föst í austurhluta borgarinnar Aleppo í Sýrlandi en engin neyðargögn hafa verið flutt þangað síðan 7. júlí síðastliðinn, þegar aðalveginum þangað inn var lokað. Síðan 22. september hafa um 320 almennir borgarar látið lífið í Aleppo, þar af eru um hundrað börn. Sigríður Víðis Jónsdóttir, kynningarstjóri og upplýsingafulltrúi hjá UNICEF á Íslandi, segir ástandið skelfilegt. 

„Austurhluti borgarinnar hefur verið lokaður af síðan 7. júlí þegar aðalveginum þangað inn var lokað. Það er skelfilegt. Sem betur fer var UNICEF búið að koma miklu magni af hjálpargögnum yfir áður, sem samstarfsaðilar okkar hafa dreift síðan þá. Þetta eru til dæmis ýmis hjálpargögn til að veita neyðarhjálp á heilsugæslustöðvum, meðhöndla niðurgangspestir og nota við fæðingar. Núna eru þessi hjálpargögn hins vegar á þrotum, okkur hefur ekki verið leyft að fara inn í austurhluta borgarinnar með ný hjálpargögn og stjórnarherinn heldur borgarhlutanum í herkví og hefur staðið fyrir linnulausum loftárásum. Um hundrað börn hafa látist þarna bara á nokkrum dögum,“ segir Sigríður. 

Stríðinu í Sýrlandi verður mótmælt bæði á Akureyri og í Reykjavík. Sýrlensk fjölskylda sem er frá Aleppo hóf mótmælin um síðustu helgi á Akureyri, þar sem hún býr, og stendur nú til að endurtaka leikinn. Mótmælt verður kl. 15 á Austurvelli í Reykjavík og kl 17 á Ráðhústorginu á Akureyri, en einnig verður mótmælt víðar um heim um alla helgina.

Líkti ástandinu við sláturhús

„Fleiri en hundrað þúsund börn í austurhluta Aleppo neyðast nú til að drekka mengað vatn, hvar sem þau finna það. Vatnsveitan sem sér austurhlutanum fyrir hreinu vatni var eyðilögð í gríðarlega hörðum árásum fyrir fimm dögum. UNICEF og samstarfsaðilar vinna núna myrkranna á milli að því að gera við hana,“ bætir Sigríður við. 

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á fimmtudag vegna ástandsins í Sýrlandi, en þá höfðu tveir spítalar í Aleppo verið sprengdir í loftárásum. Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var myrkur í máli þegar hann ávarpaði ráðið og sagði árásirnar vera stríðsglæpi. Hann benti á að í Aleppo væru börn sem hefðu misst útlimi í sprengingunum og upplifa nú gríðarlegan sársauka en fá engin verkjalyf. Þau fá sýkingu, þau þjást og svo deyja þau. Fólk getur hvergi flúið og stríðslok eru ekki í augsýn. „Ímyndið ykkur sláturhús. Þetta er verra. Jafnvel sláturhús eru mannúðlegri,“ sagði hann. 

Næringarskortur og sjálfsvígstilraunir 

Samkvæmt Sigríði var UNICEF í Sýrlandi fyrir stríðið en er þar núna vítt og breitt um landið og verður þar eftir að stríðinu lýkur. UNICEF rekur alls fimm skrifstofur í Sýrlandi; í Damaskus, Aleppo, Homs, Qamishli og í Tartus. „Neyðaraðgerðir UNICEF í Sýrlandi, Líbanon, Tyrklandi, Jórdaníu og Írak eru þær stærstu sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur nokkru sinni ráðist í. Við höfum hjálpað milljónum og aftur milljónum barna – meðal annars með hjálp fólks hér á landi. Það er ómetanlegt,“ segir Sigríður og minnir á að neyðarsöfnun UNICEF er enn í fullum gangi og hana má styðja með því að senda SMS-ið STOPP í númerið 1900. Hver skilaboð kosta 1900 krónur. 

Nýverið kom UNICEF hjálpargögnum til sýrlensku fjallaborgarinnar Madaya, sem einnig hefur verið undir umsátri. Í bloggfærslu eftir Mirna Yacoub, starfsmann UNICEF í Sýrlandi, er aðstæðum barnanna lýst. Mirna lýsir því þegar bílar Sameinuðu þjóðanna mættu á svæðið og börnin hlupu spennt meðfram bílalestinni. Á heilsugæslunni tók Rajia læknir á móti íbúum. 

„Hver sjúklingurinn á fætur öðrum var skimaður af Rajia lækni, og allir deildu sínum sögum. Foreldrar barna sem gátu ekki lengur borðað því líkami þeirra þoldi ekki lengur eingöngu hrísgrjón og baunir. Börn sem gátu ekki lengur gengið upprétt vegna D-vítamínsskorts sem hefur valdið beinkröm, og börn sem eru hætt að vaxa vegna skorts á nauðsynlegum vítamínum. Ein móðir sýndi okkur pela barnsins síns sem var fullur af hrísgrjónavatni - túttan svo mikið notuð að hún hafði verið saumuð saman. „Sjáið hvað ég þarf að gefa barninu mínu,“ sagði hún,“ skrifar Mirna. Þá segir hún læknana á svæðinu hafa sagt þeim frá tólf nýlegum sjálfsvígstilraunum, átta af þeim voru konur. „Langdregið umsátursástand hefur ýtt fólki út af brúninni - sumir sjá dauðan sem einu útgönguleiðina. Heilbrigðisstarfsmaður frá svæðinu rak sögurnar: fimm barna móðir sem fannst hún ekki lengur getað fætt og hugsað um börnin sín; framhaldsskólanemi sem fékk ekki að yfirgefa Madaya til að taka samræmdu prófin; 21 árs nýgift kona sem hafði misst eiginmann sinn í átökunum og fann ekki styrkinn til þess að halda áfram ein; sextán ára gömul stúlka sem sá enga framtíð í helvítinu í kringum hana.“

Hér má sjá myndband UNICEF frá því þegar hjálpargögnum var dreift í Madaya í sömu ferð:

 Íslendingar hafa safnað 50 milljónum

„Varðandi Aleppo, sem er svo mikið í umræðunni núna, þá er UNICEF bæði með starfsfólk og skrifstofu þar,“ segir Sigríður. „Við erum einn stærsti veitandi sjúkragagna og annarra nauðsynja fyrir sjúkrahús í borginni. Við höfum ásamt samstarfsaðilum okkar fylgst grannt með vannæringu barna í borginni og höfum til dæmis bara frá því í janúar kannað ástand 14 þúsund barna og veitt öllum þeim börnum meðferð sem komið hefur í ljós að hafa verið vannærð. Við höfum gert það sama við sjö þúsund ófrískar konur og konur sem nýverið hafa átt börn.“ 

Neyðarsöfnun UNICEF hefur verið í gangi síðan í mars á þessu ári, þegar fimm ár voru liðin frá því að stríðið í Sýrlandi hófst. „Raunar höfum við meira og minna verið með neyðarsöfnun opna fyrir Sýrland síðan haustið 2012. Yfir 50 milljónir króna hafa safnast hér á landi síðan þá fyrir neyðaraðgerðir UNICEF í Sýrlandi og nágrannaríkjunum. Á bak við þetta er fólk á öllum aldri og um allt land. Það er yndislegt að finna þennan stuðning,“ segir Sigríður. Þá bætir hún því við að heimsforeldrar UNICEF hafi einnig stutt neyðaraðgerðinar í Sýrlandi og hér á landi eru yfir 25 þúsund heimsforeldrar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stríðið í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi
GreiningStríðið í Sýrlandi

Rýt­ing­ur í bak Kúrda leið­ir til lo­ka­upp­gjörs í Sýr­landi

Banda­ríkja­stjórn sveik sína nán­ustu banda­menn gegn IS­IS á dög­un­um með því að gefa Tyrkj­um skot­leyfi á varn­ar­sveit­ir Kúrda í Sýr­landi. Er­doğ­an Tyrk­lands­for­seti er hins veg­ar kom­inn í stór­kost­leg vand­ræði og inn­rás hans er í upp­námi eft­ir að Kúr­d­ar ventu kvæði sínu í kross og gerðu banda­lag við Rússa og sýr­lenska stjórn­ar­her­inn. Um leið og Banda­ríkja­her er að hverfa á brott frá land­inu virð­ist allt stefna í lo­ka­upp­gjör í borg­ara­stríð­inu sem hef­ur geis­að í átta ár.
Vinir Hauks efast um opinberu frásögnina
ViðtalStríðið í Sýrlandi

Vin­ir Hauks ef­ast um op­in­beru frá­sögn­ina

Varn­ar­sveit­ir Kúrda hafa gef­ið það út að Hauk­ur Hilm­ars­son hafi far­ist í árás Tyrk­lands­hers þann 24. fe­brú­ar 2018. Snorri Páll Jóns­son hef­ur síð­ast­lið­ið ár reynt að kom­ast til botns í því hvað varð um besta vin hans. Hann á erfitt með að taka hina op­in­beru sögu trú­an­lega enda stang­ast frá­sagn­ir fé­laga Hauks af vett­vangi á við hana að veru­legu leyti.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár