Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hugsi yfir styrkjum Reykjavíkurborgar til Fjölskylduhjálpar: „Það þarf að stöðva svona dólga“

„Að fólk sem gef­ur sig út fyr­ir að þjón­usta fólk í neyð á veg­um hjálp­ar­sam­taka leyfi sér slíka hat­ursorð­ræðu hræð­ir mig,“ seg­ir Magnús Már Guð­munds­son vara­borg­ar­full­trúi og full­trúi í mann­rétt­inda­ráði og vel­ferð­ar­ráði borg­ar­inn­ar. Stund­in fjall­aði um rasísk við­horf stjórn­ar­manna Fjöl­skyldu­hjálp­ar Ís­lands í gær, en sam­tök­in eru styrkt ár­lega af Reykja­vík­ur­borg.

Hugsi yfir styrkjum Reykjavíkurborgar til Fjölskylduhjálpar: „Það þarf að stöðva svona dólga“

Magnús Már Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í mannréttindaráði og velferðarráði Reykjavíkurborgar, segir að þau rasísku viðhorf stjórnarmanna Fjölskylduhjálpar Íslands sem Stundin fjallaði um í gær séu óboðleg fyrir samtök sem Reykjavíkurborg styrkir. 

„Reykjavíkurborg styrkir Fjölskylduhjálp Íslands um eina til tvær milljónir á ári. Ég get hins vegar ekki betur séð en að það þurfi að rýna vel í það berist ný umsókn frá Fjölskylduhjálpinni,“ segir Magnús í samtali við Stundina og vísar til þess að mannréttindastefna Reykjavíkurborgar skal höfð að leiðarljósi við mat á umsóknum um styrki. „Þessi viðhorf sem þarna birtast eru óboðleg fyrir samtök sem borgin styrkir. Þær stöllur geta að minnsta kosti hrósað happi yfir því að ég sitji ekki í nefndinni sem mun fara yfir styrkumsóknirnar.“

Stundin greindi frá því í gær að Anna Valdís Jónsdóttir, stjórnarmaður í Fjölskylduhjálp Íslands hefði hringt inn á Útvarp Sögu til þess að dreifa rógburði um skjólstæðinga hjálparsamtakanna. „Þetta hljóta að vera bara stríðsglæpamenn,“ sagði Anna Valdís Jónsdóttir um útlendinga sem þegið höfðu matargjafir. Þá hafa bæði hún og Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar, dreift áróðri gegn múslimum á samfélagsmiðlum. Ásgerður Jóna hefur jafnframt verið á framboðslistum fyrir flokka sem sætt hafa gagnrýni fyrir kynþáttafordóma.

„Það þarf að stöðva svona dólga“

Magnús Már vakti athygli á frétt Stundarinnar á Facebook-síðu sinni í gær og beindi sjónum að styrkjum Reykjavíkurborgar til Fjölskylduhjálpar. „Það er ofboðslega sorglegt að lesa um þessa afstöðu stjórnarmanna Fjölskylduhjálpar Íslands. Að fólk sem gefur sig út fyrir að þjónusta fólk í neyð á vegum hjálparsamtaka leyfi sér slíka hatursorðræðu hræðir mig,“ segir hann í samtali við Stundina. „Ekki bara út af þessu tiltekna máli, heldur einnig vegna þess hvernig það beinir sjónum að því hvernig rasismi er orðinn hluti af raunveruleika okkar hér á landi. Ef við mótmælum ekki harðlega þegar við heyrum ummæli sem þessi þá erum við í þögn okkar að samþykkja þau – og greiða götu fordóma og haturs til að festa sig í sessi. Það þarf að stöðva svona dólga.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitastjórnarmál

Sveitarstjórnarmenn og hættan á hagsmunaárekstrum í íslensku laxeldi
Úttekt

Sveit­ar­stjórn­ar­menn og hætt­an á hags­muna­árekstr­um í ís­lensku lax­eldi

Fjög­ur dæmi eru um það að ís­lensk­ir sveit­ar­stjórn­ar­menn hafi ver­ið starf­andi hjá lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um á Vest­fjörð­um og Aust­ur­landi á sama tíma og þeir voru kjörn­ir full­trú­ar. Fjög­ur slík dæmi er hægt að finna frá síð­asta kjör­tíma­bili sveit­ar­stjórna en í dag er að­eins einn starfs­mað­ur lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is starf­andi í sveit­ar­stjórn. Þetta fólk seg­ir að ekki sé rétt­læt­an­legt að skerða at­vinnu­mögu­leika fólks í litl­um bæj­um þar sem ekki sé mik­ið um fjöl­breytta at­vinnu.
Eyþór Arnalds í dulbúnu hverfisblaði Sjálfstæðismanna: „Ég myndi vilja snúa til baka og rýmka vegakerfið“
FréttirSveitastjórnarmál

Ey­þór Arn­alds í dul­búnu hverf­is­blaði Sjálf­stæð­is­manna: „Ég myndi vilja snúa til baka og rýmka vega­kerf­ið“

Odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill „rýmka vega­kerf­ið“ á helstu um­ferð­ar­göt­um borg­ar­inn­ar og draga úr þétt­ingu byggð­ar, þvert á stefnu flokks­ins í ný­af­stöðn­um kosn­ing­um. Þetta kem­ur fram í nýju hverf­is­blaði sem er rit­stýrt af fé­lagi Sjálf­stæð­is­manna, en ekk­ert stend­ur um tengsl­in á vef­síðu þess.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár