Vandlætingaralda fer um samfélagsmiðla eftir að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vitnaði í Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í umræðum um skattamál.
Ástæða hinna hörðu viðbragða er sú að í dag er 1. maí, alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins en Margaret Thatcher er einmitt þekkt fyrir að hafa gripið til harkalegra aðgerða gegn breskum verkalýð, sérstaklega námuverkamönnum, og rekið harða aðhaldsstefnu sem jók atvinnuleysi og ójöfnuð í Bretlandi.
Þegar Bjarni Benediktsson var að munnhöggvast við Twitter-notendur í nótt gerði hann einhver frægstu orð Thatchers að sínum: “The problem with socialism is that you eventually run out of other people’s money.”
Athugasemdir